Tveir nemendur við HR smitaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2020 16:46 Á fjórða þúsund hafa stundað nám við HR árlega undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. Fram kom fyrr í dag að nemandi við HR, sem er starfsnemi hjá Íslenskri erfðagreiningu og var síðast við vinnu síðastliðinn fimmtudag, hefði smitast af veirunni. Hvorugur nemendanna hefur verið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík síðan fyrir helgi. „Eins og alltaf, þá vinnur smitrakningarteymi að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verður þeim til aðstoðar við þá vinnu,“ segir í bréfinu. Sótthreinsað á milli hópa Minnt er á að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana innan HR komi upp smit meðal nemenda. „Ef þörf er á, er tryggt að sá hópur sem nemandi tilheyrir sinni námi heiman frá sér uns staðan skýrist. Allar skólastofur eru sótthreinsaðar að morgni og á milli nemendahópa. Sameiginleg rými og snertifletir eru sótthreinsuð a.m.k. daglega. Það er því tryggt að öll þau svæði sem nemandi hefur verið á hafa verið sótthreinsuð vel,“ segir í póstinum. Smitrakningarteymi vinnur að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verði teyminu til aðstoðar við vinnuna. „Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint frá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hyggist bjóða nemendum og starfsfólki HR skimun. Við tökum slíku boði vel og reiknum með að heyra frá Íslenskri erfðagreiningu í dag varðandi útfærslu á því.“ Nemendur eru minntir á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda sig heima við ef þeir finna til flensueinkenna. Mikið af veiru í fólkinu Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" 16. september 2020 13:03 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda. Fram kom fyrr í dag að nemandi við HR, sem er starfsnemi hjá Íslenskri erfðagreiningu og var síðast við vinnu síðastliðinn fimmtudag, hefði smitast af veirunni. Hvorugur nemendanna hefur verið í húsakynnum Háskólans í Reykjavík síðan fyrir helgi. „Eins og alltaf, þá vinnur smitrakningarteymi að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verður þeim til aðstoðar við þá vinnu,“ segir í bréfinu. Sótthreinsað á milli hópa Minnt er á að ávallt sé gripið til viðeigandi ráðstafana innan HR komi upp smit meðal nemenda. „Ef þörf er á, er tryggt að sá hópur sem nemandi tilheyrir sinni námi heiman frá sér uns staðan skýrist. Allar skólastofur eru sótthreinsaðar að morgni og á milli nemendahópa. Sameiginleg rými og snertifletir eru sótthreinsuð a.m.k. daglega. Það er því tryggt að öll þau svæði sem nemandi hefur verið á hafa verið sótthreinsuð vel,“ segir í póstinum. Smitrakningarteymi vinnur að rakningu og ákvörðunum um sóttkví. HR er og verði teyminu til aðstoðar við vinnuna. „Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur greint frá því í fjölmiðlum að fyrirtækið hyggist bjóða nemendum og starfsfólki HR skimun. Við tökum slíku boði vel og reiknum með að heyra frá Íslenskri erfðagreiningu í dag varðandi útfærslu á því.“ Nemendur eru minntir á að sinna vel eigin sóttvörnum og halda sig heima við ef þeir finna til flensueinkenna. Mikið af veiru í fólkinu Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær og var aðeins einn í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" 16. september 2020 13:03 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42
Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24