Takk, framvarðarsveit Reykjavíkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 16:00 Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í morgun bárust okkur fréttir um sextánda andlátið að völdum Covid, þar af hafa sex látist í þessari þriðju bylgju. Vil ég votta aðstandendum þeirra mína innilegustu samúð. Fréttir af faraldrinum minna okkur á mikilvægi þess að við, sem samfélag, verjum þau sem veikast standa og eiga erfiðast með að smitast. Í því ljósi eru brýnt að fylgja nýjum og hertum sóttvarnarreglum heilbrigðisráðherra, ef við viljum að þessari bylgju sloti á án þess að álag á heilbrigðis- og velferðarkerfin okkar verði of mikið. Við megum ekki láta bugast af farsóttarþreytu. Mikilvæg órofin þjónusta fyrir borgarbúa Heilbrigðiskerfið og velferð vegna Covid er ekki bara að finna innan Landspítalans. Nú um helgina hafa stjórnendur hjá Reykjavíkurborg brugðist afar skjótt við, að finna leiðir til að halda uppi sóttvörnum, hlíta hertum sóttvarnarreglum en að sama skapi halda uppi mikilvægri og órofinni þjónustu fyrir borgarbúa. Þetta er t.d. þjónusta fyrir viðkvæma hópa eins og eldri borgara, fatlaða og heimilislausa. Einnig hefur þurft að bregðast skjótt við til að bjóða nemendum og kennurum upp á öruggt skólastarf. Áhrif þessara nýju samkomutakmarkana gætir hjá þjónustu til handa stórum hluta borgarbúa. Kannski þætti einhverjum það einfaldast að skella bara í lás í tvær vikur. En slíkt er ekki í boði hvað varðar þjónustu við viðkvæma hópa og við þurfum einnig að hafa í huga að neikvæð áhrif lokunar og einangrunar verði ekki meiri en hættan af Covid smiti. Við hlupum hratt og erum tilbúin Við lærðum mikið af fyrstu bylgjunni um hvernig hægt er að bregðast við. Frístundaheimilin eru tilbúin að fara aftur í rafrænar frístundir með börnum og unglingum. Skólarnir verða tilbúnir í fyrramálið með afmörkuð sóttvarnarhólf, grímuskyldu þar sem þarf, sótthreinsun og halda áfram að veita nemendum okkar mikilvæga menntun og festu sem fylgir skipulagi hins daglega skólastarfs. Velferðarsvið er einnig tilbúið. Skipulagt félagsstarf aldraðra fellur kannski niður en húsin verða ekki lokuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Mötuneyti loka en fleiri munu fá mat sendan heim. Skjáheimsóknir, sem Reykjavíkurborg tók upp í vor, halda áfram. Boðið verður upp á þjónustu allan sólarhringinn fyrir heimilslausa. Svona mætti lengi halda áfram, því starfsmenn og stjórnendur borgarinnar vita hvaða áhrif hertar sóttvarnarráðstafanir hafa á þjónustu borgarinnar og hafa unnið sleitulaust alla helgina við að bregðast við þeim. Mikilvægi kraftmikils starfsfólks Í mars, í upphafi faraldurs þegar við vissum bara að faraldurinn var að hefjast, hrósaði ég fumlausum viðbrögðum starfsfólks borgarinnar við þessu einstaka ástandi, sem af miklu æðruleysi tryggði mikilvæga þjónustu, þrátt fyrir samkomubönn og lokanir. Síðan þá hef ég fylgst með mörgum af starfsmönnum og stjórnendum Reykjavíkur í nánast stanslausum viðbragðsham. Álagið hefur verið gífurlegt og er ég þeim afar þakklát. Framvarðarsveit Reykjavíkur hefur staðið sig, ekki bara með prýði heldur einnig sem hetjur undir þessu mikla álagi undanfarna mánuði. Þegar við munum líta til baka og draga lærdóma af þessu ástandi, verður fyrsti lærdómurinn hversu mikilvægt það var að hafa jafn hæft og kröftugt starfsfólk og Reykjavík hefur að geyma. Takk fyrir. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar