Mannlega og ómannúðlega hliðin á Covid skólahaldi Eðvarð Hilmarsson skrifar 11. október 2020 15:31 Ég hef skrifað áður um spjall við mitt kollega mína erlendis og hversu undarlegt það hefur verið að bera saman skólahald hér og í Kananda í þessari þriðju bylgju. Fólk skiptist í fylkingar og skoðar allt sem tengist þessum vírus og reyndir að átta sig á því hvað það þýðir fyrir eigið líf. Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna og það má sjá rannsóknir um slík tilfelli hér og hér. Núverandi viðbrögð rýma illa við ráðleggingar ECDC sem má sjá hér. Alþjóða heilbrigðistofnun mælir einnig eindregið með fjarlægð á milli barna óháð aldri þegar því er við komið og það má sjá hér. Vörn okkar í skólakerfinu eru einstaklingsbundnar sóttvarnir og með því færist ábyrgð mikið á einstaklinginn hérlendis. Ég sem tölvu kennari myndi eflaust snerta mýs hjá yfir hundrað unglingum og ég myndi anda yfir þau öll þegar ég geng um og skoða skjá og aðstoða. Ég bý í því hverfi sem ég starfa og ég geri mér grein fyrir því að ef að ég væri svo óheppinn að fá smit og vera ofurdreifari þá væri ég mögulega að skaða stóran hóp fjölskyldna. Mörg börn eiga foreldra sem eru í áhættuhópi. Tengslanet mitt er stærra en hjá flestum í þessu tilfelli og því er ábyrgð mín orðin stærri. Vitandi það að reynslan erlendis sýndi nýjar bylgjur þegar við lokum gluggum þá gerði ég ráð fyrir því að þetta mynda halda áfram í haust. Ég byrjaði því að vera með grímu snemma og það var einmanalegt. Ég var svo heppinn að einn annar starfsmaður sem er í miklum áhættuhópi gerði það sama, en að honum frátöldum þá var ég bara “gaurinn sem hefur svo miklar áhyggjur” og “þessi sem er hræddur við vírusinn”, “Eðvarð treystu bara þríeykinu”. Eftir að hafa verið með taugrímu í fjölmenni til að byrja með þá fór ég að nota einnota grímu, skipti á 4 tíma fresti þegar mér fannst núverandi bylgja vera að fara að nálgast. Einstaka barn hafði verið a mæta með grímu og þá væntanlega til þess að vernda fólk heima, ég vonaði að ég væri að gera þeim lífið auðveldara með því að vera fyrirmynd og ég dáist af því hugreki sem það hefur tekið hjá þeim að vera ein í bekk með grímu í landi sem talar eins og það sé óþarfi tók út svigann. Í raun mætti hafa áhyggjur að þeim börnum sem kveljast því þau þora ekki að taka upp grímu sem þau hafa mætt með í tösku. Undanfarnir dagar haft reynt mikið á kennara og starfsmenn skóla. Þegar kvíði í þjóðfélaginu stigmagnast þá hefur líðan okkar einnig versnað. Í upphafi þá var vonin sú að skólar myndu sleppa við vírusinn. Í dag eru aðstæður aðrar, vírusinn lifir í fortíð á meðan við lifum í nútíð. Það sem gerðist í síðustu viku er það sem mun ráða völdum í dag. Fréttir af smitum berast hratt en ekki á skipulagðan hátt. Leikskóli í hverfinu, var það barn eða starfsmaður? Fleiri skólar, eru þetta tengd smit eða margar ástæður? Barn spyr mig hvort að vinir þeirra í öðru skóla séu í einhverri hættu, ég svara “Nei örugglega ekki, það er ekkert að frétta um þann stað”. Sama dag fer ég heim að ná í tæki og keyri fram hjá... “ææææææ....það eru engir bílar fyrir utan hjá þeim...” Mörgum dögum seinna birtist frétt um þennan skóla. Ég heyri frá vini að starfsmaður í áhættu hóp sem vinnur í leikskóla hafi brotnað niður og farið að gráta “börnin sáu það ekki þannig að þetta var allt í lagi” ég svara “mikið er það gott að heyra...”. Við felum áhyggjur okkar frá börnunum og hvíslum hvort að öðru. Nýjar fréttir, fleiri staðir, vígin falla koll af kolli í kringum okkur. Kennarar eru aðdáunarverð starfstétt, hver og einn þjálfaður til þess að vera bæði í senn leiðtogi og fyrirmynd alla daga. Við eigum fólk með háskólagráður í flest öllu sem hægt er að læra, við erum lausnamiðuð og við skiljum skólastarfs á Íslandi betur en nokkur annar. Okkur er vel treystandi til þess að koma fram með raunhæfari lausnir heldur en að láta eins og ekkert gangi á í þjóðfélaginu. Óbreytt skólahald er talin nauðsyn þar sem það leysir ákveðinn vandamál. Líðan barna sem hafa ekki sterkt bakland og að það minnki líkur af því að þeir sem hafa erlendan bakgrunn eða aðrar forsendur haldist í skóla. Þessi vandamál voru vandamál fyrir Covid og Íslenska ríkistjórnin hefur fundið hér ódýran og ómannúðlegan kost til að leysa þau. Í stað þess að setja inn fjármagn til þess að fjölga starfsfólki (við eigum t.d. mikið af atvinnulausi fólki með kennararéttindi), fjölga kennslurýmum, setja upp sér bekki fyrir börn framlínustarfsmanna, veita sálfræðilegan stuðning til starfsfólks og barna, fjölga námsráðgjöfum, fjölga skólaliðum og sinna þrifum betur með auka mannskap (og svo lengi mætti telja). Þess í stað leggur ríkið ekkert inn og þess í stað eiga kennarar að vera griða staður barna þar sem Covid er ekki til og við öll eigum að vona það besta. Með undirbúningi og stuðningi hefðum við getað haft skóla bæði opna og örugga í stað þess að láta þessar áherslur stangast á. Við höfum fjármagn til þess að setja hátalara upp á hálendi svo að erlendir aðilar geti öskrað og liðið betur. Við hefðum einnig getað fjármagnað flottar aðgerðir í menntakerfinu, aðgerðir sem hefðu gert okkur kleift að berjast við Covid samhliða því að halda úti gæða skólastarfi. Það var ekki gert og því styð ég það sem Kári sagði í dag. Fórnarkostnaður við opna skóli er of “hár prís”. Við ættum að loka skólum í stuttan tíma og koma síðan til baka og vinna þetta betur en við höfum verið að gera. Við þurfum lágmarkssóttvarnaraðgerðir í skólum svo að börn og fullorðnir geti upplifað öryggi. Til þess að það gerist skilvirkt þarf aukið fjármagn frá ríki til sveitarfélaga. Ríkið þarf að hætta að klappa fyrir kennurum og þess í stað ætti það að fara í aðgerðir til þess að hjálpa þeim. Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunnskólahald á tímum Covid Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. 4. október 2020 12:31 Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað áður um spjall við mitt kollega mína erlendis og hversu undarlegt það hefur verið að bera saman skólahald hér og í Kananda í þessari þriðju bylgju. Fólk skiptist í fylkingar og skoðar allt sem tengist þessum vírus og reyndir að átta sig á því hvað það þýðir fyrir eigið líf. Þær aðgerðir sem farið var í vor byggðu á viðurkenndum vísindum. Bil á milli barna og hólfun eru skilvirkar leiðir til að rjúfa smitleiðir faraldursins. Börn eru ekki eins öflugir smitberar og fullorðnir en samt sem áður eru dæmi um öflug fjöldasmit meðal barna og það má sjá rannsóknir um slík tilfelli hér og hér. Núverandi viðbrögð rýma illa við ráðleggingar ECDC sem má sjá hér. Alþjóða heilbrigðistofnun mælir einnig eindregið með fjarlægð á milli barna óháð aldri þegar því er við komið og það má sjá hér. Vörn okkar í skólakerfinu eru einstaklingsbundnar sóttvarnir og með því færist ábyrgð mikið á einstaklinginn hérlendis. Ég sem tölvu kennari myndi eflaust snerta mýs hjá yfir hundrað unglingum og ég myndi anda yfir þau öll þegar ég geng um og skoða skjá og aðstoða. Ég bý í því hverfi sem ég starfa og ég geri mér grein fyrir því að ef að ég væri svo óheppinn að fá smit og vera ofurdreifari þá væri ég mögulega að skaða stóran hóp fjölskyldna. Mörg börn eiga foreldra sem eru í áhættuhópi. Tengslanet mitt er stærra en hjá flestum í þessu tilfelli og því er ábyrgð mín orðin stærri. Vitandi það að reynslan erlendis sýndi nýjar bylgjur þegar við lokum gluggum þá gerði ég ráð fyrir því að þetta mynda halda áfram í haust. Ég byrjaði því að vera með grímu snemma og það var einmanalegt. Ég var svo heppinn að einn annar starfsmaður sem er í miklum áhættuhópi gerði það sama, en að honum frátöldum þá var ég bara “gaurinn sem hefur svo miklar áhyggjur” og “þessi sem er hræddur við vírusinn”, “Eðvarð treystu bara þríeykinu”. Eftir að hafa verið með taugrímu í fjölmenni til að byrja með þá fór ég að nota einnota grímu, skipti á 4 tíma fresti þegar mér fannst núverandi bylgja vera að fara að nálgast. Einstaka barn hafði verið a mæta með grímu og þá væntanlega til þess að vernda fólk heima, ég vonaði að ég væri að gera þeim lífið auðveldara með því að vera fyrirmynd og ég dáist af því hugreki sem það hefur tekið hjá þeim að vera ein í bekk með grímu í landi sem talar eins og það sé óþarfi tók út svigann. Í raun mætti hafa áhyggjur að þeim börnum sem kveljast því þau þora ekki að taka upp grímu sem þau hafa mætt með í tösku. Undanfarnir dagar haft reynt mikið á kennara og starfsmenn skóla. Þegar kvíði í þjóðfélaginu stigmagnast þá hefur líðan okkar einnig versnað. Í upphafi þá var vonin sú að skólar myndu sleppa við vírusinn. Í dag eru aðstæður aðrar, vírusinn lifir í fortíð á meðan við lifum í nútíð. Það sem gerðist í síðustu viku er það sem mun ráða völdum í dag. Fréttir af smitum berast hratt en ekki á skipulagðan hátt. Leikskóli í hverfinu, var það barn eða starfsmaður? Fleiri skólar, eru þetta tengd smit eða margar ástæður? Barn spyr mig hvort að vinir þeirra í öðru skóla séu í einhverri hættu, ég svara “Nei örugglega ekki, það er ekkert að frétta um þann stað”. Sama dag fer ég heim að ná í tæki og keyri fram hjá... “ææææææ....það eru engir bílar fyrir utan hjá þeim...” Mörgum dögum seinna birtist frétt um þennan skóla. Ég heyri frá vini að starfsmaður í áhættu hóp sem vinnur í leikskóla hafi brotnað niður og farið að gráta “börnin sáu það ekki þannig að þetta var allt í lagi” ég svara “mikið er það gott að heyra...”. Við felum áhyggjur okkar frá börnunum og hvíslum hvort að öðru. Nýjar fréttir, fleiri staðir, vígin falla koll af kolli í kringum okkur. Kennarar eru aðdáunarverð starfstétt, hver og einn þjálfaður til þess að vera bæði í senn leiðtogi og fyrirmynd alla daga. Við eigum fólk með háskólagráður í flest öllu sem hægt er að læra, við erum lausnamiðuð og við skiljum skólastarfs á Íslandi betur en nokkur annar. Okkur er vel treystandi til þess að koma fram með raunhæfari lausnir heldur en að láta eins og ekkert gangi á í þjóðfélaginu. Óbreytt skólahald er talin nauðsyn þar sem það leysir ákveðinn vandamál. Líðan barna sem hafa ekki sterkt bakland og að það minnki líkur af því að þeir sem hafa erlendan bakgrunn eða aðrar forsendur haldist í skóla. Þessi vandamál voru vandamál fyrir Covid og Íslenska ríkistjórnin hefur fundið hér ódýran og ómannúðlegan kost til að leysa þau. Í stað þess að setja inn fjármagn til þess að fjölga starfsfólki (við eigum t.d. mikið af atvinnulausi fólki með kennararéttindi), fjölga kennslurýmum, setja upp sér bekki fyrir börn framlínustarfsmanna, veita sálfræðilegan stuðning til starfsfólks og barna, fjölga námsráðgjöfum, fjölga skólaliðum og sinna þrifum betur með auka mannskap (og svo lengi mætti telja). Þess í stað leggur ríkið ekkert inn og þess í stað eiga kennarar að vera griða staður barna þar sem Covid er ekki til og við öll eigum að vona það besta. Með undirbúningi og stuðningi hefðum við getað haft skóla bæði opna og örugga í stað þess að láta þessar áherslur stangast á. Við höfum fjármagn til þess að setja hátalara upp á hálendi svo að erlendir aðilar geti öskrað og liðið betur. Við hefðum einnig getað fjármagnað flottar aðgerðir í menntakerfinu, aðgerðir sem hefðu gert okkur kleift að berjast við Covid samhliða því að halda úti gæða skólastarfi. Það var ekki gert og því styð ég það sem Kári sagði í dag. Fórnarkostnaður við opna skóli er of “hár prís”. Við ættum að loka skólum í stuttan tíma og koma síðan til baka og vinna þetta betur en við höfum verið að gera. Við þurfum lágmarkssóttvarnaraðgerðir í skólum svo að börn og fullorðnir geti upplifað öryggi. Til þess að það gerist skilvirkt þarf aukið fjármagn frá ríki til sveitarfélaga. Ríkið þarf að hætta að klappa fyrir kennurum og þess í stað ætti það að fara í aðgerðir til þess að hjálpa þeim. Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla.
Grunnskólahald á tímum Covid Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. 4. október 2020 12:31
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun