Að leita ráða á Facebook á kostnað friðhelgi barna Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 12. október 2020 12:01 Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook. Myndir, myndbönd, áhugamál, samskipti, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir og hjúskaparstaða eru dæmi um upplýsingar sem einstaklingar deila með Facebook. Þá hafa á undanförnum árum margir og mismunandi hópar orðið til á Facebook sem fólk notar til að miðla ráðum sín á milli, jafnvel ráðum við heilsukvillum barna. Fjölmennir lokaðir hópar þar sem fólk leitar ráða Hóparnir eru ýmist opnir öllum, lokaðir eða faldir. Þeir geta verið misstórir en það eru þó nokkrir hópar sem eru gríðarlega vinsælir á meðal fólks á Íslandi. Má þar nefna Skreytum hús… með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi og Mæðra tips! með um 21.000 meðlimi. Þessir fjórir hópar eiga það sameiginlegt að vera lokaðir hópar. Í síðastnefnda hópnum, þ.e. Mæðra tips! er að finna umræðuvettvang þar sem mæður og verðandi mæður geta leitað ráða líkt og nafnið á hópnum gefur til kynna. Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera. Viðkvæmum persónuupplýsingum barna deilt með um 21 þúsund manns og Facebook Fyrirspurnir sem settar eru inn á Mæðra tips! geta verið eins misjafnar og þær eru margar en fjöldinn allur snýr að heilsufari barna. Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa. Þrátt fyrir að mynd af barni fylgi allajafna ekki með slíkum fyrirspurnum, þ.e. um andleg veikindi eða greiningar, þá er oftast ekki vandkvæðum háð að fara inn á „prófíl“ spyrjanda til að fá frekari upplýsingar um barnið. Eflaust er tilgangurinn með þessum fyrirspurnum ekki sá að deila heilsufarsupplýsingum með Facebook eða hátt í 21.000 manns heldur að leita ráða hjá fólki sem e.t.v. getur miðlað af sinni reynslu. Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja. Það er þó þannig að börn eiga rétt á að tjá sig um hvað er gert með þeirra upplýsingar að teknu tilliti til aldurs og þroska og þau mega hafa skoðun t.d. á myndbirtingum á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að foreldrar þeirra birti myndirnar. Upplýsingar sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á börnin Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar. Hugum að því að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Facebook Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þróun samfélagsmiðla hefur verið nokkuð hröð í gegnum árin og margir nota samfélagsmiðla á degi hverjum til að deila upplýsingum um sig og sína. Þegar upplýsingum er deilt á samfélagsmiðla til að mynda Facebook, er efninu ekki aðeins deilt með fylgjendum, vinum eða þeim sem efnið birtist fyrir heldur einnig með fyrirtækinu Facebook. Myndir, myndbönd, áhugamál, samskipti, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir og hjúskaparstaða eru dæmi um upplýsingar sem einstaklingar deila með Facebook. Þá hafa á undanförnum árum margir og mismunandi hópar orðið til á Facebook sem fólk notar til að miðla ráðum sín á milli, jafnvel ráðum við heilsukvillum barna. Fjölmennir lokaðir hópar þar sem fólk leitar ráða Hóparnir eru ýmist opnir öllum, lokaðir eða faldir. Þeir geta verið misstórir en það eru þó nokkrir hópar sem eru gríðarlega vinsælir á meðal fólks á Íslandi. Má þar nefna Skreytum hús… með um 71.000 meðlimi, Matartips! með um 41.000 meðlimi, Beauty tips! með um 35.000 meðlimi og Mæðra tips! með um 21.000 meðlimi. Þessir fjórir hópar eiga það sameiginlegt að vera lokaðir hópar. Í síðastnefnda hópnum, þ.e. Mæðra tips! er að finna umræðuvettvang þar sem mæður og verðandi mæður geta leitað ráða líkt og nafnið á hópnum gefur til kynna. Þarna koma fyrir alls konar fyrirspurnir og vangaveltur sem tengjast móðurhlutverkinu. Sumir meðlimir ákveða að senda inn fyrirspurnir á hópinn undir „Nafnlaus fyrirspurn“ sem þýðir að fyrirspurninni er deilt með stjórnendum hópsins OG Facebook á meðan aðrir setja inn fyrirspurnir undir nafni, sem flestir gera. Viðkvæmum persónuupplýsingum barna deilt með um 21 þúsund manns og Facebook Fyrirspurnir sem settar eru inn á Mæðra tips! geta verið eins misjafnar og þær eru margar en fjöldinn allur snýr að heilsufari barna. Myndir af börnum sem eru jafnvel fáklædd með ýmis konar útbrot eru birtar í hópnum í því skyni að leita læknisráða. Upplýst er um andleg veikindi barna og greiningar sem börn hafa. Þrátt fyrir að mynd af barni fylgi allajafna ekki með slíkum fyrirspurnum, þ.e. um andleg veikindi eða greiningar, þá er oftast ekki vandkvæðum háð að fara inn á „prófíl“ spyrjanda til að fá frekari upplýsingar um barnið. Eflaust er tilgangurinn með þessum fyrirspurnum ekki sá að deila heilsufarsupplýsingum með Facebook eða hátt í 21.000 manns heldur að leita ráða hjá fólki sem e.t.v. getur miðlað af sinni reynslu. Raunin er þó sú að með þessum fyrirspurnum er verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin. Vissulega er það þannig að foreldrar/forráðamenn hafa stjórn á því hvaða upplýsingum þeir deila um börn sín en það er einmitt mergur málsins, foreldrarnir hafa stjórnina en börnin hafa allajafna ekkert um þessa upplýsingagjöf að segja. Það er þó þannig að börn eiga rétt á að tjá sig um hvað er gert með þeirra upplýsingar að teknu tilliti til aldurs og þroska og þau mega hafa skoðun t.d. á myndbirtingum á samfélagsmiðlum þrátt fyrir að foreldrar þeirra birti myndirnar. Upplýsingar sem geta haft ófyrirsjáanleg áhrif á börnin Hugsum út í framtíð þessara barna með hliðsjón af því að allt sem er birt á Netinu má mögulega finna síðar á Netinu og getur þar með haft áhrif á líf þeirra með ófyrirséðum hætti. Þar fyrir utan má hafa það í huga að þrátt fyrir að um lokaða hópa sé að ræða þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að umfjöllun eða myndum verði dreift. Þá er ekki einungis verið að deila viðkvæmum persónuupplýsingum um börnin með fjölda einstaklinga heldur einnig með gríðarstóru Bandarísku fyrirtæki sem getur þar með nýtt sér þessar upplýsingar. Hugum að því að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og persónuvernd rétt eins og fullorðnir. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun