Mikilvægt að Íslendingar standi saman Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 09:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. Þetta sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis. Horfa má á spjallið við Guðna hér að ofan. Guðni sagði heimilislífið á Bessastöðum háð samkomubanninu og börn á grunnskólaaldri væru heima við. Þá hefði öllum fundum forsetans verið aflýst. „Þetta eru erfiðir dagar og við tökumst á við það að jafnaðargeði og reynum að lagast að aðstæðum,“ sagði Guðni. Hann sagði skrifstofu forsetans bera merki þessa tíma og að allir sem hefðu tök á ynnu að heiman. „Nú reynir á okkur og nú sýnum við hvað í okkur býr.“ Guðni segist fylgjast með nýjustu vendingum vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 og lýsti hann yfir mikilli ánægju með og trausti á störf þeirra sem standa í framlínunni. „Það sem er gott að finna líka er hversu breið samstaða er meðal landsmanna um það að við fylkjum okkur á bakvið þessa framvarðarsveit. Þökkum þeim. Mig langar líka að þakka öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir allt þeirra starf núna. Það er unnið myrkranna á milli.“ Hann sendi einnig góðar batakveðjur til þeirra sem er lasið vegna veirunnar. Sýna að við viljum láta gott af okkur leiða „Það skiptir svo miklu máli núna að við sýnum þennan styrk og þessa samstöðu sem verður að svo miklu gagni. Það finnst mér einna mikilvægasta að sá eða sú sem að í þessu embætti er, sem ég gegni núna, geri. Að við reynum að fá fólk til að standa saman.“ Guðni sagði að ekki mætti taka þessari veiru af léttúð. Hún væri virkilega skæð. Á sama tíma mætti fólk þó ekki missa sig í angist og óðagot. Guðni sagðist ánægður með sjálfsprottinn anda í samfélaginu og nefndi nokkur dæmi þess að Íslendingar væru að leggjast á eitt. „Við erum að sýna að við viljum láta gott af okkur leiða.“ Guðni sagðist vonast til þess að þegar Íslendingar líti um öxl eftir 20, 30 ár, geti Íslendingar verið stoltir af því hvernig til tókst gegn veirunni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. Þetta sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis. Horfa má á spjallið við Guðna hér að ofan. Guðni sagði heimilislífið á Bessastöðum háð samkomubanninu og börn á grunnskólaaldri væru heima við. Þá hefði öllum fundum forsetans verið aflýst. „Þetta eru erfiðir dagar og við tökumst á við það að jafnaðargeði og reynum að lagast að aðstæðum,“ sagði Guðni. Hann sagði skrifstofu forsetans bera merki þessa tíma og að allir sem hefðu tök á ynnu að heiman. „Nú reynir á okkur og nú sýnum við hvað í okkur býr.“ Guðni segist fylgjast með nýjustu vendingum vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 og lýsti hann yfir mikilli ánægju með og trausti á störf þeirra sem standa í framlínunni. „Það sem er gott að finna líka er hversu breið samstaða er meðal landsmanna um það að við fylkjum okkur á bakvið þessa framvarðarsveit. Þökkum þeim. Mig langar líka að þakka öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir allt þeirra starf núna. Það er unnið myrkranna á milli.“ Hann sendi einnig góðar batakveðjur til þeirra sem er lasið vegna veirunnar. Sýna að við viljum láta gott af okkur leiða „Það skiptir svo miklu máli núna að við sýnum þennan styrk og þessa samstöðu sem verður að svo miklu gagni. Það finnst mér einna mikilvægasta að sá eða sú sem að í þessu embætti er, sem ég gegni núna, geri. Að við reynum að fá fólk til að standa saman.“ Guðni sagði að ekki mætti taka þessari veiru af léttúð. Hún væri virkilega skæð. Á sama tíma mætti fólk þó ekki missa sig í angist og óðagot. Guðni sagðist ánægður með sjálfsprottinn anda í samfélaginu og nefndi nokkur dæmi þess að Íslendingar væru að leggjast á eitt. „Við erum að sýna að við viljum láta gott af okkur leiða.“ Guðni sagðist vonast til þess að þegar Íslendingar líti um öxl eftir 20, 30 ár, geti Íslendingar verið stoltir af því hvernig til tókst gegn veirunni.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00
Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25