Þjóðkirkjan og norræna módelið Skúli S. Ólafsson skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Skúli S. Ólafsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi (23/11). Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“. Máli sínu til stuðnings teflir hann fram tölum úr nýlegri skoðanakönnun sem félagið lét gera. Norðurlöndin Nú er það svo að íslenska þjóðkirkjan er fjarri því einstök. Hún er þvert á móti eitt af því sem einkennir Norðurlöndin. Hvað eiga Norðurlöndin fimm annars sameiginlegt? Jú, þau þykja vera í fremsta flokki þegar kemur að velferð fólks, mannréttindum, umhverfisvernd, jafnrétti, frelsi, lýðræði og valddreifingu svo eitthvað sé nefnt. „Norræna módelið“ er heimsþekkt. Með nokkurri einföldun grundvallast það annars vegar, á eindregnum vilja til að koma til móts við þau sem þurfa á opinberri þjónustu að halda og svo hins vegar er það krafan um að fólk axli samfélagslega ábyrgð ef það á þess kost. Norrænar þjóðkirkjur Ef dýpra er skyggnst, hverjar eru rætur norrænna velferðarsamfélaga? Ekki liggja þær í stjórnskipun, þrjú ríkjanna eru konungsveldi og tvö lýðveldi. Ekki er það tungan, finnskan er af öðrum stofni en hin málin. Ekki er það heldur sögulegur bakgrunnur í einu tilteknu samveldi. Hér forðum skiptu stórveldi Svía og Dana svæðinu á milli sín. Þegar betur er að gáð, kemur á daginn að hinn norræni samnefnari er sterk og öflug þjóðkirkja. Í öllum þessum löndum, þar sem trúfrelsi er óskorað og réttur minnihlutahópa er í hávegum hafður, hafa þjóðkirkjurnar yfirburðarstöðu. Hlutfall fólks í þjóðkirkjum eftir löndum er sem hér segir: Danmörk: 74,3% Svíþjóð. 57% Noregur: 71% Finnland: 69% Ísland: 60% Hér ber að hafa í huga að fríkirkjur eru víða sterkar í þessum löndum og innflytjendur hafa streymt þangað undanfarna áratugi. Á Íslandi er hlutfall innflytjenda 15%. Íbúar sem hafa búið erlendis og flytja aftur heim eru sjálfkrafa skráðir utan trúfélaga. Það er því ekki að undra að hlutfallið hafi lækkað undanfarin ár í kjölfar stórtækra lýðfræðilegra breytinga en engu að síður er það jafn hátt og tölurnar sýna. Sveinn Atli virðist líta á þjóðkirkjuna eingöngu sem trúfélag. Í ljósi stöðu sinnar og norrænna róta þá gegnir hún mun víðtækara hlutverki, sem er í senn menningarlegt og samfélagslegt. Þjóðkirkjan er þjónustusamfélag og hefur sem slík rækilega sannað gildi sitt þegar á það hefur reynt (sjá t.d. grein mína frá 19. október s.l:). Breyttur tónn í Siðmennt Siðmennt hefur lagt sig fram um að veita viðlíka þjónustu og þjóðkirkjan gerir í tengslum við ýmis tímamót í lífi fólks. Félagið býður upp á námskeið sem fólk getur sótt og öðlast það þá réttindi sem athafnastjórar. Það er auðvitað gott og blessað að almenningur geti valið hver haldi utan um athafnir á lífsleiðinni. Vitaskuld er þó ólíku saman að jafna þegar áföll verða hvort þjónustan felist eingöngu í því að sinna sjálfri athöfninni eða hvort, eins og í tilviki prests og djákna, víðtæk sálgæsla er þar einnig í boði. Pistill Sveins Atla vekur mig til umhugsunar. Það ber ekki á öðru en að nýr tónn sé kominn í Siðmennt. Þessi skilaboð hans ættu að vera áhyggjuefni fólki sem tengir lífssýn sína við opna hugsun og umburðarlyndi. Enginn Íslendingur er í hlekkjum þjóðkirkju, ekki frekar en á við um aðra Norðurlandabúa. Þjóðkirkjan hefur með boðun sinni miðlað jákvæðri lífssýn. Hún hvetur fólk til að taka stöðu með þeim sem stendur höllum fæti. Þá boðar hún þá hugsjón að hvert og eitt okkar geti með gagnlegum störfum og heiðarlegri þjónustu verið samverkamenn Guðs til að skapa betri heim. Fræðimenn hallast margir að því að þarna sé einmitt að finna jarðveginn fyrir ,,norræna módelið“.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun