„Greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 08:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn er verið að ná utan um faraldurinn hér innanlands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að mögulega sé yngra fólk að veikjast alvarlega núna af Covid-19 miðað við það sem var. Þó sé enn of snemmt að fullyrða eitthvað um það en honum sé sagt af læknum að þeir séu kannski að sjá aðeins öðruvísi mynd nú en áður. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hver staðan væri á faraldrinum í dag sagði hann hana svipaða og í gær. Hann væri ekki búinn að fá nýjar upplýsingar frá Landspítalanum varðandi fjölda inniliggjandi sjúklinga og þá væru nýjustu tölur um fjölda smita heldur ekki komnar. „Í gær voru þrettán einstaklingar inniliggjandi og þar af tveir á öndunarvél. Það hafa verið svona tveir sem hafa verið að leggjast inn á sólarhring undanfarna daga. Maður veit svo sem ekki hvernig það verður en ég veit að það eru fleiri veikir utan spítalans sem er verið að fylgjast náið með. Þannig að þetta er að mjatlast inn og það er greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi,“ sagði Þórólfur. Varðandi hvort þetta væru yngri einstaklingar heldur en í fyrstu bylgju faraldursins í vetur sagði Þórólfur að það væri ekki búið að gera það nákvæmlega upp. „En mér er sagt af læknum að þeir séu kannski aðeins að sjá öðruvísi mynd. Þetta sé kannski aðeins yngra fólk sem er að veikjast alvarlega núna miðað við það sem var en það eru ekki það margir að það er erfitt að fullyrða eitthvað um það í sjálfu sér. En ég held að þetta sé bara svipað og þetta var. Þeir sem halda öðru fram geta ekki staðið á því. Ég get ómögulega séð það, þegar menn eru að tala um að faraldurinn sé ekkert alvarlegur núna, að þetta sé ekki neitt, neitt og á sama tíma er að koma hálfgert neyðarkall frá Landspítalanum vegna yfirvofandi innlagna og svo framvegis, þá stenst það nú ekki held ég. Við erum bara í þessum sama pakka.“ Hafa fundið 120 mismunandi stofna af veirunni á landamærunum Þann 6. október falla úr gildi þær takmarkanir sem gilda á landamærum landsins, um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Stjórnvöld þurfa að ákveða fyrir þann tíma hvort fyrirkomulagið haldist óbreytt eða ekki. Þórólfur sagði í Bítinu að hann teldi sjálfur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn væri verið að reyna að ná utan um faraldurinn innanlands. Núverandi fyrirkomulag sé það öruggasta að hans mati. Þá benti hann á að aðgerðirnar á landamærunum hefðu skilað árangri. Þeir sem héldu öðru fram þyrftu að líta á staðreyndir málsins. „Við erum búin að finna um rúmlega 120 mismunandi stofna á landamærunum sem við höfum komið í veg fyrir að komist inn í landið. Á sama tíma erum við búin að eiga við tvo stofna hérna innanlands sem eru að valda þessari bylgju sem við erum að eiga við núna. Annar stofninn kom snemma í sumar og hinn stofninn vitum við hvernig kom inn. Ef við hefðum sleppt þó ekki væri nema hluta af þessum 120 inn þá værum við með miklu meira vandamál hér innanlands að mínu mati,“ sagði Þórólfur. Aðgerðirnar hér innanlands væru síðan ekki strangar og vísaði hann meðal annars til þess að Svíar værum með 50 manna samkomubann en takmarkanirnar hér væru 200 manns. „Ég bið menn að hugsa málið. Við erum alls ekki með strangar takmarkanir en það gæti farið svo ef þetta fer úr böndum hjá okkur, þessi innanlandsfaraldur núna, ef þetta við ráðum ekki við þetta með þeim aðgerðum sem við erum að gera núna eða veikindin verða miklu meiri og alvarlegri en var fyrirséð og spítalakerfið er að lenda í vandræðum, þá gætum við þurft að herða meira. Allavega myndi ég koma með tillögur um slíkt ef það færi að bera á því,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að mögulega sé yngra fólk að veikjast alvarlega núna af Covid-19 miðað við það sem var. Þó sé enn of snemmt að fullyrða eitthvað um það en honum sé sagt af læknum að þeir séu kannski að sjá aðeins öðruvísi mynd nú en áður. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hver staðan væri á faraldrinum í dag sagði hann hana svipaða og í gær. Hann væri ekki búinn að fá nýjar upplýsingar frá Landspítalanum varðandi fjölda inniliggjandi sjúklinga og þá væru nýjustu tölur um fjölda smita heldur ekki komnar. „Í gær voru þrettán einstaklingar inniliggjandi og þar af tveir á öndunarvél. Það hafa verið svona tveir sem hafa verið að leggjast inn á sólarhring undanfarna daga. Maður veit svo sem ekki hvernig það verður en ég veit að það eru fleiri veikir utan spítalans sem er verið að fylgjast náið með. Þannig að þetta er að mjatlast inn og það er greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi,“ sagði Þórólfur. Varðandi hvort þetta væru yngri einstaklingar heldur en í fyrstu bylgju faraldursins í vetur sagði Þórólfur að það væri ekki búið að gera það nákvæmlega upp. „En mér er sagt af læknum að þeir séu kannski aðeins að sjá öðruvísi mynd. Þetta sé kannski aðeins yngra fólk sem er að veikjast alvarlega núna miðað við það sem var en það eru ekki það margir að það er erfitt að fullyrða eitthvað um það í sjálfu sér. En ég held að þetta sé bara svipað og þetta var. Þeir sem halda öðru fram geta ekki staðið á því. Ég get ómögulega séð það, þegar menn eru að tala um að faraldurinn sé ekkert alvarlegur núna, að þetta sé ekki neitt, neitt og á sama tíma er að koma hálfgert neyðarkall frá Landspítalanum vegna yfirvofandi innlagna og svo framvegis, þá stenst það nú ekki held ég. Við erum bara í þessum sama pakka.“ Hafa fundið 120 mismunandi stofna af veirunni á landamærunum Þann 6. október falla úr gildi þær takmarkanir sem gilda á landamærum landsins, um tvöfalda skimun og fimm daga sóttkví eða fjórtán daga sóttkví. Stjórnvöld þurfa að ákveða fyrir þann tíma hvort fyrirkomulagið haldist óbreytt eða ekki. Þórólfur sagði í Bítinu að hann teldi sjálfur óvarlegt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum á meðan enn væri verið að reyna að ná utan um faraldurinn innanlands. Núverandi fyrirkomulag sé það öruggasta að hans mati. Þá benti hann á að aðgerðirnar á landamærunum hefðu skilað árangri. Þeir sem héldu öðru fram þyrftu að líta á staðreyndir málsins. „Við erum búin að finna um rúmlega 120 mismunandi stofna á landamærunum sem við höfum komið í veg fyrir að komist inn í landið. Á sama tíma erum við búin að eiga við tvo stofna hérna innanlands sem eru að valda þessari bylgju sem við erum að eiga við núna. Annar stofninn kom snemma í sumar og hinn stofninn vitum við hvernig kom inn. Ef við hefðum sleppt þó ekki væri nema hluta af þessum 120 inn þá værum við með miklu meira vandamál hér innanlands að mínu mati,“ sagði Þórólfur. Aðgerðirnar hér innanlands væru síðan ekki strangar og vísaði hann meðal annars til þess að Svíar værum með 50 manna samkomubann en takmarkanirnar hér væru 200 manns. „Ég bið menn að hugsa málið. Við erum alls ekki með strangar takmarkanir en það gæti farið svo ef þetta fer úr böndum hjá okkur, þessi innanlandsfaraldur núna, ef þetta við ráðum ekki við þetta með þeim aðgerðum sem við erum að gera núna eða veikindin verða miklu meiri og alvarlegri en var fyrirséð og spítalakerfið er að lenda í vandræðum, þá gætum við þurft að herða meira. Allavega myndi ég koma með tillögur um slíkt ef það færi að bera á því,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira