Meistararnir töpuðu óvænt og Kúrekarnir frá Dallas urðu fyrir miklu áfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 15:31 Dak Prescott var grátandi þegar hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Gríðarlegt áfall fyrir bæði hann og lið Dallas Cowboys. AP/Michael Ainsworth NFL-meistarar Kansas City Chiefs urðu að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í gær þegar liðið tapaði 32-40 á heimavelli á móti Las Vegas Raiders. Chiefs liðið var búið að vinna þrettán leiki í röð og þar á meðal var sigurinn í Super Bowl í febrúar. Meistararnir náðu ekki að stoppa hlauparann Josh Jacobs sem skoraði tvö snertimörk fyrir Las Vegas Raiders liðið í lokaleikhlutanum. Seattle Seahawks er eina liðið sem hefur unnið fimm fyrstu leiki sína eftir 27-26 endurkomusigur á Minnesota Vikings. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks liðsins, hélt áfram að spila vel og hann tryggði sínu liði sigur með því að senda snertimarkssendingu á D.K. Metcalf tuttugu sekúndum fyrir leikslok. 4TH AND GOAL. RUSS TO DK. GO-AHEAD TD. #Seahawks : #MINvsSEA on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/fJGRlSb2nV pic.twitter.com/Q5lJL01KsV— NFL (@NFL) October 12, 2020 Dallas Cowboys vann nauman sigur á New York Giants, 37-34, en Kúrekarnir urðu fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Dak Prescott meiddist illa á ökkla í þriðja leikhluta. Hann fór grátandi af velli og beint upp á spítala þar sem hann fór í aðgerð án hans. Dak var búinn að eiga frábært tímabil til þessa en spilar ekki fleiri leiki á þessari leiktíð. Dak Prescott var enn að bíða eftir langtímasamningi við Dallas Cowboys og eru meiðslin því enn meira áfall fyrir vikið. Giants DB Logan Ryan on making the tackle that injured Dak: I feel terrible. I got a sick taste in my stomach for it. He was playing a hell of a game. ... I hope he gets $500 million when he comes back. He deserves it. He s a hell of a quarterback. https://t.co/wzFQoTKYk8— Jon Machota (@jonmachota) October 12, 2020 Pittsburgh Steelers er líka búið að vinna alla leiki sína eins og Seattle Seahawks en liðið hefur bara spilað fjóra leiki. Steelers vann 38-29 sigur á Philadelphia Eagles í gær þar sem nýliðinn Chase Claypool skoraði fjögur snertimörk eftir sendingar frá reynsluboltanum Ben Roethlisberger. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1979 sem Steelers liðið vinnur fjóra fyrstu leikina. GO OFF CHASE CLAYPOOL! Already 2 touchdowns on the day for the @steelers!(via @NFL) pic.twitter.com/8h3Jdqd3iu— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 11, 2020 Cleveland Browns vann 32-23 sigur á Indianapolis Colts og hefur þar með unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins frá 1995. Baltimore Ravens hefur líka unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum eftir 27-3 sigur á Cincinnati Bengals. Varnarmenn Ravens liðsins náðu að fella nýliðann og leikstjórnandann Joe Burrow sjö sinnum í leiknum. Ein allra athyglisverðustu úrslitin voru þó 43-17 útisigur Miami Dolphins á San Francisco 49ers. Leikstjórnandinn Ryan Fitzpatrick var frábær í liði Miami Dolphins en kollegi hans hinum megin, Jimmy Garoppolo, var settur á bekkinn eftir að hann kastaði boltanum frá sér í tveimur sóknum í röð í fyrri hálfleiknum. Ryan Fitzpatrick delivers under pressure! #FinsUp 37-14. : #MIAvsSF on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EaI7PvMdjg pic.twitter.com/rLVDPQ5Mi2— NFL (@NFL) October 11, 2020 Atlanta Falcons rak bæði þjálfarann Dan Quinn og framkvæmdastjórann Thomas Dimittroff eftir 23-16 tap á heimavelli á móti Carolina Panthers en Fálkarnir hafa tapað öllum fimm leikjum sínum á tímabilinu.' Atlanta var annað félagið til að reka bæði þjálfarann og framkvæmdastjórann en það gerði líka Houston Texans. Romeo Crennel tók við liðinu tímabundið og stýrði Houston Texans til 30-14 sigur á Jacksonville Jaguars. Þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Seattle Seahawks - Minnesota Vikings 27-26 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 16-23 Baltimore Ravens - Cincinnati Bengals 27-3 Houston Texans - Jacksonville Jaguars 30-14 Kansas City Chiefs - Las Vegas Raiders 32-40 New York Jets - Arizona Cardinals 10-30 Pittsburgh Steelers - Philadelphia Eagles 38-29 Washington Football Team - Los Angeles Rams 10-30 San Francisco 49ers - Miami Dolphins 17-43 Cleveland Browns - Indianapolis Colts 32-23 Dallas Cowboys - New York Giants 37-34 NFL Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira
NFL-meistarar Kansas City Chiefs urðu að sætta sig við sitt fyrsta tap á tímabilinu í gær þegar liðið tapaði 32-40 á heimavelli á móti Las Vegas Raiders. Chiefs liðið var búið að vinna þrettán leiki í röð og þar á meðal var sigurinn í Super Bowl í febrúar. Meistararnir náðu ekki að stoppa hlauparann Josh Jacobs sem skoraði tvö snertimörk fyrir Las Vegas Raiders liðið í lokaleikhlutanum. Seattle Seahawks er eina liðið sem hefur unnið fimm fyrstu leiki sína eftir 27-26 endurkomusigur á Minnesota Vikings. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks liðsins, hélt áfram að spila vel og hann tryggði sínu liði sigur með því að senda snertimarkssendingu á D.K. Metcalf tuttugu sekúndum fyrir leikslok. 4TH AND GOAL. RUSS TO DK. GO-AHEAD TD. #Seahawks : #MINvsSEA on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/fJGRlSb2nV pic.twitter.com/Q5lJL01KsV— NFL (@NFL) October 12, 2020 Dallas Cowboys vann nauman sigur á New York Giants, 37-34, en Kúrekarnir urðu fyrir miklu áfalli þegar leikstjórnandinn Dak Prescott meiddist illa á ökkla í þriðja leikhluta. Hann fór grátandi af velli og beint upp á spítala þar sem hann fór í aðgerð án hans. Dak var búinn að eiga frábært tímabil til þessa en spilar ekki fleiri leiki á þessari leiktíð. Dak Prescott var enn að bíða eftir langtímasamningi við Dallas Cowboys og eru meiðslin því enn meira áfall fyrir vikið. Giants DB Logan Ryan on making the tackle that injured Dak: I feel terrible. I got a sick taste in my stomach for it. He was playing a hell of a game. ... I hope he gets $500 million when he comes back. He deserves it. He s a hell of a quarterback. https://t.co/wzFQoTKYk8— Jon Machota (@jonmachota) October 12, 2020 Pittsburgh Steelers er líka búið að vinna alla leiki sína eins og Seattle Seahawks en liðið hefur bara spilað fjóra leiki. Steelers vann 38-29 sigur á Philadelphia Eagles í gær þar sem nýliðinn Chase Claypool skoraði fjögur snertimörk eftir sendingar frá reynsluboltanum Ben Roethlisberger. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1979 sem Steelers liðið vinnur fjóra fyrstu leikina. GO OFF CHASE CLAYPOOL! Already 2 touchdowns on the day for the @steelers!(via @NFL) pic.twitter.com/8h3Jdqd3iu— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 11, 2020 Cleveland Browns vann 32-23 sigur á Indianapolis Colts og hefur þar með unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins frá 1995. Baltimore Ravens hefur líka unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum eftir 27-3 sigur á Cincinnati Bengals. Varnarmenn Ravens liðsins náðu að fella nýliðann og leikstjórnandann Joe Burrow sjö sinnum í leiknum. Ein allra athyglisverðustu úrslitin voru þó 43-17 útisigur Miami Dolphins á San Francisco 49ers. Leikstjórnandinn Ryan Fitzpatrick var frábær í liði Miami Dolphins en kollegi hans hinum megin, Jimmy Garoppolo, var settur á bekkinn eftir að hann kastaði boltanum frá sér í tveimur sóknum í röð í fyrri hálfleiknum. Ryan Fitzpatrick delivers under pressure! #FinsUp 37-14. : #MIAvsSF on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EaI7PvMdjg pic.twitter.com/rLVDPQ5Mi2— NFL (@NFL) October 11, 2020 Atlanta Falcons rak bæði þjálfarann Dan Quinn og framkvæmdastjórann Thomas Dimittroff eftir 23-16 tap á heimavelli á móti Carolina Panthers en Fálkarnir hafa tapað öllum fimm leikjum sínum á tímabilinu.' Atlanta var annað félagið til að reka bæði þjálfarann og framkvæmdastjórann en það gerði líka Houston Texans. Romeo Crennel tók við liðinu tímabundið og stýrði Houston Texans til 30-14 sigur á Jacksonville Jaguars. Þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Seattle Seahawks - Minnesota Vikings 27-26 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 16-23 Baltimore Ravens - Cincinnati Bengals 27-3 Houston Texans - Jacksonville Jaguars 30-14 Kansas City Chiefs - Las Vegas Raiders 32-40 New York Jets - Arizona Cardinals 10-30 Pittsburgh Steelers - Philadelphia Eagles 38-29 Washington Football Team - Los Angeles Rams 10-30 San Francisco 49ers - Miami Dolphins 17-43 Cleveland Browns - Indianapolis Colts 32-23 Dallas Cowboys - New York Giants 37-34
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Seattle Seahawks - Minnesota Vikings 27-26 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 16-23 Baltimore Ravens - Cincinnati Bengals 27-3 Houston Texans - Jacksonville Jaguars 30-14 Kansas City Chiefs - Las Vegas Raiders 32-40 New York Jets - Arizona Cardinals 10-30 Pittsburgh Steelers - Philadelphia Eagles 38-29 Washington Football Team - Los Angeles Rams 10-30 San Francisco 49ers - Miami Dolphins 17-43 Cleveland Browns - Indianapolis Colts 32-23 Dallas Cowboys - New York Giants 37-34
NFL Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Sjá meira