Aðgerðir líklega kynntar á morgun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 19:00 Fundað var í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Til stóð að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins myndu greiða atkvæði um uppsögn Lífskjarasamningsins í dag. Stjórnvöld hafa róið að því öllum árum að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði og á fundi samtakanna og formanna stjórnarflokkanna í morgun var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun. Verði af henni á niðurstaða að liggja fyrir á hádegi á miðvikudag. „Við erum sammála um það, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum þurfi að bregðast. Og aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund í ráðherrabústaðnum í morgun. Hann vill ekki gefa upp hvað felst í þessu viðbragði. Forseti ASÍ segir frestun á launahækkunum ekki koma til greina. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Og reyndar finnst mér fullkomnlega óábyrgt af atvinnurekendum að hleypa hér öllu í loft upp með þessari för sem þeir eru í núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Ég held að Samtök atvinnulífsins séu í ákveðinni veiðiferð gagnvart stjórnvöldum og vilja fá einhver loforð um ívilnanir fyrir atvinnulífið.“ Ekki sé eðlilegt að kjarasamningar launafólks séu notaðir sem útspil í þeirri vegferð. Fundað hefur verið stíft um stöðuna í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu miðar samtalinu ágætlega og líklegt þykir að aðgerðir fyrir atvinnulífið verði kynntar á morgun. Fjölmargt hefur verið þar til umræðu en viðsemjendur hafa þó haldið spilunum þett að sér í dag. „Við erum bara í samtali og ætli línurnar skýrist ekki í dag eða á morgun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi í morgun. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Atkvæðagreiðslu Samtaka atvinnulífsins um uppsögn Lífskjarasamningsins var frestað til hádegis á morgun. Fundað hefur verið stíft í dag um alvarlega stöðu á vinnumarkaði og líklegt þykir að aðgerðir stjórnvalda verði kynntar á morgun. Til stóð að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins myndu greiða atkvæði um uppsögn Lífskjarasamningsins í dag. Stjórnvöld hafa róið að því öllum árum að koma í veg fyrir upplausn á vinnumarkaði og á fundi samtakanna og formanna stjórnarflokkanna í morgun var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni til hádegis á morgun. Verði af henni á niðurstaða að liggja fyrir á hádegi á miðvikudag. „Við erum sammála um það, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld, að við þeirri stöðu sem upp er komin í efnahagsmálum þurfi að bregðast. Og aðilar eru að móta með sér einhvers konar sameiginlegt viðbragð sem talar inn í þessa stöðu,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir fund í ráðherrabústaðnum í morgun. Hann vill ekki gefa upp hvað felst í þessu viðbragði. Forseti ASÍ segir frestun á launahækkunum ekki koma til greina. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Foto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Og reyndar finnst mér fullkomnlega óábyrgt af atvinnurekendum að hleypa hér öllu í loft upp með þessari för sem þeir eru í núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Ég held að Samtök atvinnulífsins séu í ákveðinni veiðiferð gagnvart stjórnvöldum og vilja fá einhver loforð um ívilnanir fyrir atvinnulífið.“ Ekki sé eðlilegt að kjarasamningar launafólks séu notaðir sem útspil í þeirri vegferð. Fundað hefur verið stíft um stöðuna í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu miðar samtalinu ágætlega og líklegt þykir að aðgerðir fyrir atvinnulífið verði kynntar á morgun. Fjölmargt hefur verið þar til umræðu en viðsemjendur hafa þó haldið spilunum þett að sér í dag. „Við erum bara í samtali og ætli línurnar skýrist ekki í dag eða á morgun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi í morgun.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira