Gæslan segir flugvirkja ekki hafa mætt til vinnu sem hafi átt að mæta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 TF-GRO situr föst í flugskýli Landhelgisgæslunnar og er óstarfhæf þar sem reglubundnu viðhaldi hefur ekki verið sinnt vegna verkfalls flugvirkja. Vísir/Sigurjón Landhelgisgæslan segir að viðhald á TF-GRO, þyrlu Gæslunnar, hafi gengið mun hægar en vonir voru bundnar við vegna þess að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Gæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. „Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Lítill hluti hópsins var upptekinn við samningaviðræður í gær en aðrir sem búist hafði verið við mættu ekki. Vegna þessa er ljóst að ekki mun takast að ljúka skoðuninni á tveimur dögum eins og allt kapp hefur verið lagt á,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Sex af átján flugvirkjum Gæslunnar eru í verkfalli sem staðið hefur frá 5. nóvember. Þeir sinna venjulega viðhaldi á þyrlum stofnunarinnar en Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að nýta ætti þá flugvirkja sem ekki væru í verkfalli til að sinna viðhaldi á TF-GRO. „Já, það er nú ætlunin að gera það og við reiknum með að okkar ágætu starfsmenn komi til starfa og sinni þessu af alúð. Við í rauninni treystum á að svo verði,“ sagði Georg. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir miðað við fyrrnefnda tilkynningu Gæslunnar sem barst í morgun. Vonast var til að viðhaldið tæki ekki lengri tíma en tvo sólarhringa og að TF-GRO yrði þá tiltæk aftur á miðnætti í kvöld. „Landhelgisgæslan sendi flugvirkjum, sem stofnunin telur að eigi að vera við vinnu, bréf á miðvikudag vegna þeirrar grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á flugflotanum og hvatti flugvirkjana til að mæta og sinna skoðuninni vegna þess neyðarástands sem nú ríkir,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. Þá hafi stofnunin jafnframt óskað eftir undanþágu frá verkfallinu til Flugvirkjafélagsins í ljósi alvarleika stöðunnar. „Beiðninni var synjað. Þetta var fjórða undanþágubeiðnin sem Flugvirkjafélag Íslands hafnar vegna verkfallsins sem staðið hefur yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan hefur ítrekað sent félaginu beiðni um undanþágu frá verkfallinu til að tryggja megi neyðarbjörgunarþjónustu en án árangurs. Landhelgisgæslan batt vonir við að samningafundur gærdagsins bæri árangur til að unnt væri að fá flugvirkja stofnunarinnar aftur til starfa. Mikið liggur við að koma TF-GRO í flughæft ástand sem allra fyrst og vinna niður uppsafnað viðhald á öðrum loftförum sem gegna veigamiklu hlutverki við leit og björgun á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Landhelgisgæslan Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira