Samvinna í stað átaka Ingibjörg Isaksen skrifar 23. september 2020 17:45 Í gær kynnti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á blaðamannafundi nýja tilhögun samstarfs framboðanna sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Er þetta viðleitni framboðanna til að takast á við krefjandi tíma sem framundan eru með breiðri samvinnu. Alla jafna er hægt að tala um stjórnmál á Íslandi sem átakastjórnmál, þar sem minni og meirihluti hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum takast á um menn og málefni. Yfirleitt á málefnalegum grunni þar sem minnihluti er að veita meirihluta aðhald en einnig þekkjum við öll dæmi þess að pólitíkin sé farin að snúast um að slá ódýrar pólitískar keilur. Fyrir því er engin þolinmæði við erfiðar aðstæður. Sú leið sem við höfum ákveðið að láta reyna á kemur til vegna ríks samvinnuvilja þeirra flokka sem sitja í bæjarstjórn á Akureyri. Þessi samvinnuleið er einnig krefjandi og stendur og fellur með því að unnið sé af fullkomnum heilindum að flóknum úrlausnarefnum. Samvinna með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi Sú tilraun bæjarstjórnar Akureyrar til þess að stunda samvinnustjórnmál frekar en átakastjórnmál er spennandi. En á sama tíma byggir hún á gagnkvæmu trausti milli aðila sem sitja í bæjarstjórn ásamt góðri samvinnu fólks sem er lausnamiðað út frá hagsmunum Akureyrarbæjar. Lagður hefur verið fram samstarfssáttmáli sem er um leið aðgerðaráætlun okkar út kjörtímabilið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi tilraun mun ganga en bjartsýn geng ég inn í þetta samstarf, full eftirvæntingar að fá að vinna með öllu þessu góða fólki að lausnum til handa Akureyringum. Breyttir tímar Stjórnmálin á Íslandi hafa eins og áður segir oft verið skilgreind sem átaka stjórnmál. Straumar og stefnur hafa stýrst frá hægri og vinstri sem hafa verið andstæðir pólar. Stjórnmálin eru hreyfiafl íbúa viðkomandi eininga til þess að snúa samfélaginu. Það er kannski ekki endilega víst að slíkt hreyfiafl eigi eingöngu að snúast um pólariseringu frá vinstri til hægri. Samvinna stjórnmálaafla, sama hvar þeir eru á hinu pólitíska sviði, allt frá hægri til miðju og þaðan til vinstri ætti að vera best til þess fallin að ná skynsamlegri niðurstöðu fyrir íbúana. Við sem störfum í stjórnmálum höfum misjafnar skoðanir og stefnur en með auknu samstarfi og samræðu stjórnmálum er líklegt að við finnum betri niðurstöðu fyrir íbúana. Þetta sést kannski einna best á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi þar sem flokkarnir sem starfa saman eru vinstriflokkur, hægriflokkur og miðjuflokkur. Þeir vinna saman að lausnum sem gengið hefur frekar vel. Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar er í sögulegum hæðum sér í lagi þegar litið er til núverandi aðstæðna í samfélaginu. Samstarf ríkisstjórnarinnar er samvinnustefnan í verki. Stefna sem Framsókn hefur ástundað og það er það sem við viljum ástunda. Þess vegna styð ég breitt samstarf stjórnmálaaflanna á Akureyri og tel þetta tilraunarinnar virði. Ég vona að samstarfið muni ganga vel og mun leggja mitt af mörkum til að ná árangri með með hugmyndafræði samvinnunnar og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Ingibjörg Isaksen Bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Sveitarstjórnarmál Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Í gær kynnti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á blaðamannafundi nýja tilhögun samstarfs framboðanna sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Er þetta viðleitni framboðanna til að takast á við krefjandi tíma sem framundan eru með breiðri samvinnu. Alla jafna er hægt að tala um stjórnmál á Íslandi sem átakastjórnmál, þar sem minni og meirihluti hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum takast á um menn og málefni. Yfirleitt á málefnalegum grunni þar sem minnihluti er að veita meirihluta aðhald en einnig þekkjum við öll dæmi þess að pólitíkin sé farin að snúast um að slá ódýrar pólitískar keilur. Fyrir því er engin þolinmæði við erfiðar aðstæður. Sú leið sem við höfum ákveðið að láta reyna á kemur til vegna ríks samvinnuvilja þeirra flokka sem sitja í bæjarstjórn á Akureyri. Þessi samvinnuleið er einnig krefjandi og stendur og fellur með því að unnið sé af fullkomnum heilindum að flóknum úrlausnarefnum. Samvinna með hagsmuni Akureyrar að leiðarljósi Sú tilraun bæjarstjórnar Akureyrar til þess að stunda samvinnustjórnmál frekar en átakastjórnmál er spennandi. En á sama tíma byggir hún á gagnkvæmu trausti milli aðila sem sitja í bæjarstjórn ásamt góðri samvinnu fólks sem er lausnamiðað út frá hagsmunum Akureyrarbæjar. Lagður hefur verið fram samstarfssáttmáli sem er um leið aðgerðaráætlun okkar út kjörtímabilið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig þessi tilraun mun ganga en bjartsýn geng ég inn í þetta samstarf, full eftirvæntingar að fá að vinna með öllu þessu góða fólki að lausnum til handa Akureyringum. Breyttir tímar Stjórnmálin á Íslandi hafa eins og áður segir oft verið skilgreind sem átaka stjórnmál. Straumar og stefnur hafa stýrst frá hægri og vinstri sem hafa verið andstæðir pólar. Stjórnmálin eru hreyfiafl íbúa viðkomandi eininga til þess að snúa samfélaginu. Það er kannski ekki endilega víst að slíkt hreyfiafl eigi eingöngu að snúast um pólariseringu frá vinstri til hægri. Samvinna stjórnmálaafla, sama hvar þeir eru á hinu pólitíska sviði, allt frá hægri til miðju og þaðan til vinstri ætti að vera best til þess fallin að ná skynsamlegri niðurstöðu fyrir íbúana. Við sem störfum í stjórnmálum höfum misjafnar skoðanir og stefnur en með auknu samstarfi og samræðu stjórnmálum er líklegt að við finnum betri niðurstöðu fyrir íbúana. Þetta sést kannski einna best á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi þar sem flokkarnir sem starfa saman eru vinstriflokkur, hægriflokkur og miðjuflokkur. Þeir vinna saman að lausnum sem gengið hefur frekar vel. Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar er í sögulegum hæðum sér í lagi þegar litið er til núverandi aðstæðna í samfélaginu. Samstarf ríkisstjórnarinnar er samvinnustefnan í verki. Stefna sem Framsókn hefur ástundað og það er það sem við viljum ástunda. Þess vegna styð ég breitt samstarf stjórnmálaaflanna á Akureyri og tel þetta tilraunarinnar virði. Ég vona að samstarfið muni ganga vel og mun leggja mitt af mörkum til að ná árangri með með hugmyndafræði samvinnunnar og hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi. Ingibjörg Isaksen Bæjarfulltrúi á Akureyri
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar