Það er smá óbragð í munninum á manni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2020 17:43 Hallbera Guðný var frekar súr, og köld, að loknum leik Vals og Glasgow City í Meistaradeildinni í dag. Eðlilega þar sem leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Valur tapaði á svekkjandi hátt. Vísir/Bára Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir átti frábæran leik í liði Vals sem tapaði gegn Glasgow City í vítaspyrnukeppni í Meistaradeild Evrópu í dag. Þar með er Valur úr leik en liðið barðist hetjulega frá upphafi til enda og var síst lakara liðið í dag. Lokatölur að loknum venjulegum leiktíma sem og framlengingu voru 1-1 en Hallbera Guðný lagði upp jöfnunarmark Vals þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Hún því miður skoraði ekki úr vítaspyrnu sinni og því fór það svo að Valsstúlkur eru úr leik. „Maður er bara drullu svekktur. Sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist, mér fannst við eiga að taka sigurinn. Fáum nokkur góð færi, mér skilst að við hefðum átt að fá víti, þær skora mark sem er vægast sagt vafasamt svo það er smá óbragð í munninum á manni. Því miður fór í vítaspyrnukeppni og við gömlu stóðum okkur ekki alveg nógu vel á punktinum þar þannig að það fór sem fór,“ sagði Hallbera Guðný að leik loknum. Atriðin sem hún nefnir eru annars vegar fyrra mark leiksins þar sem tveir leikmenn Vals enda í jörðinni eftir aukaspyrnu. Í kjölfarið komst Glasgow City yfir. Það var svo á 117. mínútu leiksins sem brotið var á Hlín Eiríksdóttur innan vítateigs en hvorki dómari leiksins né aðstoðardómari virtust þora að dæma vítaspyrnu á þeim tímapunkti leiksins. „Mér fannst að við hefðum átt að klára þetta í venjulegum leiktíma. Svo í framlengingunni fannst mér líka eiga að klára leikinn. Það hefði verið gott að klára þetta en því miður náðum við ekki að ganga frá því. Það er alltaf erfitt að fara í vítaspyrnukeppni, það er bara 50/50 þannig að við erum smá súrar með þetta,“ sagði vinstri bakvörðurinn knái enn fremur um leikinn. Ekki var að sjá á Valsliðinu að þær hefðu ekki spilað síðan þær unnu HJK í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum síðan. Að lokum var Hallbera spurð hvort Valsliðið gæti tekið eitthvað jákvætt út úr jafn súru tapi og raun bar vitni. „Held við getum tekið helling jákvætt út úr þessu. Við erum með ungar stelpu sem er að spila í miðverðinum [Örnu Eiríksdóttur], Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir] kemur inn á miðjuna og svo Ásdís [Karen Halldórsdóttir]. Þetta eru leikmenn sem hafa ekki verið að spila mikið í sumar, þær eru að koma inn í Evrópuleikina og það sýnir hvað við erum með breiðan og góðan hóp,“ sagði Hallbera Guðný að lokum.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti