Enn setið við samningaborðið í álversdeilunni skömmu fyrir miðnætti Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 20:57 Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir óvissu ríkja í viðræðum verkalýðsfélaganna við samninganefnd Ísal. Stöð 2/Egill Samninganefndir fimm verkalýðsfélaga og fulltrúa álversins í Straumsvík komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sagði Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar í Hafnarfirði viðræðurnar á viðkæmu stigi en að allt yrði gert til að ná samningi áður en til verkfallsaðgerða kemur á föstudag. Rétt fyrir klukkan hálf tólf í kvöld sat samningafólk enn að og sagði Kolbenn óvissu ríkja um framhaldið. Ekki væri búið að ákveða hvort fundað yrði inn í nóttina eða boðað til nýs fundar á morgun. Verkfallsaðgerðunum var frestað á föstudag þegar vonir um að samningar gætu verið í sjónmáli glæddust. Í kvöldfréttum vildi Kolbeinn ekki segja til um hvort að lengd fundarins þá benti til að það þokaðist í samningsátt. „Málið er á mjög viðkvæmum stað. Við erum að reyna að gera allt til að ná kjarasamningi. Við vitum það að aðgerðir eru að byrja aftur núna á föstudaginn sem við hefðum viljað ná kjarasamningi áður. Það er svona stefnan hjá okkur,“ sagði Kolbeinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Verkalýðsfélögin hafa á stundum efast um að fulltrúar álversins hér á landi hefðu raunverulegt umboð frá móðurfélagi þess til að semja. Kolbeinn sagði að svo virtist sem að viðsemjendur hans hefðu einhvers konar samningsumboð nú en hann gæti ekki sagt til um hversu langt það næði. „Við erum að henda ýmsu á milli okkar og það er góðs viti,“ sagði hann. Stóriðja Kjaramál Hafnarfjörður Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Samninganefndir fimm verkalýðsfélaga og fulltrúa álversins í Straumsvík komu til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sagði Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar í Hafnarfirði viðræðurnar á viðkæmu stigi en að allt yrði gert til að ná samningi áður en til verkfallsaðgerða kemur á föstudag. Rétt fyrir klukkan hálf tólf í kvöld sat samningafólk enn að og sagði Kolbenn óvissu ríkja um framhaldið. Ekki væri búið að ákveða hvort fundað yrði inn í nóttina eða boðað til nýs fundar á morgun. Verkfallsaðgerðunum var frestað á föstudag þegar vonir um að samningar gætu verið í sjónmáli glæddust. Í kvöldfréttum vildi Kolbeinn ekki segja til um hvort að lengd fundarins þá benti til að það þokaðist í samningsátt. „Málið er á mjög viðkvæmum stað. Við erum að reyna að gera allt til að ná kjarasamningi. Við vitum það að aðgerðir eru að byrja aftur núna á föstudaginn sem við hefðum viljað ná kjarasamningi áður. Það er svona stefnan hjá okkur,“ sagði Kolbeinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Verkalýðsfélögin hafa á stundum efast um að fulltrúar álversins hér á landi hefðu raunverulegt umboð frá móðurfélagi þess til að semja. Kolbeinn sagði að svo virtist sem að viðsemjendur hans hefðu einhvers konar samningsumboð nú en hann gæti ekki sagt til um hversu langt það næði. „Við erum að henda ýmsu á milli okkar og það er góðs viti,“ sagði hann.
Stóriðja Kjaramál Hafnarfjörður Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira