Aldrei greitt hér tekjuskatt Freyr Frostason skrifar 17. september 2020 15:30 „Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni. Þetta hefðu verið óvænt tíðindi fyrir þau sem horfðu á góðan fjarfund Landverndar og vestfirsku náttúruverndarsamtakanna Rjúkanda í síðustu viku þar sem fjallað var um fiskeldi á Vestfjörðum. Á þeim fundi fór Einar K. Guðfinnsson digrum orðum um góða afkomu í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér við land. Þetta voru þó furðuleg orð hjá talsmanni þessa mengandi iðnaðar því Salmar, hið norska móðurfélag Arnarlax, hafði fyrr í þessum mánuði sagt frá hörmulegri afkomu dótturfélagsins, þeirri hinni sömu og Markaðurinn sagði svo frá í nýjasta tölublaði sínu. Einar átti sem sagt að vita betur, og vissi reyndar örugglega betur. Staðreyndin er sú að ekkert sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru með rekstur hér við land hefur nokkru sinni skilað slíkri afkomu að þau hafi greitt tekjuskatt. Aldrei nokkurn tíma. Og afar hæpið er að þau geri það um fyrirsjáanlega framtíð. Annars vegar vegna þess að uppsafnað tap þeirra hleypur á milljörðum, og hins vegar vegna þess að þau eru flest að stærstum hluta í erlendri eigu. Það þýðir að móðurfélögin hafa milligöngu um eða selja þeim búnað, fóður, ráðgjöf og ýmsa aðra þjónustu. Þannig geta þau stýrt því hvar mögulegur hagnaður er tekinn út og tekjuskattar greiddir á endanum. Allt er það innan laga og reglna sem gilda um alþjóðleg viðskipti. Þannig er til dæmis stærsti eigandi sjókvíaeldisfyritæksins Arctic Fish Farm, sem starfar á Vestfjörðum, aflandsfélagið Bremesco Holding og er það skráð á Kýpur. Einari varð tíðrætt á fundinum um útfltningsverðmæti sjókvíaeldislaxins en hann var hins vegar ófáanlegur til að ræða hvað verður í raun eftir á Íslandi þegar búið er að greiða móðurfélögunum og öðrum gjaldeyri fyrir búnað, fóður, ráðgjöf og aðra þjónustu að utan. Það eina sem við vitum fyrir víst að verður eftir er stórfelld mengunin frá sjókvíunum í íslenskum fjörðum og erfðablöndun við villtu laxastofnanna okkar vegna sleppifisks úr kvíunum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
„Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni. Þetta hefðu verið óvænt tíðindi fyrir þau sem horfðu á góðan fjarfund Landverndar og vestfirsku náttúruverndarsamtakanna Rjúkanda í síðustu viku þar sem fjallað var um fiskeldi á Vestfjörðum. Á þeim fundi fór Einar K. Guðfinnsson digrum orðum um góða afkomu í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér við land. Þetta voru þó furðuleg orð hjá talsmanni þessa mengandi iðnaðar því Salmar, hið norska móðurfélag Arnarlax, hafði fyrr í þessum mánuði sagt frá hörmulegri afkomu dótturfélagsins, þeirri hinni sömu og Markaðurinn sagði svo frá í nýjasta tölublaði sínu. Einar átti sem sagt að vita betur, og vissi reyndar örugglega betur. Staðreyndin er sú að ekkert sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru með rekstur hér við land hefur nokkru sinni skilað slíkri afkomu að þau hafi greitt tekjuskatt. Aldrei nokkurn tíma. Og afar hæpið er að þau geri það um fyrirsjáanlega framtíð. Annars vegar vegna þess að uppsafnað tap þeirra hleypur á milljörðum, og hins vegar vegna þess að þau eru flest að stærstum hluta í erlendri eigu. Það þýðir að móðurfélögin hafa milligöngu um eða selja þeim búnað, fóður, ráðgjöf og ýmsa aðra þjónustu. Þannig geta þau stýrt því hvar mögulegur hagnaður er tekinn út og tekjuskattar greiddir á endanum. Allt er það innan laga og reglna sem gilda um alþjóðleg viðskipti. Þannig er til dæmis stærsti eigandi sjókvíaeldisfyritæksins Arctic Fish Farm, sem starfar á Vestfjörðum, aflandsfélagið Bremesco Holding og er það skráð á Kýpur. Einari varð tíðrætt á fundinum um útfltningsverðmæti sjókvíaeldislaxins en hann var hins vegar ófáanlegur til að ræða hvað verður í raun eftir á Íslandi þegar búið er að greiða móðurfélögunum og öðrum gjaldeyri fyrir búnað, fóður, ráðgjöf og aðra þjónustu að utan. Það eina sem við vitum fyrir víst að verður eftir er stórfelld mengunin frá sjókvíunum í íslenskum fjörðum og erfðablöndun við villtu laxastofnanna okkar vegna sleppifisks úr kvíunum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun