Gerður Kristný hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 16:20 Gerður Kristný. vísir/egill Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristnýju verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag þar sem haldin var hátíðarathöfn í tilefni dags íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert þann 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristýju verðlaunin.vísir/egill Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að horft hafi verið til fjölhæfni Gerðar Kristnýjar við veitingu verðlaunnanna. „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fær sérstaka viðurkenningu Þá fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að félagið hafi starfað í um þrjá áratugi og vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Lista yfir fyrri verðlaunahafa má nálgast hér. Menning Íslenska á tækniöld Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristnýju verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag þar sem haldin var hátíðarathöfn í tilefni dags íslenskrar tungu, sem haldinn er ár hvert þann 16. nóvember á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar. Lilja D. Alfreðsdóttir veitti Gerði Kristýju verðlaunin.vísir/egill Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Í rökstuðningi dómnefndar segir að horft hafi verið til fjölhæfni Gerðar Kristnýjar við veitingu verðlaunnanna. „Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fær sérstaka viðurkenningu Þá fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Í rökstuðningi dómnefndarinnar segir að félagið hafi starfað í um þrjá áratugi og vakið verðskuldaða athygli á skáldum og skáldskap landsfjórðungsins með vönduðu útgáfustarfi. Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Lista yfir fyrri verðlaunahafa má nálgast hér.
„Ég safnaði / mér saman // Rétti af brúnir / raðaði tönnum / reyrði inn lifur / og lungu // hnoðaði hjartað / í gang“, með þessum hætti yrkir skáldið Gerður Kristný sem í dag hlýtur Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Línurnar eru sóttar í ljóðabálkinn Blóðhófni en í honum endurtúlkar Gerður Kristný hin fornu Skírnismál með því að segja sögu jötnarmeyjarinnar Gerðar frá hennar eigin sjónarhorni – það sem gjarna hafði verið túlkað sem ástarsaga hennar og Freys verður að sögu um ofbeldi. Með Blóðhófni bætti Gerður við nýrri rödd í fjölraddakór Eddukvæða, gaf fortíðinni mál, en það sama gerði hún sem blaðamaður og rithöfundur þegar hún gaf þolendum kynferðisofbeldis í samtímanum færi á að segja sögur sínar bæði á síðum Mannlífs sem Gerður Kristný ritstýrði og bókinni Myndinni af pabba – Sögu Thelmu. „Bærinn / reistur úr / raunum // Þakið úr þögn // Innviðir /klæddir úr illsku“, ef þessar línur úr Blóðhófni lýsa því sem kalla mætti launkofa þá má segja að Gerður Kristný hafi rofið þekju hans með verkum sínum.
Í því sambandi má nefna sýnisbókina Raddir að austan (1999) sem hefur að geyma ljóð eftir 122 þálifandi skáld og ritröðina Austfirsk ljóðskáld sem hóf göngu sína í upphafi nýrrar aldar en í henni hefur komið út amk ein ljóðabók á ári síðan. Nú fyrir skömmu gaf félagið út Hugurinn einatt hleypur minn þar sem er birtur og rakinn kveðskapur og æviferill Guðnýjar Árnadóttur, Skáld-Guðnýjar, 1813–1897, en hún var fátæk húskona og ljósmóðir á Fljótsdalshéraði og í Lóni um sína daga. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur með félagsstarfi sínu hlúð að grasrótinni í íslenskum skáldskap, aukið við flóru íslenskra góðskálda og haldið í heiðri minningu eldri skálda sem nú eru gengin. Félag ljóðaunnenda hefur sýnt að á Austurlandi er ekki aðeins, eyjaval, eins og Jónas Hallgrímsson orti heldur líka skáldaval. Af þeim sökum fær Félag ljóðaunnenda á Austurlandi sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Menning Íslenska á tækniöld Ljóðlist Bókmenntir Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Fleiri fréttir Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent