Fótboltinn langvinsælastur og karfan fór upp fyrir handboltann Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 13:01 Árangur íslensku landsliðanna í fótbolta á síðustu árum hefur eflaust mikið um það að segja hve margir stunda íþróttina hér á landi. vísir/vilhelm Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ. Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Knattspyrna er sem fyrr fjölmennasta íþróttagrein landsins samkvæmt árlegu yfirliti ÍSÍ. Tvær breytingar urðu á meðal tíu vinsælustu íþróttagreina landsins á milli ára. Nýtt yfirlit ÍSÍ sýndir gögn frá árinu 2019. Innan íþróttahreyfingarinnar eru miklar áhyggjur af brottfalli vegna kórónuveirufaraldursins, og að erfitt geti reynst að vinna það upp, en hin nýbirtu gögn fjalla ekki um þetta ár. Alls voru 108.705 iðkendur á skrá hjá að minnsta kosti einu sérsambandi ÍSÍ árið 2019, samnborið við 104.042 árið áður. Fjölgunin nemur því 4,5%. Þetta þýðir að 30,3% Íslendinga stunda íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ. Tæplega þrjátíu þúsund iðkanir í fótboltanum Ljóst er að sami iðkandi getur verið í fleiri en einni íþróttagrein, og jafnvel skráður í fleiri en eitt íþróttafélag innan sama sérsambands. Við vinnslu sinnar tölfræði skoðar ÍSÍ því fjölda „iðkana“, sem geta sem sagt verið fleiri en ein hjá sama íþróttamanni. Lykiltölurnar varðandi iðkendur innan ÍSÍ á árinu 2019.isi.is Á árinu 2019 voru „iðkanir“ 29.998 talsins hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Golfsamband Íslands kom næst með 21.215 iðkanir og Fimleikasamband Íslands þriðja með 14.141 iðkanir. Mikil fjölgun í körfubolta en fækkun í badminton Fjölgun varð í öllum þessum greinum, mest í fótboltanum eða um 7,2%. Karlar eru í miklum meirihluta í fótboltanum en alls eru 14.075 strákar undir 18 ára aldri í fótbolta, og 7.455 stelpur. Hjá fullorðnum eru 6.633 karlar en 1.835 konur á skrá hjá knattspyrnufélagi. Á lista yfir tíu vinsælustu greinarnar fjölgar iðkunum í körfubolta hlutfallslega mest eða um 14,6%. Þar með eru nú fleiri iðkanir í körfubolta (8.313) en handbolta (7.685). Skotíþróttir (5.509) fara jafnframt upp fyrir badminton (5.011) en iðkunum badmintons fækkaði um 20,3%. Fjöldi íþróttadeilda á árinu 2019 var 854, innan 408 íþróttafélaga. Alls kepptu félögin í 47 íþróttagreinum. Sérsambönd ÍSÍ voru 33 talsins. Hér má rýna nánar í yfirlit ÍSÍ.
Fótbolti Fimleikar Golf Handbolti Körfubolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira