Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2020 11:31 Máni Pétursson hefur starfað í fjölmiðlum í yfir tuttugu ár. Hann hefur verið edrú í 24 ár og var kominn í algjört andlegt þrot á sínum tíma. vísir/vilhelm Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira. Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. Máni er gestur vikunnar í Einkalífinu en á árum áður var útvarpsmaðurinn í töluverðri neyslu og hefur hann verið edrú í um tuttugu og fjögur ár. Andlegt þrot „Mín neysla var aðallega í kannabis og amfetamíni og áfengi þar á undan. Ég fór í meðferð fyrir tvítugsaldur og þá var ég algjörlega búinn að keyra mig í þrot andlega,“ segir Máni og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þorkell Máni Pétursson „Auðvitað hafa verið hæðir og lægðir í þessari edrúmennsku en ég hef aldrei notað nein hugbreytandi efni í þennan tíma. Maður hefur fengið kvíðaköst, depurð og maður hefur orðið allt of þungur og farið illa með sig. Þetta er búið að vera ferðalag, en ég held að þetta sé búið að vera þroskandi ferðalag.“ Hann segir að allir verði hreinlega að lenda í áföllum í sínu lífi. „Ef þú hefur ekki lent í neinu um ævina þá ert þú líklega einhver leiðinlegasti maður í heiminum. Ef þú upplifir ekki eitthvað myrkur í lífi þínu þá ertu algjörlega gagnslaus með öllu,“ segir Máni sem notar alltaf sína lífsreynslu og áföll til þess að hjálpa öðrum. Máni fer um víðan völl í viðtalinu. Máni á tvo drengi með Bjarneyju Björnsdóttur en þau gengu í gegnum skilnað á sínum tíma en tóku síðan saman aftur og giftu sig árið 2018. Fallegt og þroskandi „Við tókum bara saman aftur og það var bara mjög gott. Sambandið varð bara miklu sterkara eftir skilnaðinn. Við hefðum sennilega ekkert skilið ef ég vissi það sem ég veit núna. Þetta gerist hjá mörgum og það er bara allt í lagi. Það kemur alltaf augnablik þar sem fólk þroskast frá hvort öðru. Bara númer eitt, tvo og þrjú að ef þið eigið börn saman þá þarf að halda kærleikanum ykkar á milli. Það er algjör misskilningur að þið skiptir einhverju máli ef þið eruð búin að setja krakka inn í dæmið. Það fer ekkert meira í taugarnar á mér heldur en að horfa á forræðismál. Við héldum alltaf öll jól saman og hún kannski sá meira um það en ég enda einhver besta móðir sem til er. Síðan náum við aftur saman og það var bara fallegt, skemmtilegt og þroskandi. Við þurftum að hlaupa á þessa veggi.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Máni einnig um Mínustímann og bransasögur, samstarfið með Frosta Logasyni á X-inu, fótboltaáhuga hans, pólitík og margt fleira.
Einkalífið Fíkn Ástin og lífið Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira