Þjálfari Ísaks segir hann besta leikmann sænsku deildarinnar í langan tíma Runólfur Trausti Þórhallsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 26. október 2020 23:00 Ísak Bergmann hefur gert það gott í Svíþjóð undanfarna mánuði. SVT Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli liðs síns gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Ræddi hann þar meðal annars hinn unga og efnilega Ísak Bergmann Jóhannesson. Sagði hann að Ísak Bergmann væri besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinanr síðustu ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann er lykilmaður í liði Norrköping sem situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann orðinn mikilvægur hluti af U21 árs landsliði Íslands. „Ég myndi segja að það séu forréttindi að vinna með honum, það er algjörlega frábært. Hann er leikmaður sem kennir okkur þjálfurum hvað maður kemst langt með því að leggja meira á sig en við jöfum nokkurn tímann séð. Ég held að það smiti út frá sér í hópinn. Við njótum þess að vinna með honum á hverjum degi,“ sagði Gustafsson er hann var spurður út í Ísak Bergmann að leik loknum. Var Jens einnig spurður hvort Ísak sé sá besti sem hann hefur þjálfað, með mesta hæfileika. Jens Gustafsson, manager of IFK Norrköping (@ifknorrkoping) talks about Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) pic.twitter.com/4ebznwlzT6— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 26, 2020 „Án vafa. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Það eru leikmenn sem eru fljótari, sterkari og svo framvegis en það er þessi hæfileiki hans; Hvað hann leggur hart að sér frá morgni til kvölds. Þar er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Að lokum var spurt hvort Ísak sé besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] í langan tíma. „Já, það held ég.“ Í upphafi viðtalsins var meðal annars minnst á það að Liverpool hefði sent mann á leik kvöldsins til að fylgjast með Ísaki. Er Liverpool þar með orðið eitt af fjölmörgum stórliðum Evrópum sem eru að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni. Fótbolti Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59 Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16 Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli liðs síns gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Ræddi hann þar meðal annars hinn unga og efnilega Ísak Bergmann Jóhannesson. Sagði hann að Ísak Bergmann væri besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinanr síðustu ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann er lykilmaður í liði Norrköping sem situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann orðinn mikilvægur hluti af U21 árs landsliði Íslands. „Ég myndi segja að það séu forréttindi að vinna með honum, það er algjörlega frábært. Hann er leikmaður sem kennir okkur þjálfurum hvað maður kemst langt með því að leggja meira á sig en við jöfum nokkurn tímann séð. Ég held að það smiti út frá sér í hópinn. Við njótum þess að vinna með honum á hverjum degi,“ sagði Gustafsson er hann var spurður út í Ísak Bergmann að leik loknum. Var Jens einnig spurður hvort Ísak sé sá besti sem hann hefur þjálfað, með mesta hæfileika. Jens Gustafsson, manager of IFK Norrköping (@ifknorrkoping) talks about Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) pic.twitter.com/4ebznwlzT6— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 26, 2020 „Án vafa. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Það eru leikmenn sem eru fljótari, sterkari og svo framvegis en það er þessi hæfileiki hans; Hvað hann leggur hart að sér frá morgni til kvölds. Þar er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Að lokum var spurt hvort Ísak sé besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] í langan tíma. „Já, það held ég.“ Í upphafi viðtalsins var meðal annars minnst á það að Liverpool hefði sent mann á leik kvöldsins til að fylgjast með Ísaki. Er Liverpool þar með orðið eitt af fjölmörgum stórliðum Evrópum sem eru að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni.
Fótbolti Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59 Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16 Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59
Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16
Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15