Jólaverslun á netinu ríflega tvöfaldast á þremur árum Tryggvi Snær Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2020 08:00 Ætla má að netverslun gegni stóru hlutverki í jólainnkaupum þetta árið, bæði vegna sóttvarnaraðgerða og fælni við fjölmennar samkomur. Ódýrari jólagjafir í nóvember Íslenskir karlmenn halda því oft fram að þeir vinni best undir pressu og svo virðist sem kynbræður þeirra úti í heimi séu sama sinnis. Í Bandaríkjunum bíður um fjórðungur karla með jólagjafirnar fram á síðasta dag. Konur eru hins vegar frekar fyrr á ferðinni en fara á móti fleiri verslunarferðir og versla að jafnaði fleiri gjafir. Karlar meta á hinn bóginn árangur ferðarinnar fremur á því hversu mörgum pökkum þeir skila í hús og vilja heldur ljúka þeim öllum af í einni ferð. Dagarnir „Singles day“ (11. nóvember) og „Black Friday“ (fjórði föstudagur nóvembermánaðar) eru tveir af stærri útsöludögum ársins víða erlendis. Þeir hafa ekki alltaf verið hluti af íslenskri verslunarmenningu en hafa sótt í sig veðrið á síðustu árum. Þó svo munur á verðlagi nóvember og desembermánaðar nái lengra aftur en tilkoma þessara miklu útsöluhátíða geta afslættir sem þeim tengjast verið umtalsverðir og hafa að líkindum nokkur áhrif á vísitölu neysluverðs. Lítum aðeins betur á þennan mun á verðlagi í tveimur síðustu mánuðum ársins. Vísitala neysluverðs hækkar að jafnaði meira í desembermánuði og mögulega gæti því verið hægt að spara einhverja aura með því að vera fyrr á ferðinni. Þar sem konur versla jólagjafir að meðaltali nokkuð fyrr en karlar mætti að sama skapi spyrja sig hvort þær geri með því betri kaup. Alltént getur verið gott að vita af því að verðlag á það til að taka eins og eitt skref upp á við í jólamánuðinum. Netverslun á fljúgandi siglingu Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun kórónuveirufaraldursins bendir margt til þess að jólagjafaverslun verði með öðru sniði þetta árið og hluti netverslunar gæti aukist umtalsvert. Fyrirtæki landsins hafa brugðist við sóttvarnaraðgerðum og samkomutakmörkunum með því að auka við þjónustustig á vefnum og betrumbæta netverslun. Slík verslun hefur verið í umtalsverðum vexti á síðustu árum en taka verður tillit til þess að við Íslendingar vorum nokkuð seinir að tileinka okkur þann verslunarmáta. Netverslun hefur aukist jafnt og þétt á milli ársfjórðunga og hefur síðasti fjórðungur ársins alltaf verið stærstur. Rannsókn á vegum Gallup sýnir að um 11% Íslendinga versluðu í það minnsta eina jólagjöf á netinu árið 2007 en 10 árum seinna nam hlutfallið 43% og þar af 18% sem versluðu allar sínar jólagjafir á netinu. Frá því árinu 2017 hefur netverslun Íslendinga ríflega tvöfaldast og aukið hlutdeild sína af heildarveltu verslunar um tæplega 85%. Miðað við þá þróun og núverandi ástand mætti ætla að hlutfall þeirra sem versla jólagjafir á netinu geti stóraukist þetta árið. Íslensk netverslun samkeppnishæfari en áður Á umræddum markaði netverslana ríkir mikil samkeppni og ekki einungis á meðal íslenskra fyrirtækja. Sífellt fleiri erlendar verslanir bjóða nú vörusendingar til Íslands án þess að setja upp verslun hér á landi með tilheyrandi kostnaði. Samkeppnin er að stórum hluta fólgin í verðlagi þar sem oft er hægt að nálgast sömu eða sambærilegar vörur hér á landi og úti. Spurningin er hvort erlendar eða íslenskar netverslanir séu með yfirhöndina í dag? Krónan hefur gefið talsvert eftir það sem af er ári og leiða má að því líkur að sé nokkuð minni stemming fyrir erlendum netverslunum í dag en á móti hefur veikingu krónunnar fylgt allnokkur verðbólga sem er þó misjöfn á milli vöruflokka. Vörur seldar í evrum eru tæplega 20% dýrari í krónum talið, í dollurum 13% dýrari og í pundum um 12% dýrari en þær voru í upphafi árs. Vörur í innlendum verslunum hafa ekki hækkað jafn mikið í verði og því sem nemur veikingu krónunnar í flestum tilvikum ef mögulega eru frátalin raftæki sem versluð eru í pundum. Því virðist sem innlend netverslun sé í það minnsta samkeppnishæfari við erlenda en hún var í upphafi ársins. Netverslanir komnar til að vera COVID hefur breytt aðstæðum markaðarins og þvingað verslanir til fjárfestinga í netverslun sem þær munu koma til með að búa að næstu árin. Með því að vera nógu snemma í því í ár mætti mögulega spara eilítið en þó mun ég ekki reyna verðmeta þá ánægju sem fylgir því að rölta niður Laugarveginn á Þorláksmessu að kaupa síðustu jólagjafirnar. Allur er varinn góður Nú þegar meira er farið að bera á svikum tengdum netnotkun og þar með vefverslun má loks benda á að allur er varinn góður. Með aukinni netverslun aukast líkurnar á því að óprúttnir aðilar freisti þess að brjóta á okkur með hinum ýmsu leiðum. Það er því góð regla að fara varlega við viðskipti á vefnum og forðast eins og kostur er að gefa upp kortanúmer nema eftir traustum og viðurkenndum leiðum. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verslun Jól Tryggvi Snær Guðmundsson Verðlag Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ætla má að netverslun gegni stóru hlutverki í jólainnkaupum þetta árið, bæði vegna sóttvarnaraðgerða og fælni við fjölmennar samkomur. Ódýrari jólagjafir í nóvember Íslenskir karlmenn halda því oft fram að þeir vinni best undir pressu og svo virðist sem kynbræður þeirra úti í heimi séu sama sinnis. Í Bandaríkjunum bíður um fjórðungur karla með jólagjafirnar fram á síðasta dag. Konur eru hins vegar frekar fyrr á ferðinni en fara á móti fleiri verslunarferðir og versla að jafnaði fleiri gjafir. Karlar meta á hinn bóginn árangur ferðarinnar fremur á því hversu mörgum pökkum þeir skila í hús og vilja heldur ljúka þeim öllum af í einni ferð. Dagarnir „Singles day“ (11. nóvember) og „Black Friday“ (fjórði föstudagur nóvembermánaðar) eru tveir af stærri útsöludögum ársins víða erlendis. Þeir hafa ekki alltaf verið hluti af íslenskri verslunarmenningu en hafa sótt í sig veðrið á síðustu árum. Þó svo munur á verðlagi nóvember og desembermánaðar nái lengra aftur en tilkoma þessara miklu útsöluhátíða geta afslættir sem þeim tengjast verið umtalsverðir og hafa að líkindum nokkur áhrif á vísitölu neysluverðs. Lítum aðeins betur á þennan mun á verðlagi í tveimur síðustu mánuðum ársins. Vísitala neysluverðs hækkar að jafnaði meira í desembermánuði og mögulega gæti því verið hægt að spara einhverja aura með því að vera fyrr á ferðinni. Þar sem konur versla jólagjafir að meðaltali nokkuð fyrr en karlar mætti að sama skapi spyrja sig hvort þær geri með því betri kaup. Alltént getur verið gott að vita af því að verðlag á það til að taka eins og eitt skref upp á við í jólamánuðinum. Netverslun á fljúgandi siglingu Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af þróun kórónuveirufaraldursins bendir margt til þess að jólagjafaverslun verði með öðru sniði þetta árið og hluti netverslunar gæti aukist umtalsvert. Fyrirtæki landsins hafa brugðist við sóttvarnaraðgerðum og samkomutakmörkunum með því að auka við þjónustustig á vefnum og betrumbæta netverslun. Slík verslun hefur verið í umtalsverðum vexti á síðustu árum en taka verður tillit til þess að við Íslendingar vorum nokkuð seinir að tileinka okkur þann verslunarmáta. Netverslun hefur aukist jafnt og þétt á milli ársfjórðunga og hefur síðasti fjórðungur ársins alltaf verið stærstur. Rannsókn á vegum Gallup sýnir að um 11% Íslendinga versluðu í það minnsta eina jólagjöf á netinu árið 2007 en 10 árum seinna nam hlutfallið 43% og þar af 18% sem versluðu allar sínar jólagjafir á netinu. Frá því árinu 2017 hefur netverslun Íslendinga ríflega tvöfaldast og aukið hlutdeild sína af heildarveltu verslunar um tæplega 85%. Miðað við þá þróun og núverandi ástand mætti ætla að hlutfall þeirra sem versla jólagjafir á netinu geti stóraukist þetta árið. Íslensk netverslun samkeppnishæfari en áður Á umræddum markaði netverslana ríkir mikil samkeppni og ekki einungis á meðal íslenskra fyrirtækja. Sífellt fleiri erlendar verslanir bjóða nú vörusendingar til Íslands án þess að setja upp verslun hér á landi með tilheyrandi kostnaði. Samkeppnin er að stórum hluta fólgin í verðlagi þar sem oft er hægt að nálgast sömu eða sambærilegar vörur hér á landi og úti. Spurningin er hvort erlendar eða íslenskar netverslanir séu með yfirhöndina í dag? Krónan hefur gefið talsvert eftir það sem af er ári og leiða má að því líkur að sé nokkuð minni stemming fyrir erlendum netverslunum í dag en á móti hefur veikingu krónunnar fylgt allnokkur verðbólga sem er þó misjöfn á milli vöruflokka. Vörur seldar í evrum eru tæplega 20% dýrari í krónum talið, í dollurum 13% dýrari og í pundum um 12% dýrari en þær voru í upphafi árs. Vörur í innlendum verslunum hafa ekki hækkað jafn mikið í verði og því sem nemur veikingu krónunnar í flestum tilvikum ef mögulega eru frátalin raftæki sem versluð eru í pundum. Því virðist sem innlend netverslun sé í það minnsta samkeppnishæfari við erlenda en hún var í upphafi ársins. Netverslanir komnar til að vera COVID hefur breytt aðstæðum markaðarins og þvingað verslanir til fjárfestinga í netverslun sem þær munu koma til með að búa að næstu árin. Með því að vera nógu snemma í því í ár mætti mögulega spara eilítið en þó mun ég ekki reyna verðmeta þá ánægju sem fylgir því að rölta niður Laugarveginn á Þorláksmessu að kaupa síðustu jólagjafirnar. Allur er varinn góður Nú þegar meira er farið að bera á svikum tengdum netnotkun og þar með vefverslun má loks benda á að allur er varinn góður. Með aukinni netverslun aukast líkurnar á því að óprúttnir aðilar freisti þess að brjóta á okkur með hinum ýmsu leiðum. Það er því góð regla að fara varlega við viðskipti á vefnum og forðast eins og kostur er að gefa upp kortanúmer nema eftir traustum og viðurkenndum leiðum. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun