„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 21:22 Stuðningsmenn Donald Trump vilja meina að kosningasvindl hafi átt sér stað. AP/Morry Gash Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Hópur stuðningsmanna forsetans kom saman við þinghúsið í Georgíu, tóku undir málflutning forsetans og sögðu hægagang við talningu vera merki um kosningasvindl. „Þetta er ekki búið! Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ kölluðu stuðningsmennirnir að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Voru þeir reiðir og ósannfærðir um að kjör Biden væri lögmætt. Sömu sögu var að segja í borginni Phoenix í Arizona, þar sem talning fer enn fram. Biden hefur verið með forskot í ríkinu, og hefði það ásamt Nevada dugað til að tryggja honum kjörið síðustu daga þegar hann hafði einungis tryggt sér 253 kjörmenn. WATCH: Roughly 100 Trump supporters gathered for a third straight day in front of the elections center in Phoenix, where hundreds of workers were processing and counting ballots. #Election2020 #Vote2020 pic.twitter.com/lBanYvtwc8— Austin Kellerman (@AustinKellerman) November 7, 2020 Líkt og frægt er orðið var það Pennsylvanía sem kom Biden yfir 270 kjörmenn þegar tuttugu kjörmenn ríkisins virtust að öllum líkindum falla til hans. 273 kjörmenn voru þar með svo gott sem komnir í hús. „Það er ekki búið að lýsa yfir úrslitum!“ kallaði Jake Angeli, þekktur stuðningsmaður Trump. „Ekki trúa þessari lygi! Þeir eru með höndina fasta ofan í kökukrúsinni og við ætlum með þetta fyrir Hæstarétt!“ Stuðningsmenn Trump fyrir utan þinghúsið í Phoenix, Arizona.AP/Ross D. Franklin Annar stuðningsmaður sem AP ræðir við, Chris Marks í Michigan-ríki, segist ekki treysta niðurstöðunum. Hann hafi sínar efasemdir um hvernig atkvæði voru talin og leggur til að öll atkvæði verði talin á ný, eða jafnvel að boðað verði til nýrra kosninga. „Ég er bara hissa að þau lýstu ekki yfir sigurvegara fyrir kosningarnar.“ Ólíklegt þykir að ró færist yfir stuðningsmannahóp Trump næstu daga, enda hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki lýsa yfir ósigri. Hann, ásamt framboði sínu, ætli að höfða fleiri dómsmál á næstu dögum til þess að skera úr um lögmæti kosninganna, þrátt fyrir að engar sannanir um kosningasvik hafi enn komið fram. Vopnaður stuðningsmaður Trump fyrir utan kjörstað í norðurhluta Las Vegas í Nevada. Allra augu voru á Nevada um tíma, enda var Biden með mikið forskot þar á lokametrunum og hafði það, ásamt Arizona, geta tryggt sigurinn.AP/John Loche Stuðningsmenn Trump í Milwaukee í Wisconsinríki. Joe Biden vann sigur í ríkinu, sem hafði farið til Donald Trump árið 2016.AP/Morry Gash Stuðningsmenn Trump hafa sínar efasemdir um kosningarnar, líkt og forsetinn sjálfur.AP/Matt York Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Hópur stuðningsmanna forsetans kom saman við þinghúsið í Georgíu, tóku undir málflutning forsetans og sögðu hægagang við talningu vera merki um kosningasvindl. „Þetta er ekki búið! Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ kölluðu stuðningsmennirnir að því er fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Voru þeir reiðir og ósannfærðir um að kjör Biden væri lögmætt. Sömu sögu var að segja í borginni Phoenix í Arizona, þar sem talning fer enn fram. Biden hefur verið með forskot í ríkinu, og hefði það ásamt Nevada dugað til að tryggja honum kjörið síðustu daga þegar hann hafði einungis tryggt sér 253 kjörmenn. WATCH: Roughly 100 Trump supporters gathered for a third straight day in front of the elections center in Phoenix, where hundreds of workers were processing and counting ballots. #Election2020 #Vote2020 pic.twitter.com/lBanYvtwc8— Austin Kellerman (@AustinKellerman) November 7, 2020 Líkt og frægt er orðið var það Pennsylvanía sem kom Biden yfir 270 kjörmenn þegar tuttugu kjörmenn ríkisins virtust að öllum líkindum falla til hans. 273 kjörmenn voru þar með svo gott sem komnir í hús. „Það er ekki búið að lýsa yfir úrslitum!“ kallaði Jake Angeli, þekktur stuðningsmaður Trump. „Ekki trúa þessari lygi! Þeir eru með höndina fasta ofan í kökukrúsinni og við ætlum með þetta fyrir Hæstarétt!“ Stuðningsmenn Trump fyrir utan þinghúsið í Phoenix, Arizona.AP/Ross D. Franklin Annar stuðningsmaður sem AP ræðir við, Chris Marks í Michigan-ríki, segist ekki treysta niðurstöðunum. Hann hafi sínar efasemdir um hvernig atkvæði voru talin og leggur til að öll atkvæði verði talin á ný, eða jafnvel að boðað verði til nýrra kosninga. „Ég er bara hissa að þau lýstu ekki yfir sigurvegara fyrir kosningarnar.“ Ólíklegt þykir að ró færist yfir stuðningsmannahóp Trump næstu daga, enda hefur forsetinn gefið það út að hann muni ekki lýsa yfir ósigri. Hann, ásamt framboði sínu, ætli að höfða fleiri dómsmál á næstu dögum til þess að skera úr um lögmæti kosninganna, þrátt fyrir að engar sannanir um kosningasvik hafi enn komið fram. Vopnaður stuðningsmaður Trump fyrir utan kjörstað í norðurhluta Las Vegas í Nevada. Allra augu voru á Nevada um tíma, enda var Biden með mikið forskot þar á lokametrunum og hafði það, ásamt Arizona, geta tryggt sigurinn.AP/John Loche Stuðningsmenn Trump í Milwaukee í Wisconsinríki. Joe Biden vann sigur í ríkinu, sem hafði farið til Donald Trump árið 2016.AP/Morry Gash Stuðningsmenn Trump hafa sínar efasemdir um kosningarnar, líkt og forsetinn sjálfur.AP/Matt York
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57 Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? 7. nóvember 2020 20:57
Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. 7. nóvember 2020 20:20
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36