Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Baráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni verður hörð (7.-9. sæti) Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2020 12:00 Kristinn Pálsson hætti hjá NJarðvík og samdi við nágrannana í Grindavík. Vísir/Bára Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta en keppni í deildinni hefst á fimmtudaginn. Við byrjum á því að skoða fallbaráttuna í gær og í dag er komið að baráttunni um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Liðin í sjöunda til níunda sæti hafa öll hæfileikaríka leikmenn og um leið getu til að komast í úrslitakeppnina. Þau gætu jafnvel gert smá usla í úrslitakeppninni ef allt smellur saman hjá þeim í vetur. Þau eru aftur móti líka öll í hættu að missa af úrslitakeppninni næsta vor gangi hlutirnir ekki upp því deildin er mjög jöfn í ár. Grindavík, Njarðvík og Haukar eru öll lið sem hafa átt nokkur mjög góð tímabil á síðustu árum. Haukar urðu deildarmeistarar fyrir tveimur árum. Grindvíkingar komust í bikarúrslitin í fyrra og lokaúrslitin 2017 og Njarðvíkingar enduðu í öðru sæti í deildinni 2019. Þessi þrjú félög eru í hópi þeirra sex sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni og allt rótgróin lið í deildinni. Ekkert annað en sæti í úrslitakeppninni er óásættanlegt á þessum þremur bæjum en við teljum að eitt þeirra sitji eftir með sárt ennið og líklegast verða það Haukarnir. Israel Martin er á sínu öðru tímabili með Haukaliðið.Vísir/Bára Haukar í 9. sæti: Héldu Kára Jónssyni og þurfa líka frábært tímabil frá honum Haukar hafa jafnan komið á óvart undanfarin ár, annaðhvort með því að gera betur en menn bjuggust við eða valda mönnum vonbrigðum. Væntingarnar í ár geta þó varla verið miklar. Israel Martin er að byrja sitt annað tímabil með Haukaliðið og mun reyna að byggja ofan á síðasta tímabili þar sem liðið endaði í sjötta sæti. Það var mikil framför frá árinu á undan þar sem liðið endaði í tíunda sæti, ári eftir að liðið varð deildarmeistari. Haukarnir náðu samningum við Kára Jónsson rétt fyrir tímabilið og kannski eins gott. Án hans hefði verið líklegra að liðið væri í fallbaráttu en að berjast um sæti í úrslitakeppni. Kári Jónsson er helsta breytan í gengi Haukanna en án hans endaði liðið bara í tíunda sæti. Kári var að koma til baka eftir meiðsli á síðasta tímabili og komst ekki á almennilegt flug fyrir en svolítið var liðið á leiktíðina. Kári sýndi hins vegar þá hversu öflugur leikmaður hann er og hann endaði tímabilið með 17,0 stig og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kári skoraði yfir tuttugu stig í fjórum af síðustu sex leikjunum og var til alls líklegur þegar tímabilinu var aflýst vegna COVID-19. Það verður líka fróðlegt að sjá hann við hlið frænda síns Hilmar Péturssonar (Ingvarssonar) sem er kominn aftur heim í Hauka. Hilmar er skeinuhættur leikmaður sem á enn eftir að simpla sig almennilega inn hjá sínu uppeldisfélagi. Það gæti gerst í vetur. Haukar hafa misst tvo öfluga leikmenn úr kjarna síðustu ára í þeim Hauki Óskarssyni og Hjálmari Stefánssyni. Haukur er fyrirliði liðsins og lykilmaður í meira en áratug og Hjálmar Stefánsson hefur verið að spila sig inn í landsliðið þegar hann er heill heilsu. Hjálmar hefur hins vegar verið oft óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Ragnar Nathanaelsson og Austin Magnús Bracey koma báðir úr Val og þá er Haukaliðið komið með kólumbíska bakvörðinn Hansel Atencia sem fór á kostum sem Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Hansel Atencia er hraður og skemmtilegur bakvörður sem var með 18,2 stig og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino´s deildinni í fyrra. Atencia skoraði 28 stig í sigri á Grindavík og 31 stig í sigri Þórs á KR en lenti líka í því að skora 8 stig í tveimur leikjum í röð. Kandadíski framherjinn Shane Osayande er ætlað að hjálpa Haukunum undir körfunni en hann er líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður sem hefur spilaði í spænsku C-deildinni undanfarin tvö tímabil. Osayande var bara með 6,3 stig og 4,6 fráköst í leik í Leb Silver á síðustu leiktíð og þær tölur vekja upp spurningar hvor hann sé nógu öflugur til að skila kanahlutverkinu í Haukaliðinu. Eitt er það sem Haukarnir þurfa að laga og það eru tapaðir boltar en ekkert liðið tapaði fleirum boltum í fyrra. Liðið var líka með verstu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni. Haukarnir skoruðu aftur á móti fleiri stig inn í teig en öll önnur lið og voru í öðru sæti í stoðsendingum. Kári Jónsson er í hópi bestu íslensku leikmanna Domino´s deildarinnar.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Kári Jónsson Það var ekkert óeðlilegt að Bragi Magnússon, formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka, hafi sagt: „þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ þegar Kári Jónsson gerði samning við Haukana í dögunum. Kári Jónsson er A-landsliðsmaður og leikmaður sem gerir aðra í Haukaliðinu betri með mikilli ógn og flottum sendingum. Haukarnir lentu í vandræðum án hans 2018-19 tímabilið og Kári þarf að eiga flott tímabili ætli Haukarnir að fá að vera með í úrslitakeppninni næsta vor. Kári lenti í lægð eftir erfið meiðsli sem tóku af honum atvinnumennsku hjá Barcelona á Spáni. Kári var búinn að yfirvinna meiðslin í lok síðasta tímabils og var á uppleið þegar tímabilið var flautað af. Kári er mikil skytta og leikmaður sem bæði skapar fyrir sjálfan sig og aðra. Flott tímabil hjá honum er lykilatriði ætli Haukarnir að gera eitthvað í vetur. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Hauka í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið Hauka í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Ragnar Ágúst Nathanaelsson frá Val Hilmar Pétursson frá Breiðablik Hansel Atencia frá Þór Ak Shane Osayande frá Spáni Austin Magnús Bracey frá Val Ellert Þór Hermundarson frá Snæfell Arnór Bjarki Ívarsson frá Selfoss Farnir: Flenard Whitfield til Guelph Nighthawks (Kanada) Gerald Robinson til Sindra Haukur Óskarsson í pásu Hjálmar Stefánsson til Aquimisa Carbajosa (Spáni) Gunnar Ingi Harðarson Kristinn Marínósson til Breiðabliks Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 32 ár (1988) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 24 ár (1996) ... komst í bikarúrslit: 24 ár (1996) ... komst í bikarúrslitaviku: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 4 ár (2016) ... féll úr deildinni: 8 ár (2012) ... kom upp í deildina: 7 ár (2013) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 10. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 10. sæti í deildinni 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 5. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (1. sæti) 2011-12 11. sæti í deildinniTölur Hauka frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 4. sæti (87,3) Skotnýting: 10. sæti (42,9%) 3ja stiga skotnýting: 12. sæti (28,3%) Þristar í leik: 11. sæti (9,1) Vítanýting: 10. sæti (71,5%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 7. sæti (85,7) Stolnir boltar í leik: 4. sæti (8,2) Varin skot í leik: 1. sæti (4,3) kotnýting mótherja: 5. sæti (42,9%) Hlutfall frákasta: 4. sæti (52,6%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 4. sæti (18,9) Hraðaupphlaupsstig í leik: 7. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 1. sæti (40,8) Logi Gunnarsson er áfram í eldlínunni og mun reyna að sýna ungu strákunum í Njarðvíkurliðinu hvernig á að gera hlutina.Vísir/Bára Njarðvík í 8. sæti: Þrettán titlalaus ár í Ljónagryfjunni Njarðvík er eitt af þessum liðum í Domino´s deildinni sem getur farið í allar áttir á komandi tímabili. Liðið stefnir örugglega á efstu sætin í deildinni en sumir eru að spá þeim mun neðar og jafnvel að þeir missi af úrslitakeppninni sem er þó ekki mjög líklegt. Það fer að styttast í það að heil kynslóð ungra Njarðvíkinga hafi ekki séð körfuboltaliðið sitt vinna titla í körfuboltanum. Titlaleysi Njarðvíkinga telur nú rúm þrettán ár og það er alltof löng við fyrir menn í Ljónagryfjunni. Það þarf samt margt að gerast til að sú bið endi í vetur. Njarðvíkingar spiluðu góða vörn á síðustu leiktíð og fengu á sig fæst stig af öllum liðum deildarinnar. Það ætti því að vera hægt að byggja á þeim grunni í vetur. Liðið þarf hins vegar meira og stöðugra framlag frá mönnum í sóknarleiknum. Síðasti titill Njarðvíkurliðsins kom í hús þegar liðið varð deildarmeistari vorið 2007 en liðið varð síðast Íslandsmeistari fyrir fjórtán árum. Einar Árni Jóhannsson þjálfaði líka meistaraliðið þá en hefur farið og komið aftur tvisvar sinnum síðan þá. Krafan um að fara bæta eitthvað af titlum í safnið hlýtir að vera orðin háværar í Njarðvík eftir alltof langan titlalausan tíma. Raddirnar í klefanum í vetur eru nú tveir menn sem þekkja það vel að vinna titla með Njarðvík. Einar Árni Jóhannsson er núna með sinn gamla læriföður sinn, Friðrik Inga Rúnarsson, sér við hlið. Friðrik Ingi gerði Njarðvík sem dæmi að Íslandsmeisturum árið 1998 þegar mjög ungur Einar Árni var aðstoðarmaður hans. Útlendingamálin gengu ekki nógu vel upp í fyrra og það gæti orðið áframhald á því. Njarðvíkingar eru þegar búnir að skipta einum erlendum leikmanni út og tímabilið er ekki byrjað. Þeir eru aftur á móti enn með hinn öfluga Mario Matasovic innan sinna raða og þar er maður sem þekkir vel til alls í Njarðvík. Það er kostur og þá verður einnig athyglisvert að sjá nýjan króatíska miðherja liðsins, Zvonko Buljan er 33 ára og 206 sentímetra reynslumikill miðherji sem hefur flakkað mikið um heiminn á sínum ferli en hann hefur spilað í Þýskalandi, Ungverjalandi, Kýpur, Slóveníu, Grikklandi, Argentínu, Sviss, Belgíu og Rúmeníu. Logi Gunnarsson er enn að spila með Njarðvíkurliðinu og dreymir eflaust ferilinn á því að vinna titil með Njarðvíkurliðsins. Hann er hins vegar ekki maður í risahlutverk lengur og leggur aðallega til liðsins með reynslu sinni og góðu áru sem og koma með fáar en góðar mínútur af bekknum. Njarðvíkingar horfðu á eftir Kristni Pálssyni til Grindavíkur og það munar öll lið um það að missa landsliðsmann. Þeir héldu hinsvegar Maciek Baginski sem var á förum áður en kórónuveirufaraldurinn tók yfir heiminn. Strákar eins Jón Arnór Sverrisson og Adam Eidur Ásgeirsson eru orðnir 22 ára gamlir og þurfa núna að fara sýna eitthvað meira ætli þeir að verða alvöru menn í boltanum. Hæfileikarnir eru til staðar og þjálfarinn þekkir þá líka vel. Veigar Páll Alexandersson og Baldur Örn Jóhannesson sem kom frá Þór, eru síðan yngri strákar sem þyrstir líka í tækifæri. Njarðvíkingar eru með eitt af þessum liðum sem mikið býr í og ef allt smellur þá gæti þetta orðið skemmtilegur vetur í Ljónagryfjunni. Útlendingarnir hafa þar mikið um að segja en lið sem steinliggur fyrir Þór úr Þorlákshöfn rétt fyrir mót ber þess alltaf merki í spá eins og okkar. Úrslitakeppnin er raunhæft markmið en mikið þarf að ganga upp ætli liðið að blanda sér í toppbarárruna. Maciek Stanislav Baginski þarf að vera í leiðtogahlutverki í vetur ætli Njarðvíkingar að gera eitthvað.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Maciek Stanislav Baginski Mikilvægasti íslenski leikmaður Njarðvíkurliðsins er leikmaður sem hefur verið lengi í stóru hlutverki í liðinu. Maciek Baginski er nú 25 ára gamall og þarf að gera meira en í fyrra. Maciek Baginski lækkaði meðalskor og meðalframlag sitt í Domino´s deildinni þriðja tímabilið í röð og náði ekki alveg að stíga nú af nægri festu til jarðar sem aðalburðarrás í Njarðvíkurliðinu. Pressan á honum hefur ekkert minnkað á milli tímabila og hann þarf að skila meiru en 10,5 stigum í leik eins og í fyrra. Stöðugleikinn eða skortur á honum var það sem plagaði Maciek Baginski mest á síðustu leiktíð. Hann var þar með fjóra leiki þar sem hann skoraði fjögur stig eða minna sem gengur ekki hjá lykilmanni í liði sem ætlar sér að gera eitthvað. Maciek Baginski er mjög mikilvægur fyrir Njarðvíkurliðið og hann fær nú tækifæri til að snúa við þróun síðustu tímabili og stíga fastar til jarðar sem leiðtogi og lykilmaður liðsins. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Njarðvíkur í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið NJarðvíkur í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Zvonko Buljan frá Al Dhafra (Sam.arabísku Furstadæmin) Baldur Örn Jóhannesson frá Þór Ak Rodney Glasgow frá Newcastle (England) Ryan Montgomery frá Lee University (USA) Adam Eiður Ásgeirsson frá John Brown University Farnir: Kristinn Pálsson til Grindavíkur Arnór Sveinsson til Keflavíkur Aurimas Majauskas til BC Zaporizhye (Úkraínu) Róbert Sean Birmingham til Baskonia Chaz Williams til Pelister Bitola (Norður Makedóníu) Tevin Falzon til Palestrina (Ítalíu) Eric Katenda Hversu langt síðan að Njarðvík ... ... varð Íslandsmeistari: 14 ár (2006) ... varð deildarmeistari: 13 ár (2007) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 15 ár (2005) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 13 ár (2007) ... féll úr deildinni: 49 ár (1971) ... kom upp í deildina: 48 ár (1972)Gengi Njarðvíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 9. sæti í deildinni 2015-16 7. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 6. sæti í deildinni 2011-12 8. sæti í deildinniTölur Njarðvíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 3. sæti (87,5) Skotnýting: 5. sæti (44,3%) 3ja stiga skotnýting: 3. sæti (34,7%) Þristar í leik: 7. sæti (9,6) Vítanýting: 9. sæti (71,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 1. sæti (78,3) Stolnir boltar í leik: 1. sæti (8,8) Varin skot í leik: 4. sæti (3,3) Skotnýting mótherja: 3. sæti (42,1%) Hlutfall frákasta: 2. sæti (53,3%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 1. sæti (22,8) Hraðaupphlaupsstig í leik: 1. sæti (14,4) Stig í teig í leik: 4. sæti (38,9) Daníel Guðni Guðmundsson fær annað tímabil hjá Grindavík og þarf að reyna að létta aðeins andrúmsloftið í liðinu sínu.Vísir/Daníel Þór Grindavík í 7. sæti: Vonast eftir heilu tímabil frá bakvarðardúettinum sínum Grindavík er eins og Njarðvík með lið sem mikið býr í. Það eru mjög hæfileikaríkir leikmenn í liðinu sem með réttu útlendingunum gætu myndað sterkt lið. En með sömu útlendingavandræðunum og síðustu ár og í bland við meiðsli lykilmanna þá gæti þetta líka orðið mun erfiðari vetur. Grindvíkingar þurfa líka að úthýsa neikvæðninni og pirringi sem hefur svolítið einkennt liðið undanfarin tímabil. Alltof margar tæknivillur og endalaus óánægja með dómgæslu og aganefndir heyrir vonandi sögunni til. Daníel Guðni Guðmundsson er á sínu öðru tímabili og fær annað tækifæri eftir basl í fyrra. Grindavík var þó til alls líklegt í úrslitakeppninni sem aldrei fór fram og fór alla leið í bikarúrslitaleikinn þar sem þeir þurftu síðan að spila kanalausir. Daníel hækkaði sig um fjögur sæti milli fyrsta og annars tímabils með Njarðvík og Grindvíkingar væru komnir með heimavallarrétt tæki liðið sama stökk núna. Til að svo verði þarf samt mikið að ganga upp. Bakvarðardúettinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Dagur Kár Jónsson fengu lítið að spila saman í fyrra eftir að Dagur Kár datt út vegna meiðsla. Nú þegar Ingvi Þór Guðmundsson er farinn reynir enn meira á þá tvo í að stýra leik Grindavíkurliðsins. Dagur Kár náði aðeins átta deildarleikjum í fyrra áður en hann meiddist og því var samvinna þeirra ekki fullþróuð. Það verður því skemmtilegt að sjá hvernig þeir ná saman í vetur. Dagur Kár sýndi það í leiknum við Stjörnuna í Meistarakeppninni að hann er í flottu formi sem boðar gott í Röstinni. Grindvíkingar sóttu Kristinn Pálsson í Njarðvík eins og Pál faðir hans fyrir nokkrum árum. Kristinn hefur verið að banka á landsliðsdyrnar en flestir vilja þá sjá meiri afgerandi frammistöðu frá honum. Hver veit nema nýtt umhverfi hjá Grindavík brjóti af honum einhverjar hömlur. Þorleifur Ólafsson er sagður farinn aftur af stað en hann var fyrirliði Grindavíkurliðsins þegar skórnir fóru upp á hilluna eftir 2016-17 tímabilið. Yngri bróðir hans, Ólafur Ólafsson, tók við fyrirliðabandinu. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað Þorleifur gerir eftir þriggja ára fjarveru. Ólafur Ólafsson sjálfur þarf hins vegar að gera meira en í fyrra. Það hefur líka heyrst að reynsluboltarnir Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Sævarsson séu farnir að sprikla með aftur sem ætti að hjálpa liðinu og þá ekki síst hvað varðar andlega þáttinn. Útlendingamálið hafa ekki gengið alltof vel í Grindavík síðustu ár en nú hafa þeir samið við þaulreyndan Eista í Joonas Järveläinen og kallaði til bandaríska Eric Wise sem hefur klæðst Grindavíkurtreyjunni áður. Wise lék með Grindavík við góðan orðstír haustið 2015 en fór frá liðinu um mitt tímabil til að leika í sterkri deild í Suður-Kóreu. Wise var með 22,6 stig og 11,6 fráköst í fimm leikjum og átti þá tvo þrjátíu stiga leiki. Grindavík hafði fyrr í sumar samið við Bandaríkjamanninn Brandon Conley en hann er að glíma við veikindi og kemur ekki til félagsins. Grindvíkingar eru þegar búnir að lenda í útlendingaskiptum eins og svo oft áður á síðustu árum en vonandi þeirra vegna þurfa þeir ekki að gera fleiri. Bakvarðardúett þeirra Sigtryggs Arnars Björnssonar og Dags Kár Jónssonar er einn sá allra besti í deildinni og þeirra samvinna mun ráða miklu um gengið. Á pappír eru tækifæri hjá Grindavík að komast mun ofar en þessi spá segir til um en lærdómur síðustu tímabili dregur úr þeim væntingum. Sigtryggur Arnar Björnsson er stjarna Grindavíkurliðsins en þarf að passa sig að reyna ekki of mikið sjálfur.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Sigtryggur Arnar Björnsson Sigtryggur Arnar Björnsson verður áfram í sviðsljósinu hjá Grindavíkurliðinu og ætti að vera koma inn á sín bestu ár í boltanum. Sigtryggur Arnar Björnsson á samt enn eftir að ná þeim hæðum sem hann náði með Tindastólsliðinu fyrir nokkrum árum en fær tækifæri til þess á sínu þriðja ári í Grindavík. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 17,8 stig og gaf 3,7 stoðsendingar í leik í deildinni í fyrra en sýndi betri leiki í bikarnum þar sem hann var með 19,8 stig og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í fjórum leikjum. Grindvíkingar fóru líka alla leið í bikarúrslitaleikinn. Sigtryggur Arnar þarf að sjá mikið af boltanum og Dagur Kár Jónsson gæti passað betur með honum en Ingvi Þór Guðmundsson sem vill líka vera mikið með boltann. Sigtryggur Arnar og Dagur Kár fengu ekki marga leiki saman í fyrra en ættu að geta myndað skemmtilegan bakvarðardúett í vetur. Sigtryggur Arnar er illviðráðanlegur á góðum degi og takist honum að fjölga þeim þá eru Grindvíkingar í mun betri málum. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Grindavíkur í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið Grindavíkur í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Kristinn Pálsson frá Njarðvík Joonas Jarvelainen frá Tal Tech (Eistland) Eric Wise frá MuKi (Finnlandi) Þorleifur Ólafsson byrjaður aftur Farnir: Seth LeDay til Siauliai (Litháen) Ingvi Þór Guðmundsson til Dresden Titans (Þýskaland) Valdas Vasylius til Silute (Litháen) Sverrir Týr Sigurðsson til Selfoss Bragi Guðmundsson til Selfoss Hversu langt síðan að Grindavík ... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2013) ... varð deildarmeistari: 7 ár (2013) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 6 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 33 ár (1987) Gengi Grindavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 8. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 6. sæti í deildinni 2016-17 4. sæti í deildinni 2015-16 8. sæti í deildinni 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Tölur Grindavíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 8. sæti (85,0) Skotnýting: 11. sæti (42,8%) 3ja stiga skotnýting: 4. sæti (33,8%) Þristar í leik: 2. sæti (10,6) Vítanýting: 7. sæti (73,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 9. sæti (87,6) Stolnir boltar í leik: 3. sæti (8,3) Varin skot í leik: 10. sæti (2,3) Skotnýting mótherja: 10. sæti (46,4%) Hlutfall frákasta: 8. sæti (48,4%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 10. sæti (13,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 9. sæti (10,2) Stig í teig í leik: 10. sæti (33,1) Dominos-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Haukar Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta en keppni í deildinni hefst á fimmtudaginn. Við byrjum á því að skoða fallbaráttuna í gær og í dag er komið að baráttunni um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Liðin í sjöunda til níunda sæti hafa öll hæfileikaríka leikmenn og um leið getu til að komast í úrslitakeppnina. Þau gætu jafnvel gert smá usla í úrslitakeppninni ef allt smellur saman hjá þeim í vetur. Þau eru aftur móti líka öll í hættu að missa af úrslitakeppninni næsta vor gangi hlutirnir ekki upp því deildin er mjög jöfn í ár. Grindavík, Njarðvík og Haukar eru öll lið sem hafa átt nokkur mjög góð tímabil á síðustu árum. Haukar urðu deildarmeistarar fyrir tveimur árum. Grindvíkingar komust í bikarúrslitin í fyrra og lokaúrslitin 2017 og Njarðvíkingar enduðu í öðru sæti í deildinni 2019. Þessi þrjú félög eru í hópi þeirra sex sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni og allt rótgróin lið í deildinni. Ekkert annað en sæti í úrslitakeppninni er óásættanlegt á þessum þremur bæjum en við teljum að eitt þeirra sitji eftir með sárt ennið og líklegast verða það Haukarnir. Israel Martin er á sínu öðru tímabili með Haukaliðið.Vísir/Bára Haukar í 9. sæti: Héldu Kára Jónssyni og þurfa líka frábært tímabil frá honum Haukar hafa jafnan komið á óvart undanfarin ár, annaðhvort með því að gera betur en menn bjuggust við eða valda mönnum vonbrigðum. Væntingarnar í ár geta þó varla verið miklar. Israel Martin er að byrja sitt annað tímabil með Haukaliðið og mun reyna að byggja ofan á síðasta tímabili þar sem liðið endaði í sjötta sæti. Það var mikil framför frá árinu á undan þar sem liðið endaði í tíunda sæti, ári eftir að liðið varð deildarmeistari. Haukarnir náðu samningum við Kára Jónsson rétt fyrir tímabilið og kannski eins gott. Án hans hefði verið líklegra að liðið væri í fallbaráttu en að berjast um sæti í úrslitakeppni. Kári Jónsson er helsta breytan í gengi Haukanna en án hans endaði liðið bara í tíunda sæti. Kári var að koma til baka eftir meiðsli á síðasta tímabili og komst ekki á almennilegt flug fyrir en svolítið var liðið á leiktíðina. Kári sýndi hins vegar þá hversu öflugur leikmaður hann er og hann endaði tímabilið með 17,0 stig og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Kári skoraði yfir tuttugu stig í fjórum af síðustu sex leikjunum og var til alls líklegur þegar tímabilinu var aflýst vegna COVID-19. Það verður líka fróðlegt að sjá hann við hlið frænda síns Hilmar Péturssonar (Ingvarssonar) sem er kominn aftur heim í Hauka. Hilmar er skeinuhættur leikmaður sem á enn eftir að simpla sig almennilega inn hjá sínu uppeldisfélagi. Það gæti gerst í vetur. Haukar hafa misst tvo öfluga leikmenn úr kjarna síðustu ára í þeim Hauki Óskarssyni og Hjálmari Stefánssyni. Haukur er fyrirliði liðsins og lykilmaður í meira en áratug og Hjálmar Stefánsson hefur verið að spila sig inn í landsliðið þegar hann er heill heilsu. Hjálmar hefur hins vegar verið oft óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Ragnar Nathanaelsson og Austin Magnús Bracey koma báðir úr Val og þá er Haukaliðið komið með kólumbíska bakvörðinn Hansel Atencia sem fór á kostum sem Þórsliðinu á síðustu leiktíð. Hansel Atencia er hraður og skemmtilegur bakvörður sem var með 18,2 stig og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino´s deildinni í fyrra. Atencia skoraði 28 stig í sigri á Grindavík og 31 stig í sigri Þórs á KR en lenti líka í því að skora 8 stig í tveimur leikjum í röð. Kandadíski framherjinn Shane Osayande er ætlað að hjálpa Haukunum undir körfunni en hann er líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður sem hefur spilaði í spænsku C-deildinni undanfarin tvö tímabil. Osayande var bara með 6,3 stig og 4,6 fráköst í leik í Leb Silver á síðustu leiktíð og þær tölur vekja upp spurningar hvor hann sé nógu öflugur til að skila kanahlutverkinu í Haukaliðinu. Eitt er það sem Haukarnir þurfa að laga og það eru tapaðir boltar en ekkert liðið tapaði fleirum boltum í fyrra. Liðið var líka með verstu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni. Haukarnir skoruðu aftur á móti fleiri stig inn í teig en öll önnur lið og voru í öðru sæti í stoðsendingum. Kári Jónsson er í hópi bestu íslensku leikmanna Domino´s deildarinnar.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Kári Jónsson Það var ekkert óeðlilegt að Bragi Magnússon, formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka, hafi sagt: „þessar fréttir hljóta að gleðja mörg Haukahjörtu,“ þegar Kári Jónsson gerði samning við Haukana í dögunum. Kári Jónsson er A-landsliðsmaður og leikmaður sem gerir aðra í Haukaliðinu betri með mikilli ógn og flottum sendingum. Haukarnir lentu í vandræðum án hans 2018-19 tímabilið og Kári þarf að eiga flott tímabili ætli Haukarnir að fá að vera með í úrslitakeppninni næsta vor. Kári lenti í lægð eftir erfið meiðsli sem tóku af honum atvinnumennsku hjá Barcelona á Spáni. Kári var búinn að yfirvinna meiðslin í lok síðasta tímabils og var á uppleið þegar tímabilið var flautað af. Kári er mikil skytta og leikmaður sem bæði skapar fyrir sjálfan sig og aðra. Flott tímabil hjá honum er lykilatriði ætli Haukarnir að gera eitthvað í vetur. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Hauka í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið Hauka í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Ragnar Ágúst Nathanaelsson frá Val Hilmar Pétursson frá Breiðablik Hansel Atencia frá Þór Ak Shane Osayande frá Spáni Austin Magnús Bracey frá Val Ellert Þór Hermundarson frá Snæfell Arnór Bjarki Ívarsson frá Selfoss Farnir: Flenard Whitfield til Guelph Nighthawks (Kanada) Gerald Robinson til Sindra Haukur Óskarsson í pásu Hjálmar Stefánsson til Aquimisa Carbajosa (Spáni) Gunnar Ingi Harðarson Kristinn Marínósson til Breiðabliks Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 32 ár (1988) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 24 ár (1996) ... komst í bikarúrslit: 24 ár (1996) ... komst í bikarúrslitaviku: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 4 ár (2016) ... féll úr deildinni: 8 ár (2012) ... kom upp í deildina: 7 ár (2013) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 10. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 10. sæti í deildinni 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 5. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (1. sæti) 2011-12 11. sæti í deildinniTölur Hauka frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 4. sæti (87,3) Skotnýting: 10. sæti (42,9%) 3ja stiga skotnýting: 12. sæti (28,3%) Þristar í leik: 11. sæti (9,1) Vítanýting: 10. sæti (71,5%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 7. sæti (85,7) Stolnir boltar í leik: 4. sæti (8,2) Varin skot í leik: 1. sæti (4,3) kotnýting mótherja: 5. sæti (42,9%) Hlutfall frákasta: 4. sæti (52,6%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 4. sæti (18,9) Hraðaupphlaupsstig í leik: 7. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 1. sæti (40,8) Logi Gunnarsson er áfram í eldlínunni og mun reyna að sýna ungu strákunum í Njarðvíkurliðinu hvernig á að gera hlutina.Vísir/Bára Njarðvík í 8. sæti: Þrettán titlalaus ár í Ljónagryfjunni Njarðvík er eitt af þessum liðum í Domino´s deildinni sem getur farið í allar áttir á komandi tímabili. Liðið stefnir örugglega á efstu sætin í deildinni en sumir eru að spá þeim mun neðar og jafnvel að þeir missi af úrslitakeppninni sem er þó ekki mjög líklegt. Það fer að styttast í það að heil kynslóð ungra Njarðvíkinga hafi ekki séð körfuboltaliðið sitt vinna titla í körfuboltanum. Titlaleysi Njarðvíkinga telur nú rúm þrettán ár og það er alltof löng við fyrir menn í Ljónagryfjunni. Það þarf samt margt að gerast til að sú bið endi í vetur. Njarðvíkingar spiluðu góða vörn á síðustu leiktíð og fengu á sig fæst stig af öllum liðum deildarinnar. Það ætti því að vera hægt að byggja á þeim grunni í vetur. Liðið þarf hins vegar meira og stöðugra framlag frá mönnum í sóknarleiknum. Síðasti titill Njarðvíkurliðsins kom í hús þegar liðið varð deildarmeistari vorið 2007 en liðið varð síðast Íslandsmeistari fyrir fjórtán árum. Einar Árni Jóhannsson þjálfaði líka meistaraliðið þá en hefur farið og komið aftur tvisvar sinnum síðan þá. Krafan um að fara bæta eitthvað af titlum í safnið hlýtir að vera orðin háværar í Njarðvík eftir alltof langan titlalausan tíma. Raddirnar í klefanum í vetur eru nú tveir menn sem þekkja það vel að vinna titla með Njarðvík. Einar Árni Jóhannsson er núna með sinn gamla læriföður sinn, Friðrik Inga Rúnarsson, sér við hlið. Friðrik Ingi gerði Njarðvík sem dæmi að Íslandsmeisturum árið 1998 þegar mjög ungur Einar Árni var aðstoðarmaður hans. Útlendingamálin gengu ekki nógu vel upp í fyrra og það gæti orðið áframhald á því. Njarðvíkingar eru þegar búnir að skipta einum erlendum leikmanni út og tímabilið er ekki byrjað. Þeir eru aftur á móti enn með hinn öfluga Mario Matasovic innan sinna raða og þar er maður sem þekkir vel til alls í Njarðvík. Það er kostur og þá verður einnig athyglisvert að sjá nýjan króatíska miðherja liðsins, Zvonko Buljan er 33 ára og 206 sentímetra reynslumikill miðherji sem hefur flakkað mikið um heiminn á sínum ferli en hann hefur spilað í Þýskalandi, Ungverjalandi, Kýpur, Slóveníu, Grikklandi, Argentínu, Sviss, Belgíu og Rúmeníu. Logi Gunnarsson er enn að spila með Njarðvíkurliðinu og dreymir eflaust ferilinn á því að vinna titil með Njarðvíkurliðsins. Hann er hins vegar ekki maður í risahlutverk lengur og leggur aðallega til liðsins með reynslu sinni og góðu áru sem og koma með fáar en góðar mínútur af bekknum. Njarðvíkingar horfðu á eftir Kristni Pálssyni til Grindavíkur og það munar öll lið um það að missa landsliðsmann. Þeir héldu hinsvegar Maciek Baginski sem var á förum áður en kórónuveirufaraldurinn tók yfir heiminn. Strákar eins Jón Arnór Sverrisson og Adam Eidur Ásgeirsson eru orðnir 22 ára gamlir og þurfa núna að fara sýna eitthvað meira ætli þeir að verða alvöru menn í boltanum. Hæfileikarnir eru til staðar og þjálfarinn þekkir þá líka vel. Veigar Páll Alexandersson og Baldur Örn Jóhannesson sem kom frá Þór, eru síðan yngri strákar sem þyrstir líka í tækifæri. Njarðvíkingar eru með eitt af þessum liðum sem mikið býr í og ef allt smellur þá gæti þetta orðið skemmtilegur vetur í Ljónagryfjunni. Útlendingarnir hafa þar mikið um að segja en lið sem steinliggur fyrir Þór úr Þorlákshöfn rétt fyrir mót ber þess alltaf merki í spá eins og okkar. Úrslitakeppnin er raunhæft markmið en mikið þarf að ganga upp ætli liðið að blanda sér í toppbarárruna. Maciek Stanislav Baginski þarf að vera í leiðtogahlutverki í vetur ætli Njarðvíkingar að gera eitthvað.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Maciek Stanislav Baginski Mikilvægasti íslenski leikmaður Njarðvíkurliðsins er leikmaður sem hefur verið lengi í stóru hlutverki í liðinu. Maciek Baginski er nú 25 ára gamall og þarf að gera meira en í fyrra. Maciek Baginski lækkaði meðalskor og meðalframlag sitt í Domino´s deildinni þriðja tímabilið í röð og náði ekki alveg að stíga nú af nægri festu til jarðar sem aðalburðarrás í Njarðvíkurliðinu. Pressan á honum hefur ekkert minnkað á milli tímabila og hann þarf að skila meiru en 10,5 stigum í leik eins og í fyrra. Stöðugleikinn eða skortur á honum var það sem plagaði Maciek Baginski mest á síðustu leiktíð. Hann var þar með fjóra leiki þar sem hann skoraði fjögur stig eða minna sem gengur ekki hjá lykilmanni í liði sem ætlar sér að gera eitthvað. Maciek Baginski er mjög mikilvægur fyrir Njarðvíkurliðið og hann fær nú tækifæri til að snúa við þróun síðustu tímabili og stíga fastar til jarðar sem leiðtogi og lykilmaður liðsins. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Njarðvíkur í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið NJarðvíkur í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Zvonko Buljan frá Al Dhafra (Sam.arabísku Furstadæmin) Baldur Örn Jóhannesson frá Þór Ak Rodney Glasgow frá Newcastle (England) Ryan Montgomery frá Lee University (USA) Adam Eiður Ásgeirsson frá John Brown University Farnir: Kristinn Pálsson til Grindavíkur Arnór Sveinsson til Keflavíkur Aurimas Majauskas til BC Zaporizhye (Úkraínu) Róbert Sean Birmingham til Baskonia Chaz Williams til Pelister Bitola (Norður Makedóníu) Tevin Falzon til Palestrina (Ítalíu) Eric Katenda Hversu langt síðan að Njarðvík ... ... varð Íslandsmeistari: 14 ár (2006) ... varð deildarmeistari: 13 ár (2007) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 15 ár (2005) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 13 ár (2007) ... féll úr deildinni: 49 ár (1971) ... kom upp í deildina: 48 ár (1972)Gengi Njarðvíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 9. sæti í deildinni 2015-16 7. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 6. sæti í deildinni 2011-12 8. sæti í deildinniTölur Njarðvíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 3. sæti (87,5) Skotnýting: 5. sæti (44,3%) 3ja stiga skotnýting: 3. sæti (34,7%) Þristar í leik: 7. sæti (9,6) Vítanýting: 9. sæti (71,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 1. sæti (78,3) Stolnir boltar í leik: 1. sæti (8,8) Varin skot í leik: 4. sæti (3,3) Skotnýting mótherja: 3. sæti (42,1%) Hlutfall frákasta: 2. sæti (53,3%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 1. sæti (22,8) Hraðaupphlaupsstig í leik: 1. sæti (14,4) Stig í teig í leik: 4. sæti (38,9) Daníel Guðni Guðmundsson fær annað tímabil hjá Grindavík og þarf að reyna að létta aðeins andrúmsloftið í liðinu sínu.Vísir/Daníel Þór Grindavík í 7. sæti: Vonast eftir heilu tímabil frá bakvarðardúettinum sínum Grindavík er eins og Njarðvík með lið sem mikið býr í. Það eru mjög hæfileikaríkir leikmenn í liðinu sem með réttu útlendingunum gætu myndað sterkt lið. En með sömu útlendingavandræðunum og síðustu ár og í bland við meiðsli lykilmanna þá gæti þetta líka orðið mun erfiðari vetur. Grindvíkingar þurfa líka að úthýsa neikvæðninni og pirringi sem hefur svolítið einkennt liðið undanfarin tímabil. Alltof margar tæknivillur og endalaus óánægja með dómgæslu og aganefndir heyrir vonandi sögunni til. Daníel Guðni Guðmundsson er á sínu öðru tímabili og fær annað tækifæri eftir basl í fyrra. Grindavík var þó til alls líklegt í úrslitakeppninni sem aldrei fór fram og fór alla leið í bikarúrslitaleikinn þar sem þeir þurftu síðan að spila kanalausir. Daníel hækkaði sig um fjögur sæti milli fyrsta og annars tímabils með Njarðvík og Grindvíkingar væru komnir með heimavallarrétt tæki liðið sama stökk núna. Til að svo verði þarf samt mikið að ganga upp. Bakvarðardúettinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Dagur Kár Jónsson fengu lítið að spila saman í fyrra eftir að Dagur Kár datt út vegna meiðsla. Nú þegar Ingvi Þór Guðmundsson er farinn reynir enn meira á þá tvo í að stýra leik Grindavíkurliðsins. Dagur Kár náði aðeins átta deildarleikjum í fyrra áður en hann meiddist og því var samvinna þeirra ekki fullþróuð. Það verður því skemmtilegt að sjá hvernig þeir ná saman í vetur. Dagur Kár sýndi það í leiknum við Stjörnuna í Meistarakeppninni að hann er í flottu formi sem boðar gott í Röstinni. Grindvíkingar sóttu Kristinn Pálsson í Njarðvík eins og Pál faðir hans fyrir nokkrum árum. Kristinn hefur verið að banka á landsliðsdyrnar en flestir vilja þá sjá meiri afgerandi frammistöðu frá honum. Hver veit nema nýtt umhverfi hjá Grindavík brjóti af honum einhverjar hömlur. Þorleifur Ólafsson er sagður farinn aftur af stað en hann var fyrirliði Grindavíkurliðsins þegar skórnir fóru upp á hilluna eftir 2016-17 tímabilið. Yngri bróðir hans, Ólafur Ólafsson, tók við fyrirliðabandinu. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað Þorleifur gerir eftir þriggja ára fjarveru. Ólafur Ólafsson sjálfur þarf hins vegar að gera meira en í fyrra. Það hefur líka heyrst að reynsluboltarnir Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Sævarsson séu farnir að sprikla með aftur sem ætti að hjálpa liðinu og þá ekki síst hvað varðar andlega þáttinn. Útlendingamálið hafa ekki gengið alltof vel í Grindavík síðustu ár en nú hafa þeir samið við þaulreyndan Eista í Joonas Järveläinen og kallaði til bandaríska Eric Wise sem hefur klæðst Grindavíkurtreyjunni áður. Wise lék með Grindavík við góðan orðstír haustið 2015 en fór frá liðinu um mitt tímabil til að leika í sterkri deild í Suður-Kóreu. Wise var með 22,6 stig og 11,6 fráköst í fimm leikjum og átti þá tvo þrjátíu stiga leiki. Grindavík hafði fyrr í sumar samið við Bandaríkjamanninn Brandon Conley en hann er að glíma við veikindi og kemur ekki til félagsins. Grindvíkingar eru þegar búnir að lenda í útlendingaskiptum eins og svo oft áður á síðustu árum en vonandi þeirra vegna þurfa þeir ekki að gera fleiri. Bakvarðardúett þeirra Sigtryggs Arnars Björnssonar og Dags Kár Jónssonar er einn sá allra besti í deildinni og þeirra samvinna mun ráða miklu um gengið. Á pappír eru tækifæri hjá Grindavík að komast mun ofar en þessi spá segir til um en lærdómur síðustu tímabili dregur úr þeim væntingum. Sigtryggur Arnar Björnsson er stjarna Grindavíkurliðsins en þarf að passa sig að reyna ekki of mikið sjálfur.Vísir/Bára Verður að eiga gott tímabil: Sigtryggur Arnar Björnsson Sigtryggur Arnar Björnsson verður áfram í sviðsljósinu hjá Grindavíkurliðinu og ætti að vera koma inn á sín bestu ár í boltanum. Sigtryggur Arnar Björnsson á samt enn eftir að ná þeim hæðum sem hann náði með Tindastólsliðinu fyrir nokkrum árum en fær tækifæri til þess á sínu þriðja ári í Grindavík. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 17,8 stig og gaf 3,7 stoðsendingar í leik í deildinni í fyrra en sýndi betri leiki í bikarnum þar sem hann var með 19,8 stig og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í fjórum leikjum. Grindvíkingar fóru líka alla leið í bikarúrslitaleikinn. Sigtryggur Arnar þarf að sjá mikið af boltanum og Dagur Kár Jónsson gæti passað betur með honum en Ingvi Þór Guðmundsson sem vill líka vera mikið með boltann. Sigtryggur Arnar og Dagur Kár fengu ekki marga leiki saman í fyrra en ættu að geta myndað skemmtilegan bakvarðardúett í vetur. Sigtryggur Arnar er illviðráðanlegur á góðum degi og takist honum að fjölga þeim þá eru Grindvíkingar í mun betri málum. Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, um lið Grindavíkur í vetur: Klippa: Sérfræðingurinn um lið Grindavíkur í Domino´s deildinni 2020-21 Komnir: Kristinn Pálsson frá Njarðvík Joonas Jarvelainen frá Tal Tech (Eistland) Eric Wise frá MuKi (Finnlandi) Þorleifur Ólafsson byrjaður aftur Farnir: Seth LeDay til Siauliai (Litháen) Ingvi Þór Guðmundsson til Dresden Titans (Þýskaland) Valdas Vasylius til Silute (Litháen) Sverrir Týr Sigurðsson til Selfoss Bragi Guðmundsson til Selfoss Hversu langt síðan að Grindavík ... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2013) ... varð deildarmeistari: 7 ár (2013) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 6 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 33 ár (1987) Gengi Grindavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 8. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 6. sæti í deildinni 2016-17 4. sæti í deildinni 2015-16 8. sæti í deildinni 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Tölur Grindavíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 8. sæti (85,0) Skotnýting: 11. sæti (42,8%) 3ja stiga skotnýting: 4. sæti (33,8%) Þristar í leik: 2. sæti (10,6) Vítanýting: 7. sæti (73,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 9. sæti (87,6) Stolnir boltar í leik: 3. sæti (8,3) Varin skot í leik: 10. sæti (2,3) Skotnýting mótherja: 10. sæti (46,4%) Hlutfall frákasta: 8. sæti (48,4%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 10. sæti (13,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 9. sæti (10,2) Stig í teig í leik: 10. sæti (33,1)
Komnir: Ragnar Ágúst Nathanaelsson frá Val Hilmar Pétursson frá Breiðablik Hansel Atencia frá Þór Ak Shane Osayande frá Spáni Austin Magnús Bracey frá Val Ellert Þór Hermundarson frá Snæfell Arnór Bjarki Ívarsson frá Selfoss Farnir: Flenard Whitfield til Guelph Nighthawks (Kanada) Gerald Robinson til Sindra Haukur Óskarsson í pásu Hjálmar Stefánsson til Aquimisa Carbajosa (Spáni) Gunnar Ingi Harðarson Kristinn Marínósson til Breiðabliks
Hversu langt síðan að Haukaliðið ... ... varð Íslandsmeistari: 32 ár (1988) ... varð deildarmeistari: 2 ár (2018) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 2 ár (2018) ... varð bikarmeistari: 24 ár (1996) ... komst í bikarúrslit: 24 ár (1996) ... komst í bikarúrslitaviku: 2 ár (2018) ... komst í úrslitakeppni: 2 ár (2018) ... komst í lokaúrslit: 4 ár (2016) ... féll úr deildinni: 8 ár (2012) ... kom upp í deildina: 7 ár (2013) Gengi Hauka í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 6. sæti í deildinni 2018-19 10. sæti í deildinni 2017-18 Deildarmeistari 2016-17 10. sæti í deildinni 2015-16 4. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 5. sæti í deildinni 2012-13 B-deild (1. sæti) 2011-12 11. sæti í deildinniTölur Hauka frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 4. sæti (87,3) Skotnýting: 10. sæti (42,9%) 3ja stiga skotnýting: 12. sæti (28,3%) Þristar í leik: 11. sæti (9,1) Vítanýting: 10. sæti (71,5%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 7. sæti (85,7) Stolnir boltar í leik: 4. sæti (8,2) Varin skot í leik: 1. sæti (4,3) kotnýting mótherja: 5. sæti (42,9%) Hlutfall frákasta: 4. sæti (52,6%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 4. sæti (18,9) Hraðaupphlaupsstig í leik: 7. sæti (11,5) Stig í teig í leik: 1. sæti (40,8)
Komnir: Zvonko Buljan frá Al Dhafra (Sam.arabísku Furstadæmin) Baldur Örn Jóhannesson frá Þór Ak Rodney Glasgow frá Newcastle (England) Ryan Montgomery frá Lee University (USA) Adam Eiður Ásgeirsson frá John Brown University Farnir: Kristinn Pálsson til Grindavíkur Arnór Sveinsson til Keflavíkur Aurimas Majauskas til BC Zaporizhye (Úkraínu) Róbert Sean Birmingham til Baskonia Chaz Williams til Pelister Bitola (Norður Makedóníu) Tevin Falzon til Palestrina (Ítalíu) Eric Katenda
Hversu langt síðan að Njarðvík ... ... varð Íslandsmeistari: 14 ár (2006) ... varð deildarmeistari: 13 ár (2007) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 1 ár (2019) ... varð bikarmeistari: 15 ár (2005) ... komst í bikarúrslit: 1 ár (2019) ... komst í bikarúrslitaviku: 1 ár (2019) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 13 ár (2007) ... féll úr deildinni: 49 ár (1971) ... kom upp í deildina: 48 ár (1972)Gengi Njarðvíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 5. sæti í deildinni 2018-19 2. sæti í deildinni 2017-18 5. sæti í deildinni 2016-17 9. sæti í deildinni 2015-16 7. sæti í deildinni 2014-15 4. sæti í deildinni 2013-14 4. sæti í deildinni 2012-13 6. sæti í deildinni 2011-12 8. sæti í deildinniTölur Njarðvíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 3. sæti (87,5) Skotnýting: 5. sæti (44,3%) 3ja stiga skotnýting: 3. sæti (34,7%) Þristar í leik: 7. sæti (9,6) Vítanýting: 9. sæti (71,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 1. sæti (78,3) Stolnir boltar í leik: 1. sæti (8,8) Varin skot í leik: 4. sæti (3,3) Skotnýting mótherja: 3. sæti (42,1%) Hlutfall frákasta: 2. sæti (53,3%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 1. sæti (22,8) Hraðaupphlaupsstig í leik: 1. sæti (14,4) Stig í teig í leik: 4. sæti (38,9)
Komnir: Kristinn Pálsson frá Njarðvík Joonas Jarvelainen frá Tal Tech (Eistland) Eric Wise frá MuKi (Finnlandi) Þorleifur Ólafsson byrjaður aftur Farnir: Seth LeDay til Siauliai (Litháen) Ingvi Þór Guðmundsson til Dresden Titans (Þýskaland) Valdas Vasylius til Silute (Litháen) Sverrir Týr Sigurðsson til Selfoss Bragi Guðmundsson til Selfoss
Hversu langt síðan að Grindavík ... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2013) ... varð deildarmeistari: 7 ár (2013) ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 6 ár (2014) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2014) ... komst í bikarúrslit: 0 ár (2020) ... komst í bikarúrslitaviku: 0 ár (2020) ... komst í úrslitakeppni: 1 ár (2019) ... komst í lokaúrslit: 3 ár (2017) ... féll úr deildinni: Aldrei ... kom upp í deildina: 33 ár (1987) Gengi Grindavíkur í deildarkeppninni undanfarin níu tímabil 2019-20 8. sæti í deildinni 2018-19 8. sæti í deildinni 2017-18 6. sæti í deildinni 2016-17 4. sæti í deildinni 2015-16 8. sæti í deildinni 2014-15 8. sæti í deildinni 2013-14 3. sæti í deildinni 2012-13 Deildarmeistari 2011-12 Deildarmeistari Tölur Grindavíkur frá tímabilinu 2019-20: - Sóknarleikur - Stig skoruð í leik: 8. sæti (85,0) Skotnýting: 11. sæti (42,8%) 3ja stiga skotnýting: 4. sæti (33,8%) Þristar í leik: 2. sæti (10,6) Vítanýting: 7. sæti (73,8%) - Varnarleikur - Stig fengin á sig í leik: 9. sæti (87,6) Stolnir boltar í leik: 3. sæti (8,3) Varin skot í leik: 10. sæti (2,3) Skotnýting mótherja: 10. sæti (46,4%) Hlutfall frákasta: 8. sæti (48,4%) - Grimmd, breidd og barátta - Stig af bekk í leik: 10. sæti (13,6) Hraðaupphlaupsstig í leik: 9. sæti (10,2) Stig í teig í leik: 10. sæti (33,1)
Dominos-deild karla UMF Grindavík UMF Njarðvík Haukar Tengdar fréttir Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Þrjú lið sem berjast fyrir lífi sínu í vetur (10.-12. sæti) Fallbaráttan í Domino´s deild karla verður hörð eins og oft áður. Vísir er að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag er komið að þremur neðstu sætunum. 28. september 2020 12:00
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti