Stóð í skilnaði, rándýru dómsmáli og bjó í barnaherbergi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2020 11:30 Sigmar Vilhjálmsson hefur vakið athygli bæði í fjölmiðlum og síðar sem veitingamaður. vísir/vilhelm Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stóð í skilnaði við barnsmóður sína, dómsmáli við fyrrverandi vin sinn og bjó á sama tíma í barnaherbergi hjá öðrum vini. Sigmar er gestur Einkalífsins og segir skilnað afar sorglegan þótt ákvörðunin sé rétt. Sigmar sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví um aldamótin og hefur síðan þá verið þjóðþekktur einstaklingur hér á landi. Í dag á hann nokkra veitingastaði og hefur gert það gott á því sviði. Sigmar opnaði Fabrikkuna ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni og Skúla Gunnari Sigfússyni, oftast kenndur við Subway, árið 2010. Í kjölfarið fór hann í rekstur á fleiri veitingastöðum á borð við Shake & Pizza í Keiluhöllinni og á í dag hlut í Barion-stöðunum, Hlöllabátum og Minigarðinum. Var að missa vin En samstarf hans og Skúla Gunnars endaði ekki vel og hefur Sigmar verið í áralöngum lagadeilum við hann sem hafa staðið yfir í fjögur ár og það ferli hefur tekið sinn toll. Sigmar hefur eytt 26 milljónum í dómsmálin sem hafa farið fram og til baka í dómskerfinu. Hann segist stundum sjá eftir því að hafa farið í mál, en hugsar líka til þess að hann hefði líklega alltaf séð eftir því, ef hann hefði sleppt því. Sigmar segist ekki bara hafa verið sár að upplifa sig svikinn heldur einnig að þarna var hann að missa vin. „Ég held að það sé ekki hægt að dvelja við þá hugsun að sjá eftir hlutum og vera velta þeim fyrir sér ef og hefði í þessu,“ segir Simmi en Skúli var sýknaður í Landsrétti í október. Hann segir málinu ekki enn lokið. Sigmar hafði áður unnið málið á öðru dómsstigi. „Þetta er svona mál sem ég hugsa ekkert um nema þegar ég þarf að taka fund með lögmönnum mínum og fara yfir þetta. Þá er það bara helvíti leiðinlegur dagur.“ Klippa: Einkalífið - Sigmar Vilhjálmsson Þessi fjögur ár hafa verið bæði góð og erfið hjá Sigmari en á því tímabili gekk hann í gegnum skilnað við barnsmóður sína en saman eiga þau þrjá drengi. „Það má segja það að allir mælikvarðar hafi þarna verið settir á hvolf, allt norm hafi verið snúið á hvolf á þessum tíma. Auðvitað fylgir því ákveðið álag. Ég sel síðan þarna mína hluti í Keiluhöllinni og Fabrikkunni og var ekki að deila framtíðarsýn með mínum meðeigendum þá. Það ár sem tók við eftir það var erfitt ár, þó ég hafi ekkert endilega tæklað það. Það kom bara tómarúm sem ég fyllti upp í með ansi mörgum utanlandsferðum og maður í raun flúði bara aðstæðurnar heldur en að tækla þær.“ Sorgarferli Eftir skilnaðinn flutti Sigmar út úr húsi þeirra hjóna og fannst honum skipta mestu máli að rammi drengjanna yrði eins eðlilegur og hægt væri. Sigmar þurfti því að finna sér húsnæði í hverfinu en það tók tíma. Á meðan fékk hann að búa inni í barnaherberginu hjá góðvini sínum. „Eins og það var yndislegt að búa hjá vini mínum og ekki ætla ég að gera lítið úr því, en þetta var tímabil þar sem maður kemur heim úr vinnu og kemur ekki inn á heimilið sitt og öll rútína sem maður er vanur er bara farin. Það voru oft erfið kvöld að takast á við og ég fann það, og ég held að margir finni það sem fara í gegnum skilnað að tilfinningin að fara í einhverjar áttir sem eru ekki hollar er sterk. Maður varð svolítið að berjast við það og halda fókus. Skilnaður yfirhöfuð er sorgarferli, þetta er alveg tveggja ára sorgarferli þó að ákvörðunin sé rétt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira. Einkalífið Veitingastaðir Fjölmiðlar Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Sigmar sló fyrst í gegn í þáttunum 70 mínútur á Popp Tíví um aldamótin og hefur síðan þá verið þjóðþekktur einstaklingur hér á landi. Í dag á hann nokkra veitingastaði og hefur gert það gott á því sviði. Sigmar opnaði Fabrikkuna ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni og Skúla Gunnari Sigfússyni, oftast kenndur við Subway, árið 2010. Í kjölfarið fór hann í rekstur á fleiri veitingastöðum á borð við Shake & Pizza í Keiluhöllinni og á í dag hlut í Barion-stöðunum, Hlöllabátum og Minigarðinum. Var að missa vin En samstarf hans og Skúla Gunnars endaði ekki vel og hefur Sigmar verið í áralöngum lagadeilum við hann sem hafa staðið yfir í fjögur ár og það ferli hefur tekið sinn toll. Sigmar hefur eytt 26 milljónum í dómsmálin sem hafa farið fram og til baka í dómskerfinu. Hann segist stundum sjá eftir því að hafa farið í mál, en hugsar líka til þess að hann hefði líklega alltaf séð eftir því, ef hann hefði sleppt því. Sigmar segist ekki bara hafa verið sár að upplifa sig svikinn heldur einnig að þarna var hann að missa vin. „Ég held að það sé ekki hægt að dvelja við þá hugsun að sjá eftir hlutum og vera velta þeim fyrir sér ef og hefði í þessu,“ segir Simmi en Skúli var sýknaður í Landsrétti í október. Hann segir málinu ekki enn lokið. Sigmar hafði áður unnið málið á öðru dómsstigi. „Þetta er svona mál sem ég hugsa ekkert um nema þegar ég þarf að taka fund með lögmönnum mínum og fara yfir þetta. Þá er það bara helvíti leiðinlegur dagur.“ Klippa: Einkalífið - Sigmar Vilhjálmsson Þessi fjögur ár hafa verið bæði góð og erfið hjá Sigmari en á því tímabili gekk hann í gegnum skilnað við barnsmóður sína en saman eiga þau þrjá drengi. „Það má segja það að allir mælikvarðar hafi þarna verið settir á hvolf, allt norm hafi verið snúið á hvolf á þessum tíma. Auðvitað fylgir því ákveðið álag. Ég sel síðan þarna mína hluti í Keiluhöllinni og Fabrikkunni og var ekki að deila framtíðarsýn með mínum meðeigendum þá. Það ár sem tók við eftir það var erfitt ár, þó ég hafi ekkert endilega tæklað það. Það kom bara tómarúm sem ég fyllti upp í með ansi mörgum utanlandsferðum og maður í raun flúði bara aðstæðurnar heldur en að tækla þær.“ Sorgarferli Eftir skilnaðinn flutti Sigmar út úr húsi þeirra hjóna og fannst honum skipta mestu máli að rammi drengjanna yrði eins eðlilegur og hægt væri. Sigmar þurfti því að finna sér húsnæði í hverfinu en það tók tíma. Á meðan fékk hann að búa inni í barnaherberginu hjá góðvini sínum. „Eins og það var yndislegt að búa hjá vini mínum og ekki ætla ég að gera lítið úr því, en þetta var tímabil þar sem maður kemur heim úr vinnu og kemur ekki inn á heimilið sitt og öll rútína sem maður er vanur er bara farin. Það voru oft erfið kvöld að takast á við og ég fann það, og ég held að margir finni það sem fara í gegnum skilnað að tilfinningin að fara í einhverjar áttir sem eru ekki hollar er sterk. Maður varð svolítið að berjast við það og halda fókus. Skilnaður yfirhöfuð er sorgarferli, þetta er alveg tveggja ára sorgarferli þó að ákvörðunin sé rétt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Simmi Vill um upphafið á fjölmiðlaferli sínum, veitingabransann og það hvernig er að reka veitingastaði í miðju Covid, um fráfall föður hans seint á síðasta ári, þristamúsina frægu, framtíðina og svo margt fleira.
Einkalífið Veitingastaðir Fjölmiðlar Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira