Verulegar efasemdir um lögmæti smitrakningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 10:14 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur sóttvarnayfirvöld mögulega hafa gengið of langt. „Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það sé lagaheimild fyrir þessu,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun þegar fjallað var um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda. Þar vísaði hann til þess að greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Í viðtali við fréttastofu á dögunum sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að sóttvarnalæknir hefði heimild til að óska allra þeirra gagna sem hann telur sig þurfa til að hemja farsótt eða hópsýkingu. „Það sem þarf að huga í því sambandi er að hann þarf að fara eftir almennum reglum persónuverndarlaga sem varða gagnsæi. Að allir viti hvernig þetta er unnið,“ sagði Helga. Brynjar sagði á fundinum í morgun ljóst að þarna væri gengið á rétt þeirra sem ekki eru grunaðir um að vera smitaðir. „En við látum það kannski yfir okkur ganga vegna þess að aðstæður eru sérstakar. En við erum samt bara með veiru, ekkert ósvipað því sem gengur yfir á hverju ári, bara hættulega þröngum hópi sem sjálfir eru veikir fyrir. Þannig einhver myndi segja við séum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og kannski komin út fyrir öll mörk,“ sagði hann. Alla jafna þurfi dómsúrskurð fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Fólk eldra en sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er talið í mestri hættu á að veikjast alvarlega af Covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofunin segir þó fólk á öllum aldri geta smitast og að hættan á alvarlegum veikindum fari vaxandi með aldri frá fertugu. Fólk var rakið til Irishman pub með kortafærslum eftir að smit kom þar upp.Vísir/Vilhelm Páll Hreinsson, sem skrifaði nýlega álitsgerð um valdheimildir sóttvarnaryfirvalda, sat fyrir svörum á fundinum. Páll vísaði til þess að sóttvarnalækni bæri lagaleg skylda til að rannsaka hópsmit og að heimildir væru fyrir smitrakningu í lögum. Hins vegar þurfi einnig að taka tillit til reglna um persónuvernd. „Það yrði að fá úrskurð ef sá sem heldur á upplýsingunum neitar að láta þær af hendi og þá reynir á þetta,“ sagði Páll Hreinsson. „Þetta er skoðunar virði og það heyrir undir persónuverd að skoða hvort þarna sé farið lengra en efni eru til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira