Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 09:33 Fullyrt er í frétt Fréttablaðsins í morgun að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði Michelle Ballarin í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í gær. Vísir/Baldur Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. Upphæðin samsvarar þeirri fjárhæð sem bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin gerði í útboðinu og hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í morgun. Hvorki Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill, sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi né Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, höfðu heyrt af því að Icelandair hefði hafnað tilboði fjárfestisins þegar Vísir náði tali af þeim í morgun. Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Fréttastofa greindi frá því síðdegis í gær að Ballarin hefði skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í gær upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Var þetta um helmingur þeirrar upphæðar sem reynt var að afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin hefði þá orðið stærsti einstaki hluthafinn í félaginu en hún vonaðist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. Upphæðin samsvarar þeirri fjárhæð sem bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin gerði í útboðinu og hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í morgun. Hvorki Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill, sem hefur aðstoðað Ballarin hér á landi né Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin, höfðu heyrt af því að Icelandair hefði hafnað tilboði fjárfestisins þegar Vísir náði tali af þeim í morgun. Í tilkynningu Icelandair í gær kom fram að alls hefðu borist yfir 9 þúsund áskriftir samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Stjórn hefði samþykkt áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða og þannig ákveðið að nýta heimild til stækkunar útboðsins þannig að fjöldi seldra hluta verður 23 milljarðar. Fréttastofa greindi frá því síðdegis í gær að Ballarin hefði skráð sig fyrir stórum hlut í Icelandair. Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi en hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Ballarin tilboð í gær upp á um sjö milljarða íslenskra króna. Var þetta um helmingur þeirrar upphæðar sem reynt var að afla með hlutafjárútboðinu til viðbótar við loforðin frá bönkunum. Ballarin hefði þá orðið stærsti einstaki hluthafinn í félaginu en hún vonaðist til að halda á 25% hlut í Icelandair eftir kaupin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent