Er hlustað á stærstu hagaðila háskólamenntunar? Isabel Alejandra Díaz og Steinunn Alda Gunnarsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 07:31 Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Isabel Alejandra Díaz Steinunn Alda Gunnarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í háskólum landsins er fjölbreytt flóra stúdenta sem eiga það sameiginlegt að auðga nærumhverfi sitt. Stúdentar bregða sér ýmist í hlutverk námsmanns eða starfskrafts sem er hluti vinnuafls þessa lands og það gæti ekki verið skýrara að þeir séu virkir þátttakendur í samfélaginu. Í tilefni af alþjóðlegum degi stúdenta er viðeigandi að minna á að stærstu hagaðilar háskólamenntunar eru einmitt stúdentar. Sem helstu hagaðilar menntunar er mikilvægt fyrir stúdenta að stjórnvöld, sem sitja hinum megin við borðið, eigi í árangursríku samráði við þá og að ákvarðanir séu teknar með hag þeirra að leiðarljósi. Það kann að vera að hagsmunirnir fari ekki alltaf saman og er þá lykilatriði að geta átt í opnum og heiðarlegum samskiptum og leitað lausna í sameiningu. Eiga samráð á borði en ekki aðeins í orði. Á tímum sem þessum er gríðarlega mikilvægt að rödd stúdenta heyrist. Með það að markmiði hafa Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) mætt vel undirbúin til leiks; kannað andlega líðan og félagslegar aðstæður stúdenta sinna, kortlagt atvinnumál þeirra og talað því máli áfram með haldbærum gögnum. Stúdentahreyfingarnar hafa til að mynda þurft að ábyrgjast gagnaöflun þegar kemur að stöðu stúdenta á vinnumarkaði af því að af hálfu stjórnvalda er gagnaöflunin ófullnægjandi. Jafnvel þá er málsvörnin þó ekki talin trúverðug. Rík áhersla mennta- og menningarmálaráðherra á að halda skólahaldi óbreyttu til þess að menntakerfið haldist í eðlilegu formi þrátt fyrir miklar áhyggjur stúdenta er einnig umhugsunarefni. SHÍ og SHA hafa undirstrikað að kjarni málsins sé að það geti ekki allir stúdentar tekið þá áhættu sem ætlast er til af þeim með því að mæta í staðpróf. Samfélagsástandið býður stúdentum í áhættuhópi, eða stúdentum sem umgangast einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, ekki upp á það. Við viljum því ítreka mikilvægi þess að háskólarnir samræmi tilhögun námsmats og gæti þannig að öryggi og heilsu stúdenta. Hvorki gæði náms né færni þeirra hrakar við að aðlaga kennslu og námsmat að breyttum aðstæðum og má í þessu samhengi réttilega benda á að fremstu háskólar heims hafa ráðist í slíkar aðgerðir. Það er jafnréttismál að rödd stúdenta fái vægi í allri ákvarðanatöku sem þeim viðkemur og bindum við miklar vonir við að það sé raunverulegur vilji stjórnvalda, ef marka má þingsályktunartillögu um menntastefnu fyrir árin 2020-2030 sem bíður afgreiðslu á þingi. Vegna þess að þrátt fyrir fjölda samráðsfunda þar sem fulltrúar stúdenta hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri hefur ekki verið gripið til aðgerða sem tryggja hag og rétt allra stúdenta. Höfundar eru Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Steinunn Alda Gunnarsdóttir formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun