Mikil eftirspurn eftir hlutabréfum í Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 01:49 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að nú hefjist nýr kafli í 80 ára sögu félagsins. Vísir/Vilhelm Umfram eftirspurn var eftir hlutum í hlutafjárútboði Icelandair Group sem lauk klukkan 16 í gær, fimmtudag. Um ellefu þúsund manns eru nú hluthafar í félaginu og almennir hluthafar eiga nú um helming hluta. Um þúsund starfsmenn tóku þátt í útboðinu. Í tilkynningu frá Icelandair sem barst skömmu fyrir klukkan hálfeitt í nótt kemur fram að í útboðinu hafi verið boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Vegna mikillar eftirspurnar var hlutunum fjölgað í 23 milljarða. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam um það bil 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Útboðsgengi í báðum tilboðsbókum var ein króna á hlut. Nýr kafli í sögu félagsins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu að nú hefjist nýr kafli í sögu félagsins. „Við erum auðmjúk og þakklát fyrir það mikla traust sem Icelandair Group var sýnt í hlutafjárútboðinu sem er lokahnykkurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Með breiðari hluthafahópi, sterkum efnahagsreikningi og sveigjanlegu leiðakerfi munum við verða tilbúin að bregðast hratt við þegar eftirspurn tekur við sér á ný. Við ætlum okkur, hér eftir sem hingað til, að tryggja öflugar flugsamgöngur til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið með tilheyrandi ávinningi fyrir íslenskt efnahagslíf og lífsgæði hér á landi,“ segir Bogi. Samheldni þegar á móti blæs Einnig er haft eftir Boga að starfsfólk af öllum sviðum félagsins hafi unnið þrekvirki á liðnum mánuðum við fjárhagslega endurskipulagningu og þjónustu við viðskiptavini í heimsfaraldri auk þess að sækja ný verkefni, til dæmis í leigu- og fraktflugi, til að nýta innviði og auka tekjur. „Styrkleikar félagsins liggja meðal annars í reynslu og þekkingu starfsfólks og ekki síst samheldni þegar á móti blæs. Fyrir það er ég bæði þakklátur og stoltur. Nýr kafli er að hefjast í yfir 80 ára sögu félagsins og ég býð yfir sjö þúsund nýja hluthafa velkomna til liðs við okkur.“ Tilkynningu Icelandair vegna hlutafjárútboðsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16:00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Útboðsgengi í báðum tilboðsbókum var 1,0 króna á hlut. · Alls bárust yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. · Stjórn hefur samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. · Nýjum hlutum fylgja 25% áskriftarréttindi eða sem nemur 5,75 milljörðum hluta. · Úthlutun var í samræmi við skilmála útboðsins Núverandi hluthafar sem tóku þátt í útboðinu fengu fulla úthlutun í samræmi við hlutafjáreign þeirra. Áskriftir frá u.þ.b. 1.000 starfsmönnum bárust og verður þeim úthlutað án skerðingar. Áskriftir að jafnvirði 1 milljón kr. eða lægri verða ekki skertar. Hlutfallsleg skerðing annarra áskrifta í báðum tilboðsbókum er um 37%. · Mikil eftirspurn var frá almennum fjárfestum og verður eignarhlutur þeirra í félaginu um 50% í kjölfar útboðsins. · Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðs verður yfir 11.000. · Vegna umframeftirspurnar í útboðinu virkjaðist ekki sölutryggingin. Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu eigi síðar en í lok dags 18. september 2020 með því að fara inn á áskriftarvef útboðsins á vefsíðu Landsbankans, https://www.landsbankinn.is/utbod/icelandair, og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu. Gjalddagi og eindagi áskriftarloforða í útboðinu er 23. september 2020. Greiddir hlutir verða afhentir þegar hlutafjáraukning hefur verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá og verða hlutirnir gefnir út í gegnum Nasdaq CSD Ísland í síðasta lagi 9. október 2020. Að teknu tilliti til lögbundinna tímamarka en stefnt er að því að afhenda nýju hlutina fyrr. Gert er ráð fyrir að nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland eigi síðar en þann 12. október 2020. Hlutafé félagsins er 5,4 milljarðar hluta og eftir útgáfu nýrra hluta verður heildarhlutafé alls um 28,4 milljarðar hluta. Úthlutun og skráning áskriftarréttinda verður eigi síðar en 15. október 2020. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru umsjónaraðilar útboðsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group: „Við erum auðmjúk og þakklát fyrir það mikla traust sem Icelandair Group var sýnt í hlutafjárútboðinu sem er lokahnykkurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Með breiðari hluthafahópi, sterkum efnahagsreikningi og sveigjanlegu leiðakerfi munum við verða tilbúin að bregðast hratt við þegar eftirspurn tekur við sér á ný. Við ætlum okkur, hér eftir sem hingað til, að tryggja öflugar flugsamgöngur til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið með tilheyrandi ávinningi fyrir íslenskt efnahagslíf og lífsgæði hér á landi. Starfsfólk af öllum sviðum Icelandair Group hefur á liðnum mánuðum unnið þrekvirki við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, þjónustu við viðskiptavini í heimsfaraldri og um leið sótt ný verkefni, til dæmis í leigu- og fraktflugi, til að nýta innviði og auka tekjur félagsins. Styrkleikar félagsins liggja meðal annars í reynslu og þekkingu starfsfólks og ekki síst samheldni þegar á móti blæs. Fyrir það er ég bæði þakklátur og stoltur. Nýr kafli er að hefjast í yfir 80 ára sögu félagsins og ég býð yfir sjö þúsund nýja hluthafa velkomna til liðs við okkur.“ Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Skráði sig fyrir stórum hlut í Icelandair Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. 17. september 2020 15:45 Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Umfram eftirspurn var eftir hlutum í hlutafjárútboði Icelandair Group sem lauk klukkan 16 í gær, fimmtudag. Um ellefu þúsund manns eru nú hluthafar í félaginu og almennir hluthafar eiga nú um helming hluta. Um þúsund starfsmenn tóku þátt í útboðinu. Í tilkynningu frá Icelandair sem barst skömmu fyrir klukkan hálfeitt í nótt kemur fram að í útboðinu hafi verið boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Vegna mikillar eftirspurnar var hlutunum fjölgað í 23 milljarða. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam um það bil 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Útboðsgengi í báðum tilboðsbókum var ein króna á hlut. Nýr kafli í sögu félagsins Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu að nú hefjist nýr kafli í sögu félagsins. „Við erum auðmjúk og þakklát fyrir það mikla traust sem Icelandair Group var sýnt í hlutafjárútboðinu sem er lokahnykkurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Með breiðari hluthafahópi, sterkum efnahagsreikningi og sveigjanlegu leiðakerfi munum við verða tilbúin að bregðast hratt við þegar eftirspurn tekur við sér á ný. Við ætlum okkur, hér eftir sem hingað til, að tryggja öflugar flugsamgöngur til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið með tilheyrandi ávinningi fyrir íslenskt efnahagslíf og lífsgæði hér á landi,“ segir Bogi. Samheldni þegar á móti blæs Einnig er haft eftir Boga að starfsfólk af öllum sviðum félagsins hafi unnið þrekvirki á liðnum mánuðum við fjárhagslega endurskipulagningu og þjónustu við viðskiptavini í heimsfaraldri auk þess að sækja ný verkefni, til dæmis í leigu- og fraktflugi, til að nýta innviði og auka tekjur. „Styrkleikar félagsins liggja meðal annars í reynslu og þekkingu starfsfólks og ekki síst samheldni þegar á móti blæs. Fyrir það er ég bæði þakklátur og stoltur. Nýr kafli er að hefjast í yfir 80 ára sögu félagsins og ég býð yfir sjö þúsund nýja hluthafa velkomna til liðs við okkur.“ Tilkynningu Icelandair vegna hlutafjárútboðsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Almennu hlutafjárútboði Icelandair Group lauk klukkan 16:00 þann 17. september 2020. Í útboðinu voru boðnir til sölu 20 milljarðar nýir hlutir. Umframeftirspurn eftir hlutum í útboðinu nam u.þ.b. 85% frá bæði fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Útboðsgengi í báðum tilboðsbókum var 1,0 króna á hlut. · Alls bárust yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. · Stjórn hefur samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. · Nýjum hlutum fylgja 25% áskriftarréttindi eða sem nemur 5,75 milljörðum hluta. · Úthlutun var í samræmi við skilmála útboðsins Núverandi hluthafar sem tóku þátt í útboðinu fengu fulla úthlutun í samræmi við hlutafjáreign þeirra. Áskriftir frá u.þ.b. 1.000 starfsmönnum bárust og verður þeim úthlutað án skerðingar. Áskriftir að jafnvirði 1 milljón kr. eða lægri verða ekki skertar. Hlutfallsleg skerðing annarra áskrifta í báðum tilboðsbókum er um 37%. · Mikil eftirspurn var frá almennum fjárfestum og verður eignarhlutur þeirra í félaginu um 50% í kjölfar útboðsins. · Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðs verður yfir 11.000. · Vegna umframeftirspurnar í útboðinu virkjaðist ekki sölutryggingin. Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu eigi síðar en í lok dags 18. september 2020 með því að fara inn á áskriftarvef útboðsins á vefsíðu Landsbankans, https://www.landsbankinn.is/utbod/icelandair, og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu. Gjalddagi og eindagi áskriftarloforða í útboðinu er 23. september 2020. Greiddir hlutir verða afhentir þegar hlutafjáraukning hefur verið skráð hjá Fyrirtækjaskrá og verða hlutirnir gefnir út í gegnum Nasdaq CSD Ísland í síðasta lagi 9. október 2020. Að teknu tilliti til lögbundinna tímamarka en stefnt er að því að afhenda nýju hlutina fyrr. Gert er ráð fyrir að nýju hlutirnir verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland eigi síðar en þann 12. október 2020. Hlutafé félagsins er 5,4 milljarðar hluta og eftir útgáfu nýrra hluta verður heildarhlutafé alls um 28,4 milljarðar hluta. Úthlutun og skráning áskriftarréttinda verður eigi síðar en 15. október 2020. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru umsjónaraðilar útboðsins. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group: „Við erum auðmjúk og þakklát fyrir það mikla traust sem Icelandair Group var sýnt í hlutafjárútboðinu sem er lokahnykkurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Með breiðari hluthafahópi, sterkum efnahagsreikningi og sveigjanlegu leiðakerfi munum við verða tilbúin að bregðast hratt við þegar eftirspurn tekur við sér á ný. Við ætlum okkur, hér eftir sem hingað til, að tryggja öflugar flugsamgöngur til og frá Íslandi og yfir Atlantshafið með tilheyrandi ávinningi fyrir íslenskt efnahagslíf og lífsgæði hér á landi. Starfsfólk af öllum sviðum Icelandair Group hefur á liðnum mánuðum unnið þrekvirki við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, þjónustu við viðskiptavini í heimsfaraldri og um leið sótt ný verkefni, til dæmis í leigu- og fraktflugi, til að nýta innviði og auka tekjur félagsins. Styrkleikar félagsins liggja meðal annars í reynslu og þekkingu starfsfólks og ekki síst samheldni þegar á móti blæs. Fyrir það er ég bæði þakklátur og stoltur. Nýr kafli er að hefjast í yfir 80 ára sögu félagsins og ég býð yfir sjö þúsund nýja hluthafa velkomna til liðs við okkur.“
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Skráði sig fyrir stórum hlut í Icelandair Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. 17. september 2020 15:45 Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Skráði sig fyrir stórum hlut í Icelandair Talsmaður kaupsýslukonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin segir að hún hafi gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair. Samkvæmt heimildum fréttastofu hljóðar tilboðið upp á sjö milljarða króna. 17. september 2020 15:45
Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Þótt áætlanir Icelandair geri ráð fyrir að lánalínur með ríkisábyrgð verði ekki nýttar gæti þó svo farið undir lok næsta sumars ef flugið hefur þá ekki tekið við sér. 17. september 2020 12:03