Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 2. október 2020 23:45 Kristófer Acox í baráttunni í kvöld. Vilhelm Valur tók í kvöld á móti deildarmeisturum Stjörnunnar í fyrsta deildarleik liðanna á tímabilinu 2020-2021. Leikurinn var æsispennandi frá byrjun til enda og á lokametrunum náðu gestirnir frá Garðabæ að næla sér í sigur, 76-81. Fyrir leikinn var ljóst að lið Vals hefði tekið talsverðum breytingum frá því í fyrra, en liðið hafði nýjan þjálfara og mikið af nýjum leikmönnum. Flestir þessarra leikmanna komu allir frá sama félagi, KR, og nægilega margir að á einum tímapunkti í leiknum voru aðeins KR-ingar inni á vellinum fyrir Val. Jón Arnór Stefánsson, margfaldur Íslandsmeistari með KR, er Valsari í ár.Vísir/Vilhelm Heimaliðið var betra til að byrja með, en bæði lið voru mikið að tapa boltanum snemma í leiknum. Sinisa Bilic og Kristófer Acox létu til sín taka fyrir Valsmenn í fyrri hálfleik og voru illviðráðanlegir. Valur leiddi í hálfleik 50-44. Það virtist sem að byrjunarlið Vals næði einhverju forskoti en svo komu Stjörnumenn ávallt með áhlaup þegar heimamenn neyddust til að nýta bekkinn sinn. Þjálfari Vals, Finnur Freyr, talaði einmitt um eftir leikinn að leikformið væri ekki alveg komið enda voru Garðbæingar hressari á lokakaflanum og gátu á endanum unnið leikinn þó lítið hafi mátt út af bregða. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hafði úr meiru að moða í kvöld og voru betur spilandi sem lið í kvöld. Valsarar hafa flestir spilað áður saman (þá í öðru reykvísku liði) en þá vantaði mögulega eitthvað upp á til að stíga skrefið til fulls og vinna leikinn. Leikmenn Stjörnunnar höfðu skýrari leikstíl í kvöld og þegar mikið lá við gerðu þeir færri mistök. Það skilaði sigrinum í kvöld. Bestu leikmenn vallarins Ægir Þór Steinarsson var afburða í kvöld eins og svo oft áður með glæsilega tölfræðilínu. Hann skoraði 28 stig, tók fimm fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal fimm boltum og varði eitt skot. Geggjuð frammistaða. Mirza Sarajlija var aftur mjög góður fyrir þá blá- og hvítklæddu en hann skoraði 17 stig, gaf átta stoðsendingar og stal fjórum boltum. Það var hart barist að Hlíðarenda.Vísir/Vilhelm Hjá Valsmönnum stóðu Kristófer Acox og Sinisa Bliic upp úr með sitthvoran þriðjunginn af öllum stigum liðsins. Kristófer skoraði 29 stig, tók 13 fráköst, stal þremur boltum og varði eitt skot á meðan að Bilic skoraði 27 stig fyrir nýja liðið sitt. Tölfræði sem vakti athygli Eins og áður kom fram var smá munur á framlagi bekkjarins. Bekkurinn hjá Stjörnunni skoraði 31 stig gegn aðeins 12 stigum hjá varamannabekk Vals. Varamenn Valsara gáfu engar stoðsendingar í kvöld og stálu engum boltum í kvöld á meðan að menn eins og Mirza hjá Stjörnunni, sem kom af bekknum í leiknum, voru æðislegir. Hvað gekk illa? Val gekk illa að passa upp á boltann í sóknum sínum á köflum og voru ekki nægilega duglegir að stíga út andstæðingana. Þetta sést á því hve oft Stjarnan skoraði körfur úr sóknarfráköstum sínum, ólíkt gestgjöfunum sem skoruðu lítið úr sóknarfráköstunum sínum. Vísir/Vilhelm Hvað næst? Valur mætir næst ÍR að viku liðinni í Hertz-hellinum í Breiðholtinu. Bæði lið áttu góða fyrsta leiki sem komu sumum spámönnum á óvart en ÍR nýtti góðann fyrsta leik til sigurs annað en Valur. Lærisveinar Finns Freys munu reyna að bæta upp fyrir það með sigri á útivellli. Stjörnumenn keppa í næstu umferð við Hött í Mathús Garðabæjar-höllinni. Hattarmenn sýndu ágæta takta í sínum fyrsta leik á þessu tímabili og Stjarnan má ekki sofa á verðinum gagnvart liðinu sem af sumum hefur verið spáð botnsætið. Arnar á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Arnar Guðjóns: Feginn að hafa unnið Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði. Finnur Freyr í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Finnur Freyr: Enn þá að þróa okkar stíl Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins. Dominos-deild karla Valur Stjarnan
Valur tók í kvöld á móti deildarmeisturum Stjörnunnar í fyrsta deildarleik liðanna á tímabilinu 2020-2021. Leikurinn var æsispennandi frá byrjun til enda og á lokametrunum náðu gestirnir frá Garðabæ að næla sér í sigur, 76-81. Fyrir leikinn var ljóst að lið Vals hefði tekið talsverðum breytingum frá því í fyrra, en liðið hafði nýjan þjálfara og mikið af nýjum leikmönnum. Flestir þessarra leikmanna komu allir frá sama félagi, KR, og nægilega margir að á einum tímapunkti í leiknum voru aðeins KR-ingar inni á vellinum fyrir Val. Jón Arnór Stefánsson, margfaldur Íslandsmeistari með KR, er Valsari í ár.Vísir/Vilhelm Heimaliðið var betra til að byrja með, en bæði lið voru mikið að tapa boltanum snemma í leiknum. Sinisa Bilic og Kristófer Acox létu til sín taka fyrir Valsmenn í fyrri hálfleik og voru illviðráðanlegir. Valur leiddi í hálfleik 50-44. Það virtist sem að byrjunarlið Vals næði einhverju forskoti en svo komu Stjörnumenn ávallt með áhlaup þegar heimamenn neyddust til að nýta bekkinn sinn. Þjálfari Vals, Finnur Freyr, talaði einmitt um eftir leikinn að leikformið væri ekki alveg komið enda voru Garðbæingar hressari á lokakaflanum og gátu á endanum unnið leikinn þó lítið hafi mátt út af bregða. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan hafði úr meiru að moða í kvöld og voru betur spilandi sem lið í kvöld. Valsarar hafa flestir spilað áður saman (þá í öðru reykvísku liði) en þá vantaði mögulega eitthvað upp á til að stíga skrefið til fulls og vinna leikinn. Leikmenn Stjörnunnar höfðu skýrari leikstíl í kvöld og þegar mikið lá við gerðu þeir færri mistök. Það skilaði sigrinum í kvöld. Bestu leikmenn vallarins Ægir Þór Steinarsson var afburða í kvöld eins og svo oft áður með glæsilega tölfræðilínu. Hann skoraði 28 stig, tók fimm fráköst, gaf sex stoðsendingar, stal fimm boltum og varði eitt skot. Geggjuð frammistaða. Mirza Sarajlija var aftur mjög góður fyrir þá blá- og hvítklæddu en hann skoraði 17 stig, gaf átta stoðsendingar og stal fjórum boltum. Það var hart barist að Hlíðarenda.Vísir/Vilhelm Hjá Valsmönnum stóðu Kristófer Acox og Sinisa Bliic upp úr með sitthvoran þriðjunginn af öllum stigum liðsins. Kristófer skoraði 29 stig, tók 13 fráköst, stal þremur boltum og varði eitt skot á meðan að Bilic skoraði 27 stig fyrir nýja liðið sitt. Tölfræði sem vakti athygli Eins og áður kom fram var smá munur á framlagi bekkjarins. Bekkurinn hjá Stjörnunni skoraði 31 stig gegn aðeins 12 stigum hjá varamannabekk Vals. Varamenn Valsara gáfu engar stoðsendingar í kvöld og stálu engum boltum í kvöld á meðan að menn eins og Mirza hjá Stjörnunni, sem kom af bekknum í leiknum, voru æðislegir. Hvað gekk illa? Val gekk illa að passa upp á boltann í sóknum sínum á köflum og voru ekki nægilega duglegir að stíga út andstæðingana. Þetta sést á því hve oft Stjarnan skoraði körfur úr sóknarfráköstum sínum, ólíkt gestgjöfunum sem skoruðu lítið úr sóknarfráköstunum sínum. Vísir/Vilhelm Hvað næst? Valur mætir næst ÍR að viku liðinni í Hertz-hellinum í Breiðholtinu. Bæði lið áttu góða fyrsta leiki sem komu sumum spámönnum á óvart en ÍR nýtti góðann fyrsta leik til sigurs annað en Valur. Lærisveinar Finns Freys munu reyna að bæta upp fyrir það með sigri á útivellli. Stjörnumenn keppa í næstu umferð við Hött í Mathús Garðabæjar-höllinni. Hattarmenn sýndu ágæta takta í sínum fyrsta leik á þessu tímabili og Stjarnan má ekki sofa á verðinum gagnvart liðinu sem af sumum hefur verið spáð botnsætið. Arnar á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Vilhelm Arnar Guðjóns: Feginn að hafa unnið Arnar Guðjónsson kom beint í viðtal við sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds eftir að Stjarnan vann Val í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Hann var léttur í lund en ekkert rosalega hress með allt sem að lið hans sýndi í kvöld. “Rosalega feginn að hafa unnið en spilamennskan kannski ekki nægilega góð,” sagði Arnar en Stjarnan náði vopnum sínum í seinni hálfleik eftir að hafa verið skrefi á eftir Val nær allan þann fyrri. Hann sagði að þetta væri erfiður útivöllur og Valur fékk til sín marga KR-inga á þessu og seinasta tímabili og eru því talsvert öflugari en í fyrri. „Við erum svo gott sem að spila við 6-falda Íslandsmeistara þó þeir séu að spila í nýjum treyjum,“ sagði Arnar um nýtt lið Vals, sem inniheldur Kristófer Acox, Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finn Atla Magnússon, alla fyrrverandi Íslandsmeistara með KR. Stjarnan spilaði bandarískum leikmanni sínum í fyrsta sinn í leiknum í kvöld og hann var að mati þjálfarans síns mest megnis fyrir, þó Arnar hafi sagt það í hálfgerðu gríni. „RJ er fínn leikmaður en ég bað hann að skipta við Hlyn og hann vissi ekki um hvern ég væri að tala,“ sagði hann til að útskýra hve nýlentur RJ Williams væri. „Já, RJ var ekki klár en aðrir voru klárir þó ég hafi ekkert endilega verið sáttur með frammistöðuna,“ sagði Arnar um leikmanninn sinn og liðið sitt. Lið Valsara er eins og áður sagði nokkuð nýtt og þó Arnar þekki suma innan borðs þar var ekki þar með sagt að leikurinn yrði auðveldur. „Leikmennina könnuðumst við við en leikinn og spil liðsins ekki,“ sagði hann og bætti við: „FInnur faldi æfingaleikina sína vel.“ Arnar hafði einmitt ekki fengið tækifæri til að leikgreina andstæðingana í kvöld að einhverju ráði og sagði að það gilti ekki aðeins um Valsmenn. „Ég er ekki búin að sjá öll liðin,“ sagði hann og taldi öruggt að einhverjir úti í bæ hefðu séð fleiri leiki en hann. Hvað frammistöðu Stjörnunnar varðar vildi Arnar ekki ræða mikið um hvort að liðið yrði aftur deildarmeistarar eða hvort þeir myndu hreppa Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum langt frá því að vera kominn á þann stað sem við viljum vera á. Ég ætla ekkert að svara því hvernig hlutirnir verða í apríl eða maí núna,“ sagði hann og skaut í lokin aðeins á Fannar Ólafsson, einn sérfræðing Körfuboltakvölds, um frasann sem Fannar lætur oft úr sér að lið verða ekki Íslandsmeistarar í umræddum mánuði. Finnur Freyr í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Finnur Freyr: Enn þá að þróa okkar stíl Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti