Eftir hverju erum við að bíða? Bryndís Theódórsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:01 Eftir um það bil sjö vikur eiga Sameyki stéttarfélag, og önnur aðildarfélög BSRB, að hafa innleitt styttri vinnuviku í dagvinnu fyrir félagsmenn sína. Þessari innleiðingu er lokið hjá hluta félagsmanna, og er það vel, á meðan annars staðar er verið að vinna í málinu. Það getur verið flókið mál fyrir vinnustaði að takast á við og útfæra styttingu vinnuvikunnar þar sem verið er að breyta 40 klukkustunda gamalgróinni vinnuviku í 36 stunda vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar krefst endurskipulagningar og þar af leiðandi gæti þurft að endurmeta starfseiningar og/eða vinnubrögð sem hafa verið með ákveðnum formföstum hætti hingað til. Það gleymist stundum hversu mikilvægt og hollt það er fyrir starfseiningar að skoða og endurmeta vinnubrögð sín með það að markmiði að gera betur, bæði hvað varðar þjónustu, markvissari vinnubrögð, og síðast en ekki síst, til að bæta líðan starfsmanna. Stytting vinnuvikunnar er ekki einungis lífskjaramál, heldur einnig hreint og klárt jafnréttismál sem hefur mikil samfélagsleg áhrif til lengri tíma litið eins og kemur fram í þeim niðurstöðum sem fengust að loknu tilraunaverkefni ríkis og borgar þar sem vinnutími var styttur á nokkrum vinnustöðum. Á niðurstöðunum sést að vinnutímastyttingin er liður í jafnréttisbaráttunni og snýr að hinni svokölluðu „þriðju vakt” sem sífellt heyrist meira talað um og er sú vakt oftar en ekki eyrnamerkt konum á heimilinu. Í lokaskýrslu sem gerð var um tilraunaverkefnið á vegum Reykjavíkurborgar segir að viðmælendur úr tilraunaverkefninu hafi upplifað bætta líkamlega og andlega heilsu. Að þeir hafi haft meiri orku til að sinna félagslífi eða stunda líkamsrækt. Svo hafi virst sem karlar tækju meiri þátt í húsverkum og aukna ábyrgð í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og væru ánægðir með að geta tekið þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna. Að loknu áðurnefndu tilraunaverkefni kom einnig fram hjá starfsmönnum á starfsstöðum borgarinnar „að styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álag á heimilum og þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna.“ Hvað segir þetta okkur? Jú, að við séum að rétta af halla sem lengi hefur þrifist í samfélagsgerðinni okkar og haft neikvæð áhrif á fjölskyldur og jafnréttismál og því löngu tímabært að rétta hann við. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á samband okkar við börnin okkar, maka, fjölskylduna og okkur sjálf - og nú er styttingin bundin í kjarasamninga! Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Höfundur er stjórnarkona í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Eftir um það bil sjö vikur eiga Sameyki stéttarfélag, og önnur aðildarfélög BSRB, að hafa innleitt styttri vinnuviku í dagvinnu fyrir félagsmenn sína. Þessari innleiðingu er lokið hjá hluta félagsmanna, og er það vel, á meðan annars staðar er verið að vinna í málinu. Það getur verið flókið mál fyrir vinnustaði að takast á við og útfæra styttingu vinnuvikunnar þar sem verið er að breyta 40 klukkustunda gamalgróinni vinnuviku í 36 stunda vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar krefst endurskipulagningar og þar af leiðandi gæti þurft að endurmeta starfseiningar og/eða vinnubrögð sem hafa verið með ákveðnum formföstum hætti hingað til. Það gleymist stundum hversu mikilvægt og hollt það er fyrir starfseiningar að skoða og endurmeta vinnubrögð sín með það að markmiði að gera betur, bæði hvað varðar þjónustu, markvissari vinnubrögð, og síðast en ekki síst, til að bæta líðan starfsmanna. Stytting vinnuvikunnar er ekki einungis lífskjaramál, heldur einnig hreint og klárt jafnréttismál sem hefur mikil samfélagsleg áhrif til lengri tíma litið eins og kemur fram í þeim niðurstöðum sem fengust að loknu tilraunaverkefni ríkis og borgar þar sem vinnutími var styttur á nokkrum vinnustöðum. Á niðurstöðunum sést að vinnutímastyttingin er liður í jafnréttisbaráttunni og snýr að hinni svokölluðu „þriðju vakt” sem sífellt heyrist meira talað um og er sú vakt oftar en ekki eyrnamerkt konum á heimilinu. Í lokaskýrslu sem gerð var um tilraunaverkefnið á vegum Reykjavíkurborgar segir að viðmælendur úr tilraunaverkefninu hafi upplifað bætta líkamlega og andlega heilsu. Að þeir hafi haft meiri orku til að sinna félagslífi eða stunda líkamsrækt. Svo hafi virst sem karlar tækju meiri þátt í húsverkum og aukna ábyrgð í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og væru ánægðir með að geta tekið þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna. Að loknu áðurnefndu tilraunaverkefni kom einnig fram hjá starfsmönnum á starfsstöðum borgarinnar „að styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álag á heimilum og þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna.“ Hvað segir þetta okkur? Jú, að við séum að rétta af halla sem lengi hefur þrifist í samfélagsgerðinni okkar og haft neikvæð áhrif á fjölskyldur og jafnréttismál og því löngu tímabært að rétta hann við. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á samband okkar við börnin okkar, maka, fjölskylduna og okkur sjálf - og nú er styttingin bundin í kjarasamninga! Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Höfundur er stjórnarkona í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar