Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2020 22:34 Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar í Vatnsfirði. Egill Aðalsteinsson Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti athygli okkar á ferð um Vestfirði á dögunum að á hlaðinu við Hótel Flókalund var ys og þys en hótelinu hefur venjulega verið lokað um eða eftir miðjan september. Sævar Pálsson og eiginkona hans, ásamt öðrum hjónum, eiga hótelið. „Já, við höfum yfirleitt lokað í kringum 20. september. En svo í byrjun október, þá opnuðum við aftur fyrir verktaka, sem eru að byrja hérna á Dynjandisheiðinni,“ segir Sævar og jánkar því að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim. Vinnubílar Íslenskra aðalverktaka á hlaðinu við Hótel Flókalund.Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar ákváðu að leigja hluta hótelsins undir vinnuflokk sinn á Dynjandisheiði í stað þess að reisa vinnubúðir. -Svo gistið þið bara á hóteli? „Já, það er Flókalundur. Það fer bara vel um okkur þar,“ svarar Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV. -Og heitur pottur í fjörunni? „Já.“ -Ekkert covid sem stoppar það? „Nei,“ svarar Pétur. Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Aðalvinnusvæðið er aðeins tvo kílómetra frá Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að eiga þetta í tuttugu ár og við höfum aldrei verið með heilsársrekstur áður. Og það var aldrei áður en við eignuðust það, heilsársrekstur hérna,“ segir Sævar. -Er þetta þá eingöngu fyrir verktakana? „Já, við erum náttúrlega fyrst og fremst fyrir verktakana hérna núna. En við vísum engum á dyr.“ Miklar vegarbætur eru framundan á Vestfjörðum. En gætu þær leitt til þess að Flókalundur verði heilsárshótel í framtíðinni? „Ég á von á því, já, að það verði. En það eru einhver ár í það. En ég á von á því að það verði í framtíðinni,“ svarar Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flókalundur byrjaði sem veitingaskáli árið 1961 en árið 1966 var byrjað að leigja þar út gistiherbergi. Sumarið 2014 var fjallað um Hótel Flókalund, vestfirska vegi og heita pottinn í fjörunni í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það vakti athygli okkar á ferð um Vestfirði á dögunum að á hlaðinu við Hótel Flókalund var ys og þys en hótelinu hefur venjulega verið lokað um eða eftir miðjan september. Sævar Pálsson og eiginkona hans, ásamt öðrum hjónum, eiga hótelið. „Já, við höfum yfirleitt lokað í kringum 20. september. En svo í byrjun október, þá opnuðum við aftur fyrir verktaka, sem eru að byrja hérna á Dynjandisheiðinni,“ segir Sævar og jánkar því að þar hafi hlaupið á snærið hjá þeim. Vinnubílar Íslenskra aðalverktaka á hlaðinu við Hótel Flókalund.Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar ákváðu að leigja hluta hótelsins undir vinnuflokk sinn á Dynjandisheiði í stað þess að reisa vinnubúðir. -Svo gistið þið bara á hóteli? „Já, það er Flókalundur. Það fer bara vel um okkur þar,“ svarar Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV. -Og heitur pottur í fjörunni? „Já.“ -Ekkert covid sem stoppar það? „Nei,“ svarar Pétur. Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Aðalvinnusvæðið er aðeins tvo kílómetra frá Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að eiga þetta í tuttugu ár og við höfum aldrei verið með heilsársrekstur áður. Og það var aldrei áður en við eignuðust það, heilsársrekstur hérna,“ segir Sævar. -Er þetta þá eingöngu fyrir verktakana? „Já, við erum náttúrlega fyrst og fremst fyrir verktakana hérna núna. En við vísum engum á dyr.“ Miklar vegarbætur eru framundan á Vestfjörðum. En gætu þær leitt til þess að Flókalundur verði heilsárshótel í framtíðinni? „Ég á von á því, já, að það verði. En það eru einhver ár í það. En ég á von á því að það verði í framtíðinni,“ svarar Sævar Pálsson, einn af eigendum Hótels Flókalundar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flókalundur byrjaði sem veitingaskáli árið 1961 en árið 1966 var byrjað að leigja þar út gistiherbergi. Sumarið 2014 var fjallað um Hótel Flókalund, vestfirska vegi og heita pottinn í fjörunni í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Vesturbyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Vilja fá nýjan Baldur strax í siglingar yfir Breiðafjörð Samgöngumálin brenna á Vestfirðingum sem aldrei fyrr. Umræðan hefur enn og aftur blossað upp eftir óhapp á Hjallahálsi um síðustu helgi þar sem vöruflutningabíll valt. Á sunnanverðum Vestfjörðum vilja samtök atvinnurekenda fá nýjan Baldur strax. 11. nóvember 2020 22:32