Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 23:07 Christopher Wray, forstjóri FBI. Vísir/Getty Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30
Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00