Telur áhyggjur af skólastarfi í engum takti við raunveruleikann Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2020 13:23 Kennslustofur eru víða auðar, skólastarfið reiðir sig að veruleg leyti á fjarkennslu en þar hefur að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara verið lyft Grettistaki. visir/vilhelm/aðsend Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur brugðist við gagnrýni sem hefur birst víða, áhyggjur af því að skólastarf framhaldsskólanema sé í ólestri vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda. Hann segir það ekki svo, þvert á móti gengur skólastarf vel og brottfall nemenda sé ekki meira en verið hefur. „Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum,“ segir Kristinn í grein sem hann birtir á Vísi. Kristinn er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann er jafnframt formaður Skólameistarafélags Íslands. Meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur af ungmennunum er Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Vísir spurði Kristinn hvort hann vilji meina að áhyggjur sem ýmsir hafa viðrað, af framhaldsskólanemum, séu orðum auknar og skólastarfið í góðum gír? „Já, en vil alls ekki gera lítið úr þeim sem glíma við erfiðleika. Legg áherslu á að hagsmunir nemenda eins og annarra í samfélaginu sé að ná niður smitum þannig að það sé hægt að opna samfélagið meira og verja síðan þann árangur.“ Kristinn segir þetta vissulega erfiða stöðu og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur brugðist við gagnrýni sem hefur birst víða, áhyggjur af því að skólastarf framhaldsskólanema sé í ólestri vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda. Hann segir það ekki svo, þvert á móti gengur skólastarf vel og brottfall nemenda sé ekki meira en verið hefur. „Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum,“ segir Kristinn í grein sem hann birtir á Vísi. Kristinn er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann er jafnframt formaður Skólameistarafélags Íslands. Meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur af ungmennunum er Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Vísir spurði Kristinn hvort hann vilji meina að áhyggjur sem ýmsir hafa viðrað, af framhaldsskólanemum, séu orðum auknar og skólastarfið í góðum gír? „Já, en vil alls ekki gera lítið úr þeim sem glíma við erfiðleika. Legg áherslu á að hagsmunir nemenda eins og annarra í samfélaginu sé að ná niður smitum þannig að það sé hægt að opna samfélagið meira og verja síðan þann árangur.“ Kristinn segir þetta vissulega erfiða stöðu og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02