Eigandi skemmtistaða vill lengja opnunartímann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2020 12:55 Arnar Þór Gíslason, eigandi skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur, telur að lengri opnunartími myndi minnka smithættu. Vísir/Vilhelm Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti. Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Hann veltir fyrir sér hertum staðbundnum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Vill dreifa fjöldanum Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman, Lebowski, Kalda, Dönsku krárinnar og Enska barsins í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni að rekja smitin og einn staður hjá sér sé til skoðunar. En sömuleiðis fleiri staðir í miðbænum og matvöruverslanir. Engum stað hefur verið lokað og ekki gripið til aðgerða. Fólk hafi verið sent í skimun og eigi eftir að koma út úr prófunum. 32 smit hafa greinst undanfarna tvo daga á höfuðborgarsvæðinu. Arnar Þór segir hrikalegt að í hvert einasta skipti sem virðist birta til hjá rekstraraðilum vínveitingastaða þá komi bakslag. Augljóst sé í hans huga að skertur opnunartími til klukkan 23 hafi mikið að segja. Gríðarleg hópamyndun á kvöldin auki smithættuna verulega. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ segir Arnar Þór. Snúist ekki aðeins um gróða Skoðun Arnars Þórs er ekki ný af nálinni og má segja um bergmál að ræða frá rekstraraðilum í miðbænum sem greiða háa leigu en hafa farið varhluta vegna kórónuveirufaraldursins, samkomubanns og annarra takmarkana. „Það halda allir að við viljum bara græða. Það er ekki okkar markmið. Við viljum forðast hópamyndanir og vandræði,“ segir Arnar Þór. Hann biður fólk að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Krónunni og Bónus yrði lokað klukkan tvö á daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla,“ segir Arnar Þór. „Erum að skíttapa“ Aðspurður um þau rök að eftir því sem líði á kvöldin og drykkja eykst fari fólk að gleyma sér, sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum, segir hún þau algjöra vitleysu. „Við erum með dyraverði og gæslu sem passar fjölda og nálægðartakmarkanir. Löggan er ekkert að passa þetta, við erum að passa þetta,“ segir Arnar Þór. Hann fjölgi frekar mönnum á vaktinni ef opnunartími verði lengdur. Fólk dreifi sér þá betur yfir ákveðinn tíma. Fáir hafi lent jafnilla í faraldrinum og rekstraraðilar í miðbænum og starfsfólks staðanna. „Við getum alveg haldið tveggja metra eða metra regluna,“ segir Arnar Þór. Það leiði til meiri vinnutíma fyrir fólk og meiri launa. „Við fáum enga styrki, enga afslætti og greiðum sömu leigu,“ segir Arnar Þór. „Við erum að skíttapa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Eigandi fjölda skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni við rakningu nýuppkominna smita. Hann segir augljóst mál að skertur opnunartími auki hættuna á smiti. Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Hann veltir fyrir sér hertum staðbundnum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í ljósi fjölda smitaðra undanfarna tvo daga. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Vill dreifa fjöldanum Arnar Þór Gíslason er eigandi Irishman, Lebowski, Kalda, Dönsku krárinnar og Enska barsins í miðbæ Reykjavíkur. Hann segist aðstoða smitrakningateymið eftir fremsta megni að rekja smitin og einn staður hjá sér sé til skoðunar. En sömuleiðis fleiri staðir í miðbænum og matvöruverslanir. Engum stað hefur verið lokað og ekki gripið til aðgerða. Fólk hafi verið sent í skimun og eigi eftir að koma út úr prófunum. 32 smit hafa greinst undanfarna tvo daga á höfuðborgarsvæðinu. Arnar Þór segir hrikalegt að í hvert einasta skipti sem virðist birta til hjá rekstraraðilum vínveitingastaða þá komi bakslag. Augljóst sé í hans huga að skertur opnunartími til klukkan 23 hafi mikið að segja. Gríðarleg hópamyndun á kvöldin auki smithættuna verulega. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ segir Arnar Þór. Snúist ekki aðeins um gróða Skoðun Arnars Þórs er ekki ný af nálinni og má segja um bergmál að ræða frá rekstraraðilum í miðbænum sem greiða háa leigu en hafa farið varhluta vegna kórónuveirufaraldursins, samkomubanns og annarra takmarkana. „Það halda allir að við viljum bara græða. Það er ekki okkar markmið. Við viljum forðast hópamyndanir og vandræði,“ segir Arnar Þór. Hann biður fólk að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Krónunni og Bónus yrði lokað klukkan tvö á daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla,“ segir Arnar Þór. „Erum að skíttapa“ Aðspurður um þau rök að eftir því sem líði á kvöldin og drykkja eykst fari fólk að gleyma sér, sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum, segir hún þau algjöra vitleysu. „Við erum með dyraverði og gæslu sem passar fjölda og nálægðartakmarkanir. Löggan er ekkert að passa þetta, við erum að passa þetta,“ segir Arnar Þór. Hann fjölgi frekar mönnum á vaktinni ef opnunartími verði lengdur. Fólk dreifi sér þá betur yfir ákveðinn tíma. Fáir hafi lent jafnilla í faraldrinum og rekstraraðilar í miðbænum og starfsfólks staðanna. „Við getum alveg haldið tveggja metra eða metra regluna,“ segir Arnar Þór. Það leiði til meiri vinnutíma fyrir fólk og meiri launa. „Við fáum enga styrki, enga afslætti og greiðum sömu leigu,“ segir Arnar Þór. „Við erum að skíttapa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira