Hefja söfnun fyrir konuna sem missti hunda sína sex í eldsvoða Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 15:30 Fjórir af hundunum sex sem brunnu inni í gær sjást hér á mynd. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir konu sem missti sex hunda sína í eldsvoða í Kópavogi í gær. Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. Konan, Erna Óladóttir Christiansen, ræktar hunda af tegundinni Russian toy og heldur úti ræktun undir merkjum Great Icelandic Toy. Margir hundar voru því á heimilinu þegar eldurinn kviknaði í gær, alls tíu, en þar af brunnu sex inni. Hundarnir hétu Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli. „Í brunanum sem var í Kópavogi í gær missti ung kona heimili sitt og 6 af hundabörnunum hennar dóu af völdum brunans. Það tókst að bjarga 4 hundum. Þessi unga, duglega og yndislega kona missti því bæði heimili sitt og hluta af börnunum sínum í þessum hræðilega atburði,“ segir í færslu Sögu Matthildar Árnadóttur, vinkonu Ernu, inni á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu í dag. Hinir hundarnir tveir sem týndu lífi í brunanum. Saga er ein þeirra sem heldur utan um söfnunina en um er að ræða sameiginlegt átak þeirra sem eiga hunda úr ræktun Ernu. Söfnuninni er ætlað að safna fé til þess að aðstoða Ernu, fjölskyldu hennar og eftirlifandi hundana fjóra, sem allir þurftu á aðhlynningu dýralækna að halda eftir brunann í gær. „Þetta eru algjörlega frjáls framlög og allt fer beint til Ernu til þess að gera henni kleift að kaupa það sem vantar og komast aftur á fæturna eftir þetta stóra áfall,“ segir Saga í færslunni. Erna hefur sjálf lýst því á samfélagsmiðlum eftir brunann í dag að áfallið sé gríðarlegt. Hundarnir sem komust lífs af eigi langt bataferli fyrir höndum. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Kennitala: 240797-2089 Reikningsnúmer: 0130-26-3831 Eldurinn í húsi Ernu er talinn hafa kviknað út frá lampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hefur komið fram að húsið er talsvert skemmt eftir brunann. Reikningsupplýsingar í fréttinni hafa verið uppfærðar. Dýr Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir konu sem missti sex hunda sína í eldsvoða í Kópavogi í gær. Skipuleggjendur söfnunarinnar segja tjón konunnar mikið, bæði tilfinninga- og efnislegt. Konan, Erna Óladóttir Christiansen, ræktar hunda af tegundinni Russian toy og heldur úti ræktun undir merkjum Great Icelandic Toy. Margir hundar voru því á heimilinu þegar eldurinn kviknaði í gær, alls tíu, en þar af brunnu sex inni. Hundarnir hétu Echo, Abby, Mona, Oriana, Ohana og Moli. „Í brunanum sem var í Kópavogi í gær missti ung kona heimili sitt og 6 af hundabörnunum hennar dóu af völdum brunans. Það tókst að bjarga 4 hundum. Þessi unga, duglega og yndislega kona missti því bæði heimili sitt og hluta af börnunum sínum í þessum hræðilega atburði,“ segir í færslu Sögu Matthildar Árnadóttur, vinkonu Ernu, inni á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu í dag. Hinir hundarnir tveir sem týndu lífi í brunanum. Saga er ein þeirra sem heldur utan um söfnunina en um er að ræða sameiginlegt átak þeirra sem eiga hunda úr ræktun Ernu. Söfnuninni er ætlað að safna fé til þess að aðstoða Ernu, fjölskyldu hennar og eftirlifandi hundana fjóra, sem allir þurftu á aðhlynningu dýralækna að halda eftir brunann í gær. „Þetta eru algjörlega frjáls framlög og allt fer beint til Ernu til þess að gera henni kleift að kaupa það sem vantar og komast aftur á fæturna eftir þetta stóra áfall,“ segir Saga í færslunni. Erna hefur sjálf lýst því á samfélagsmiðlum eftir brunann í dag að áfallið sé gríðarlegt. Hundarnir sem komust lífs af eigi langt bataferli fyrir höndum. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: Kennitala: 240797-2089 Reikningsnúmer: 0130-26-3831 Eldurinn í húsi Ernu er talinn hafa kviknað út frá lampa, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hefur komið fram að húsið er talsvert skemmt eftir brunann. Reikningsupplýsingar í fréttinni hafa verið uppfærðar.
Dýr Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38 Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11 Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Hundarnir sem björguðust úr brunanum braggast vel Hundarnir sem björguðust úr bruna í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi í gær braggast vel, að því er fram kemur í færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook í dag. 28. október 2020 13:38
Talið að eldurinn hafi kviknað út frá lampa Talið er að eldur sem kviknaði í íbúðarhúsi við Akrakór í Kópavogi síðdegis í gær hafi kviknað út frá lampa. 28. október 2020 13:11
Sex hundar brunnu inni í Kópavogi Fjórum hundum var hins vegar bjargað úr brunanum, líkt og greint var frá í gær, og þeir fluttir til skoðunar hjá dýralækni. 28. október 2020 10:29