Grunaður um brot gegn barni yfir tólf ára tímabil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2020 13:10 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur á Selfossi en þetta mál fer fram í sal dómsins í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn stúlku frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Málið var þingfest í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Lýsingar í ákæru eru eðli máls samkvæmt ófagrar og er ástæða til að vara viðkvæma lesendur við frekari lestri. Þannig er karlmanninum gefið að sök að hafa brotið á stúlkunni í fjölda ótilgreindra skipta. Brotin hafi meðal annars átt sér stað á heimili stúlkunnar. Fram kemur að hann hafi beitt stúlkuna ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni. Þannig hafi hann haft við hana kynferðismök önnur en samræði. Meðal annars með því að setja fingur í leggöng, sleikja kynfæri og láta stúlkuna hafa við sig munnmök. Þá á hann sömuleiðis að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín og fróað sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. Í eitt skipti er manninum gefið að sök að hafa í bíl sínum sagt við stúlkuna að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans þegar hann væri einn heima svo hann gæti riðið henni almennilega. Þannig hafi maðurinn sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Auk þess er maðurinn sagður hafa í fjölda ótilgreindra skipta sýnt stúlkunni klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt ósiðlegt athæfi. Brot mannsins varða bæði almenn hegningarlög en sömuleiðis barnaverndarlög. Réttargæslumaður stúlkunnar fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur. Vestmannaeyjar Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn stúlku frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Málið var þingfest í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Lýsingar í ákæru eru eðli máls samkvæmt ófagrar og er ástæða til að vara viðkvæma lesendur við frekari lestri. Þannig er karlmanninum gefið að sök að hafa brotið á stúlkunni í fjölda ótilgreindra skipta. Brotin hafi meðal annars átt sér stað á heimili stúlkunnar. Fram kemur að hann hafi beitt stúlkuna ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni. Þannig hafi hann haft við hana kynferðismök önnur en samræði. Meðal annars með því að setja fingur í leggöng, sleikja kynfæri og láta stúlkuna hafa við sig munnmök. Þá á hann sömuleiðis að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín og fróað sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. Í eitt skipti er manninum gefið að sök að hafa í bíl sínum sagt við stúlkuna að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans þegar hann væri einn heima svo hann gæti riðið henni almennilega. Þannig hafi maðurinn sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Auk þess er maðurinn sagður hafa í fjölda ótilgreindra skipta sýnt stúlkunni klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt ósiðlegt athæfi. Brot mannsins varða bæði almenn hegningarlög en sömuleiðis barnaverndarlög. Réttargæslumaður stúlkunnar fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Vestmannaeyjar Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00