Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2020 21:02 Sigríður Maack, arkitekt og stjórnarkona í Arkitektafélagi Íslands. mynd/Arnar Halldórsson Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður. Húsnæðismál Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður.
Húsnæðismál Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira