Ítalir og Bretar reyna að komast hjá því að setja á útgöngubann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 20:55 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. EPA/Jessica Taylor Búist er við því að leiðtogar í Bretland og Ítalíu munu á morgun kynna til leiks aðgerðir til þess að stemma í stigu við aukningu á kórónuveirusmitum í löndunum tveimur. Leiðtogarnir eru sagðir vilja komast hjá því að setja á útgöngubann, sambærilegt við það sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins sem lék íbúa þessara ríkja grátt. Í Bretlandi er búist við að Boris Johnson forsætisráðherra muni kynna staðbundnar aðgerðir á þeim svæðum þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á það einkum við um norðurhluta landsins en borgarstjóri Liverpool-borgar segir að ríkisstjórnin vilji grípa til mjög harðra aðgerða þar. Reiknað er með á þeim svæðum þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu verði börum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Í frétt Reuters segir að Johnson sé að reyna að komast hjá því að setja útgöngubann á um gervallt Bretland vegna ótta um að það muni vera afar slæmt fyrir efnahag ríkisins. Tíu til fimmtán þúsund smit hafa greinst á degi hverjum í Bretlandi en alls hafa 604 þúsund smit greinst í Bretlandi frá upphafi faraldursins. Ítalir hafi ekki efni á útgöngubanni Ítalía hefur einnig orðið fyrir barðinu á aukningu í tilfellum og þar er búist við að hertari aðgerðir verði kynntar næstu daga. Smitum þar hefur einnig farið fjölgandi að undanförnu, þannig greindust yfir fimm þúsund smit á föstudaginn, í fyrsta sinn sem fjöldi smita fer yfir þá tölu síðan í mars. Reiknað er með að yfirvöld í Ítalíu leggi blátt bann við einkaveislum og opnunartími bara og veitingastaða í Rómarborg verði skertur. Forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt að ríkið hafi ekki efni á því að setja á annað útgöngubann, og því standa vonir til þess að vægari aðgerðir muni bera árangur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Ítalía Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Búist er við því að leiðtogar í Bretland og Ítalíu munu á morgun kynna til leiks aðgerðir til þess að stemma í stigu við aukningu á kórónuveirusmitum í löndunum tveimur. Leiðtogarnir eru sagðir vilja komast hjá því að setja á útgöngubann, sambærilegt við það sem gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins sem lék íbúa þessara ríkja grátt. Í Bretlandi er búist við að Boris Johnson forsætisráðherra muni kynna staðbundnar aðgerðir á þeim svæðum þar sem kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið að undanförnu. Á það einkum við um norðurhluta landsins en borgarstjóri Liverpool-borgar segir að ríkisstjórnin vilji grípa til mjög harðra aðgerða þar. Reiknað er með á þeim svæðum þar sem flest smit hafa greinst að undanförnu verði börum og líkamsræktarstöðvum gert að loka. Í frétt Reuters segir að Johnson sé að reyna að komast hjá því að setja útgöngubann á um gervallt Bretland vegna ótta um að það muni vera afar slæmt fyrir efnahag ríkisins. Tíu til fimmtán þúsund smit hafa greinst á degi hverjum í Bretlandi en alls hafa 604 þúsund smit greinst í Bretlandi frá upphafi faraldursins. Ítalir hafi ekki efni á útgöngubanni Ítalía hefur einnig orðið fyrir barðinu á aukningu í tilfellum og þar er búist við að hertari aðgerðir verði kynntar næstu daga. Smitum þar hefur einnig farið fjölgandi að undanförnu, þannig greindust yfir fimm þúsund smit á föstudaginn, í fyrsta sinn sem fjöldi smita fer yfir þá tölu síðan í mars. Reiknað er með að yfirvöld í Ítalíu leggi blátt bann við einkaveislum og opnunartími bara og veitingastaða í Rómarborg verði skertur. Forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt að ríkið hafi ekki efni á því að setja á annað útgöngubann, og því standa vonir til þess að vægari aðgerðir muni bera árangur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Ítalía Tengdar fréttir Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Ítalski hópurinn í sóttkví og leiknum frestað Leik Íslands og Ítalíu í undankeppni EM U-21 ára sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. 9. október 2020 10:35