Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 21:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn. Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn.
Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16
Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41
Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20