Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 06:35 Michelle Ballarin tók þátt í hlutafjárútboði Icelandair en stjórn félagsins tók ekki tilboðinu. Ballarin hyggst leita réttar síns. Vísir Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Sjá meira