Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. október 2020 07:58 Amy Coney Barrett tekur við tilnefningu Trumps forseta á dögunum. Athöfnin var í Rósagarðinum í Hvíta húsinu og hefur verið harðlega gagnrýnd í ljósi þess að svo virðist sem hluti gestanna hafi smitast af kórónuveirunni en litlar sem engar tilraunir voru gerðar til að hafa smitvarnir í lagi á samkomunni. Jabin Botsford/ Getty Images Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Viðtölin við hana eiga að taka fjóra daga og ef hún telst hæf mun hún taka sætið sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Deilur hafa staðið um útnefningu Barrett, en demókratar vilja meina að allt of skammur tími sé til kosninga og því ekki við hæfi að Trump forseti tilnefni dómarann. Þessu eru repúblikanar ósammála og þar sem þeir eru með meirihluta í öldungadeildinni eins og stendur eru allar líkur á því að Barrett verði hæstaréttardómari. Barrett þykir íhaldssöm og verði hún útnefnd verða íhaldsmenn sex í réttinum en frjálslyndari dómarar verða þrír. Barrett, sem er fjörutíu og átta ára gömul er þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump útnefnir á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að í ávarpi sem Barrett mun flytja fyrir nefndinni muni hún þakka forsetanum auðsýndan heiður og fara yfir sína sýn á embættið. Hún var aðstoðarkona Antonin Scalia hæstaréttardómara á sínum tíma og búist er við að hún muni gera hans sýn að sinni, en Scalia var frægur fyrir að leggja áherslu á að dómarar skuli einungis dæma eftir bókstafnum, en ekki eftir eigin tilfinningum eða skoðunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. Viðtölin við hana eiga að taka fjóra daga og ef hún telst hæf mun hún taka sætið sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg á dögunum. Deilur hafa staðið um útnefningu Barrett, en demókratar vilja meina að allt of skammur tími sé til kosninga og því ekki við hæfi að Trump forseti tilnefni dómarann. Þessu eru repúblikanar ósammála og þar sem þeir eru með meirihluta í öldungadeildinni eins og stendur eru allar líkur á því að Barrett verði hæstaréttardómari. Barrett þykir íhaldssöm og verði hún útnefnd verða íhaldsmenn sex í réttinum en frjálslyndari dómarar verða þrír. Barrett, sem er fjörutíu og átta ára gömul er þriðji hæstaréttardómarinn sem Trump útnefnir á þeim fjórum árum sem hann hefur setið í Hvíta húsinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að í ávarpi sem Barrett mun flytja fyrir nefndinni muni hún þakka forsetanum auðsýndan heiður og fara yfir sína sýn á embættið. Hún var aðstoðarkona Antonin Scalia hæstaréttardómara á sínum tíma og búist er við að hún muni gera hans sýn að sinni, en Scalia var frægur fyrir að leggja áherslu á að dómarar skuli einungis dæma eftir bókstafnum, en ekki eftir eigin tilfinningum eða skoðunum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira