Öryggisnetið á að grípa fólkið fyrst Drífa Snædal skrifar 2. október 2020 14:30 Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var margtugginn frasinn um „skort á samtali” við verkalýðshreyfinguna. Þess er hins vegar ekki getið að forsendur slíks samtals áttu að vera lækkun launakostnaðar atvinnurekenda. Gagnvart launafólki þýðir það launafrysting, launaskerðing eða önnur réttindaskerðing. Það var ekki grundvöllur samtals sem verkalýðshreyfingin var tilbúin í. Enda skorti haldbær rök fyrir því að kjaraskerðingar þvert á atvinnugreinar gætu verið samfélaginu til góðs í miðri kreppu. Þvert á móti gæti það orðið til að dýpka og lengja kreppuna. Í ljós kom að hótanir atvinnurekenda um uppsögn á samningi voru orðin tóm og öðru fremur settar fram til að treysta samningsstöðu þeirra, fyrst gagnvart verkalýðshreyfingunni en þegar það gekk ekki þá gagnvart stjórnvöldum. En bónleiðin til stjórnvalda gaf lítið umfram það sem þegar var á teikniborðinu. Það sem þó stendur upp úr er að lokaniðurstaðan var skynsamleg. Að kjarasamningar haldi og ekki sé öllu hleypt í bál og brand í miðri kreppu. Það skynja flestir að við erum í stærri hugmyndafræðilegri umræðu en bara um hvort samningar standi eða falli. Gamalkunn viðbrögð stjórnvalda og atvinnurekenda við kreppu, að herða sultarólina og skerða kjör almennings, hafa sýnt sig að vera vond meðul. Hagfræðikenningar eru nefnilega ekki raunvísindi og kreppuhagfræðin hefur tekið ótrúlegum breytingum síðustu ár eftir bitra reynslu frá 2008. Niðurskurðarstefnan sem þá var allsráðandi gerði nefnilega stórkostlegan skaða víða um heim. Alþjóðlegir aðilar hafa horfið frá því að gefa ráð um slíkt, eins og fjallað er um í greinargerð með tillögu að nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Sífellt fleiri eru sannfærðir um að það besta sem gert er í kreppu er að verja afkomu fólks. Að verja fólk til að bjarga fyrirtækjum en ekki öfugt. Og þá komum við að því verkefni sem er brýnast þessa stundina; að hækka atvinnuleysisbætur. Ef við gerum það ekki þá getur fólk ekki staðið undir húsnæðiskostnaði eða öðrum skuldbindingum. Það býr til erfið keðjuverkandi áhrif. Að missa vinnuna er gríðarlegt áfall. Þegar fjárhagsáhyggjur og afkomuótti bætast við getur heilsan goldið þess á skömmum tíma. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið gripið til þess strax, og af festu, að tryggja að öryggisnetið geri einmitt það sem það á að gera: að grípa fólk þegar það þarf að vera gripið. Alþingi hefur færi á að breyta þessu, nú þegar fjárlagafrumvarpið fer til þinglegrar meðferðar í skugga ítrekaðra hópuppsagana. Að hækka atvinnuleysistryggingar er ekki eingöngu rétt gagnvart þeim einstaklingum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, heldur best fyrir samfélagið, hagkerfið og komandi kynslóðir. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar