Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Real | Atletico jafnt Sociedad á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 22:00 Eden Hazard þurfti að fara meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik. Diego Souto/Getty Images Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. Til að gera hlutina enn verri fyrir Real þá vann Atletico Madrid leik sinn fyrr í dag og er nú jafnt Real Sociedad að stigum á toppi deildarinnar. Leikur kvöldsins byrjaði hörmulega fyrir heimamenn í Real en Nacho Hernandez fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs eftir aðeins fimm mínútna leik. Lucas Pérez fór á vítapunktinn og kom Alaves yfir. - Real Madrid become the first La Liga team at any point this century to concede five penalties in a given month. Real conceded five in November 2020 and all five were converted. #LaLiga— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 28, 2020 Eden Hazard fór svo meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik til að bæta gráu ofan á svart. Gestirnir leiddu enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það tók Alaves svo aðeins fjórar mínútur að tvöfalda forystu sína í síðari hálfleik. Þar var að verki Joselu og heimamenn í einkar vondum málum. Casemiro jafnaði metin fyrir Real þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 2-1 Alaves í vil og þriðji leikur lærisveina Zinedine Zidane án sigurs staðreynd. 2-1 loss at home 6 points off top of the table Hazard injured againOh, Real Madrid pic.twitter.com/DTYn71C3Vz— B/R Football (@brfootball) November 28, 2020 Real er sem stendur í 4. sæti, sex stigum á eftir Sociedad og Atletico Madrid sem unnu Valencia 1-0 á útivelli fyrr í dag. Spænski boltinn Fótbolti
Real Madrid tapaði í kvöld 1-2 fyrir Deportivo Alaves á heimavelli sínum í spænsku úrvalsdeildinni. Var þetta þriðji leikur Real án sigurs í spænsku deildinni. Til að gera hlutina enn verri fyrir Real þá vann Atletico Madrid leik sinn fyrr í dag og er nú jafnt Real Sociedad að stigum á toppi deildarinnar. Leikur kvöldsins byrjaði hörmulega fyrir heimamenn í Real en Nacho Hernandez fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs eftir aðeins fimm mínútna leik. Lucas Pérez fór á vítapunktinn og kom Alaves yfir. - Real Madrid become the first La Liga team at any point this century to concede five penalties in a given month. Real conceded five in November 2020 and all five were converted. #LaLiga— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 28, 2020 Eden Hazard fór svo meiddur af velli um miðjan fyrri hálfleik til að bæta gráu ofan á svart. Gestirnir leiddu enn 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það tók Alaves svo aðeins fjórar mínútur að tvöfalda forystu sína í síðari hálfleik. Þar var að verki Joselu og heimamenn í einkar vondum málum. Casemiro jafnaði metin fyrir Real þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 2-1 Alaves í vil og þriðji leikur lærisveina Zinedine Zidane án sigurs staðreynd. 2-1 loss at home 6 points off top of the table Hazard injured againOh, Real Madrid pic.twitter.com/DTYn71C3Vz— B/R Football (@brfootball) November 28, 2020 Real er sem stendur í 4. sæti, sex stigum á eftir Sociedad og Atletico Madrid sem unnu Valencia 1-0 á útivelli fyrr í dag.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti