Furðar sig á fáfræði þingmanna Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 17:19 Eiríkur Rögnvaldsson, en lítil ástæða er til að draga þekkingu hans á viðfangsefninu í efa, segir þingmenn vaða reyk í tali sínu um íslenska tungu og mannanöfn. visir/vilhelm „Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur; fyrrverandi prófessor en hann tilheyrir líkast til þeim hópi sem best er að sér um íslenska tungu og íslensk mannanöfn. Ari Trausti misskilur málið Eiríkur fórnaði höndum þegar hann hlustaði á Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna segja að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Eiríkur segir þetta „rugl. Um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út.“ Þegar svo Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins hóf upp raustu sína úr ræðupúlti alþingis fór Eiríkur að nótera hjá sér vitleysuna sem barst um sali þingsins. Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Þetta segir Eiríkur einnig rugl, þingmaðurinn er úti á túni með Ara Trausta. „Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn. Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn. Belgingur Birgis stenst ekki skoðun Birgir sagði einnig: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Eiríkur Rögnvaldsson gefur ekki mikið fyrir speki þingmanna um íslensku og mannanöfn. Eiríkur hristir höfuðið yfir þessum vísindum. „Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“ Og enn kárnaði gamanið yfir ræðu Birgis þegar hann sagði: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“. Slíkur belgingur var ekki við skap Eiríks, ekki síst vegna þess að hann stenst enga skoðun. „Þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“ Segir frumvarpið ekki fela í sér neinar hættur Eiríkur hefur kynnt sér íslensk mannanöfn í þaula og ritaði gagnmerka umsögn um drög að frumvarpi til laga um mannanöfn sem nú er til umfjöllunar á hinu háa alþingi. Niðurstaða hans er að sú að engin ástæða sé til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. „Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.“ Í lokaorðum umsagnar Eiríks segir: „Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“ Alþingi Menning Mannanöfn Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
„Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur; fyrrverandi prófessor en hann tilheyrir líkast til þeim hópi sem best er að sér um íslenska tungu og íslensk mannanöfn. Ari Trausti misskilur málið Eiríkur fórnaði höndum þegar hann hlustaði á Ara Trausta Guðmundsson þingmann Vinstri grænna segja að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Eiríkur segir þetta „rugl. Um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út.“ Þegar svo Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins hóf upp raustu sína úr ræðupúlti alþingis fór Eiríkur að nótera hjá sér vitleysuna sem barst um sali þingsins. Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Þetta segir Eiríkur einnig rugl, þingmaðurinn er úti á túni með Ara Trausta. „Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn. Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn. Belgingur Birgis stenst ekki skoðun Birgir sagði einnig: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Eiríkur Rögnvaldsson gefur ekki mikið fyrir speki þingmanna um íslensku og mannanöfn. Eiríkur hristir höfuðið yfir þessum vísindum. „Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“ Og enn kárnaði gamanið yfir ræðu Birgis þegar hann sagði: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“. Slíkur belgingur var ekki við skap Eiríks, ekki síst vegna þess að hann stenst enga skoðun. „Þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“ Segir frumvarpið ekki fela í sér neinar hættur Eiríkur hefur kynnt sér íslensk mannanöfn í þaula og ritaði gagnmerka umsögn um drög að frumvarpi til laga um mannanöfn sem nú er til umfjöllunar á hinu háa alþingi. Niðurstaða hans er að sú að engin ástæða sé til að ætla að íslenskri tungu stafi hætta af þeim breytingum sem felast í fyrirliggjandi frumvarpi. „Erlend mannanöfn eiga nú þegar greiða leið inn í málið og ekki hefur verið sýnt fram á að þau hafi valdið málspjöllum. Kenning til föður og móður er vissulega hluti íslensks menningararfs en ættarnöfn eru samt ekkert síður hluti íslenskrar tungu en föður- og móðurnöfn. Ekkert liggur fyrir um það að kenning til föður og móður hverfi á stuttum tíma þótt ættarnöfn verði almennt leyfð.“ Í lokaorðum umsagnar Eiríks segir: „Fyrirliggjandi frumvarp er veruleg réttarbót og afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í íslenska málstefnu en samræmast ekki jafnréttishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orðið til þess að ala á neikvæðum viðhorfum fólks til íslenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“
Alþingi Menning Mannanöfn Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30