Sértæk lyf við veirusýkingunni kunni að hjálpa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 20:33 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira