Stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stöðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 14:02 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka. Þá heldur BHM því fram að SÍ hafi tjáð einhverjum umræddra stjórnenda að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Vísir greindi frá því í síðustu viku að skipulagsbreytingar myndu taka gildi hjá SÍ frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunarinnar. Öðrum voru boðin lægra launuð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra launuð störf sérfræðinga. Að mati bandalagsins er þetta gagnrýnivert. Einnig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þeir uppfylltu ekki hæfnisskilyrði. Þá kemur fram í bréfinu að forstjóri SÍ hafi lýst því yfir að samkvæmt lögum sé stofnuninni skylt að auglýsa lausar stöður. Hins vegar hafi forstjórinn við sama tækifæri nefnt að þeim sem sagt yrði upp störfum yrðu boðin önnur störf hjá stofnuninni. „BHM gagnrýnir þetta misræmi og kallar eftir skýringum á því. Ljóst sé að minnst sex stjórnendum samkvæmt núgildandi skipuriti standi til boða að halda áfram sem stjórnendur án þess að þær stöður verði auglýstar," segir í tilkynningu BHM. „Hafi meðalhófs og jafnræðis verið gætt er stofnuninni hægt um vik að leggja fram gögn því til staðfestingar að fram hafi farið persónubundið mat á hverjum og einum stjórnanda og ákvörðun um uppsögn eða áframhaldandi störf hafi verið tekin á grundvelli þess.“ Í niðurlagi bréfisins er skorað á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka og bíða með að auglýsa nýjar stöður þar til gengið hefur verið úr skugga um lögmæti uppsagnanna. Telja settum reglum hafa verið fylgt Vísir spurði Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, að því í síðustu viku hvers vegna stofnunin hefði tilkynnt um að engar uppsagnir yrðu þegar raunin væri önnur, samkvæmt orðanna hljóðan í uppsagnarbréfum starfsmanna. Marí sagði þá að ef til vill hefði orðalagið mátt vera nákvæmara í tilkynningunni. „Við breytingar eins og þær sem fyrirhugaðar eru er óhjákvæmilegt annað en að einhverjar stöður verði lagðar niður. Slíkri niðurlagningu fylgir á sama hátt óhjákvæmilega að segja þarf þeim sem stöðum þessum gegna jafnframt upp störfum. Það hefur frá upphafi verið yfirlýst markmið stofnunarinnar að fækka ekki starfsfólki hjá SÍ í þessu ferli og mun þessum aðilum verða boðin önnur störf. Það er það atriði sem við vildum leggja áherslu á í tilkynningunni. Ég vona að þetta skýri stöðuna,“ sagði María. Þá kvað hún stofnunina líta svo á að settum reglum hefði verið fylgt við framkvæmd uppsagnanna. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
BHM hefur sent forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) bréf þar sem nýlegum uppsögnum stjórnenda hjá stofnuninni er mótmælt og lögmæti þeirra dregið í efa. Bandalagið skorar á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka. Þá heldur BHM því fram að SÍ hafi tjáð einhverjum umræddra stjórnenda að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM. Vísir greindi frá því í síðustu viku að skipulagsbreytingar myndu taka gildi hjá SÍ frá og með næstu áramótum. Í tengslum við þær var 22 stjórnendum sagt upp en sumum þeirra boðnar nýjar stjórnunarstöður innan stofnunarinnar. Öðrum voru boðin lægra launuð störf sérfræðinga. Fram kemur í bréfi BHM, sem lögmaður bandalagsins undirritar, að ekki liggi fyrir hvaða verkefnum fyrrverandi stjórnendum sé ætlað að sinna kjósi þeir að þiggja lægra launuð störf sérfræðinga. Að mati bandalagsins er þetta gagnrýnivert. Einnig er bent á að einhverjum stjórnendum hafi verið tjáð að ekki tæki því fyrir þá að sækja um nýja stjórnunarstöðu hjá stofnuninni þar sem þeir uppfylltu ekki hæfnisskilyrði. Þá kemur fram í bréfinu að forstjóri SÍ hafi lýst því yfir að samkvæmt lögum sé stofnuninni skylt að auglýsa lausar stöður. Hins vegar hafi forstjórinn við sama tækifæri nefnt að þeim sem sagt yrði upp störfum yrðu boðin önnur störf hjá stofnuninni. „BHM gagnrýnir þetta misræmi og kallar eftir skýringum á því. Ljóst sé að minnst sex stjórnendum samkvæmt núgildandi skipuriti standi til boða að halda áfram sem stjórnendur án þess að þær stöður verði auglýstar," segir í tilkynningu BHM. „Hafi meðalhófs og jafnræðis verið gætt er stofnuninni hægt um vik að leggja fram gögn því til staðfestingar að fram hafi farið persónubundið mat á hverjum og einum stjórnanda og ákvörðun um uppsögn eða áframhaldandi störf hafi verið tekin á grundvelli þess.“ Í niðurlagi bréfisins er skorað á stofnunina að draga uppsagnirnar til baka og bíða með að auglýsa nýjar stöður þar til gengið hefur verið úr skugga um lögmæti uppsagnanna. Telja settum reglum hafa verið fylgt Vísir spurði Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, að því í síðustu viku hvers vegna stofnunin hefði tilkynnt um að engar uppsagnir yrðu þegar raunin væri önnur, samkvæmt orðanna hljóðan í uppsagnarbréfum starfsmanna. Marí sagði þá að ef til vill hefði orðalagið mátt vera nákvæmara í tilkynningunni. „Við breytingar eins og þær sem fyrirhugaðar eru er óhjákvæmilegt annað en að einhverjar stöður verði lagðar niður. Slíkri niðurlagningu fylgir á sama hátt óhjákvæmilega að segja þarf þeim sem stöðum þessum gegna jafnframt upp störfum. Það hefur frá upphafi verið yfirlýst markmið stofnunarinnar að fækka ekki starfsfólki hjá SÍ í þessu ferli og mun þessum aðilum verða boðin önnur störf. Það er það atriði sem við vildum leggja áherslu á í tilkynningunni. Ég vona að þetta skýri stöðuna,“ sagði María. Þá kvað hún stofnunina líta svo á að settum reglum hefði verið fylgt við framkvæmd uppsagnanna.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira