Snjöll samskipti Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 12:00 Á morgun er símalaus sunnudagur, áskorun Barnaheilla til landsmanna, sem felur í sér að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Félagsleg nærvera er okkur öllum nauðsynleg. Á tímum sem þessum eru margir sem líta inn á við og skoða það sem mest skiptir máli – fjölskyldan, vinir, stuðningsnetið og að sjálfsögðu heilsan. Kostir samfélagsmiðla og snjallsíma í samskiptum eru áberandi sem aldrei fyrr og þá má helst ræða möguleikann á að viðhalda tengslum við nákomna þrátt fyrir að sitja hinum megin á landinu. Ömmur og afar skoða daglegt amstur barnabarna, vinir hópast saman í fjarskipta spilaleikjum og nafnaveislur eru haldnar með rafrænu móti. Ég held að allir taki undir það að þó tæknin sé vissulega góð þá jafnast ekkert á við að hitta okkar nánustu í eigin persónu, vera í sama rýminu, eins mörg og okkur sýnist, skiptast á góðum sögum, hlæja saman og mega knúsast að vild. Ég gerði meistararannsókn í félagsráðgjöf árið 2017 sem fjallaði um upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsímans. Niðurstöðurnar voru í takt við ritrýndar erlendar rannsóknir þar sem fram kom að snjallsíminn getur auðveldlega truflað samverustundir. Þetta lýsir sér þannig að síminn er tekinn reglulega upp í miðjum samræðum sem grefur þá undan tilfinningalegum tengslum og nánd milli samræðuaðila. Fólk upplifir minni samkennd, samskiptin skorta dýpt og verða þar af leiðandi ófullnægjandi. Þetta ástand er kallað fjarhuga nærvera (e. absent presence) þar sem eftirtektarleysi er lykilatriði en nærvera skerðist þrátt fyrir að aðilar sitja augliti til auglits vegna þess að snjallsíminn er í forgrunni. Árið hefur kennt okkur að meta allt fólkið okkar, saumaklúbbana, matarboðin og meira að segja troðninginn á útsölunum á nýjan hátt. Þegar stundin rennur upp og við megum öll koma saman aftur trúi ég að gæðastundirnar muni einkennast af snjöllum samskiptum í fjarveru snjallsímans. Aldrei er betri tími en á símalausum sunnudögum að æfa þennan sið og hvet ég alla sem lesa þessa grein að taka þátt á morgun. Höfundur er félagsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á morgun er símalaus sunnudagur, áskorun Barnaheilla til landsmanna, sem felur í sér að leggja frá sér símann í tólf klukkustundir og njóta samverustunda með fjölskyldunni. Félagsleg nærvera er okkur öllum nauðsynleg. Á tímum sem þessum eru margir sem líta inn á við og skoða það sem mest skiptir máli – fjölskyldan, vinir, stuðningsnetið og að sjálfsögðu heilsan. Kostir samfélagsmiðla og snjallsíma í samskiptum eru áberandi sem aldrei fyrr og þá má helst ræða möguleikann á að viðhalda tengslum við nákomna þrátt fyrir að sitja hinum megin á landinu. Ömmur og afar skoða daglegt amstur barnabarna, vinir hópast saman í fjarskipta spilaleikjum og nafnaveislur eru haldnar með rafrænu móti. Ég held að allir taki undir það að þó tæknin sé vissulega góð þá jafnast ekkert á við að hitta okkar nánustu í eigin persónu, vera í sama rýminu, eins mörg og okkur sýnist, skiptast á góðum sögum, hlæja saman og mega knúsast að vild. Ég gerði meistararannsókn í félagsráðgjöf árið 2017 sem fjallaði um upplifun ungmenna af samskiptum með tilkomu snjallsímans. Niðurstöðurnar voru í takt við ritrýndar erlendar rannsóknir þar sem fram kom að snjallsíminn getur auðveldlega truflað samverustundir. Þetta lýsir sér þannig að síminn er tekinn reglulega upp í miðjum samræðum sem grefur þá undan tilfinningalegum tengslum og nánd milli samræðuaðila. Fólk upplifir minni samkennd, samskiptin skorta dýpt og verða þar af leiðandi ófullnægjandi. Þetta ástand er kallað fjarhuga nærvera (e. absent presence) þar sem eftirtektarleysi er lykilatriði en nærvera skerðist þrátt fyrir að aðilar sitja augliti til auglits vegna þess að snjallsíminn er í forgrunni. Árið hefur kennt okkur að meta allt fólkið okkar, saumaklúbbana, matarboðin og meira að segja troðninginn á útsölunum á nýjan hátt. Þegar stundin rennur upp og við megum öll koma saman aftur trúi ég að gæðastundirnar muni einkennast af snjöllum samskiptum í fjarveru snjallsímans. Aldrei er betri tími en á símalausum sunnudögum að æfa þennan sið og hvet ég alla sem lesa þessa grein að taka þátt á morgun. Höfundur er félagsráðgjafi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar