Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2020 14:41 Frá skimun fyrir Covid-19 í Wuhan í maí. EPA/LI KE CHINA OUT Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. People‘s Daily, dagblað í eigu kínverska ríkisins, staðhæfði til að mynda á Facebook í síðustu viku að öll sönnunargögn bentu til þess að veiran ætti ekki uppruna í Kína. Vitnað var í fyrrverandi sérfræðing hjá Sóttvarnastofnun Kína sem staðhæfði þetta. Í umfjöllun Financial Times segir að ein kenningin snúi að því að veiran hafi borist til Kína í frosnum matvælum. Það ku vera talið mjög hæpið. Blaðamenn Guardian leituðu viðbragða hjá utanríkisráðuneyti Kína en talsmaður þess sagði að mikilvægt væri að gera greinarmun á því hvar veiran hefði greinst fyrst og hvar hún hefði fyrst stökkbreyst á þann veg að hún gæti borist í menn. Það væri enn óljóst. Þá segir Guardian að kínverskir vísindamenn hafi jafnvel sent vísindagrein til birtingar í Lancet. Hún hefur enn ekki verið yfirfarin en þar er því einnig haldið fram að fyrsta smitið milli manna hafi ekki átt sér stað í Wuhan heldur í Indlandi. Fjallað er um þessa grein í kínverska miðlinum Global Times í dag og er þar gefið í skyn að Michael Ryan, einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og aðrir sérfræðingar hafi tekið undir þessi sjónarmið. Vísað var til ummæla hans þar sem hann sagði að einhver upprunaleg tilfelli hefðu ekki verið tengd við markað í Wuhan, sem mörg tilfelli voru rakin til. Ummæli hans um að rannsókn WHO á uppruna veirunnar þyrfti þó að hefjast í Wuhan hafa þó sjaldan fylgt þeim fyrri í kínverskum fjölmiðlum, samkvæmt FT. Ryan sagði þar að auki á föstudaginn að það væru miklar tilgátur að uppruni veirunnar væri ekki í Kína. Það væri eðlilegast að hefja rannsókn á uppruna veiru á staðnum þar sem hún greinist fyrst í mönnum. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og eins og áður segir voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Í grein Guardian segir að yfirvöld í Kína hafi í raun staðið í vegi rannsókna á uppruna veirunnar. Rannsakendur WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári gátu ekki heimsótt markaðinn sem hefur verið tengdur við uppruna veirunnar og í rauninni var þeim ekki gert kleift að fara til Wuhan. Þá hafa þeir ekki fengið að fara aftur til Kína. Ryan sagði í síðustu viku að það væri gífurlega mikilvægt að vísindamenn gætu rannsakað uppruna veirunnar. Hann sagðist vonast til þess að rannsakendurnir gætu farið bráðlega til Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Augljóslega þurfum við öll að skilja upphafi veirunnar. Við þurfum að skilja hvaðan hún kemur og þá til að skilja hvar hún geti komið upp aftur í framtíðinni. Ég hef fulla trú á því að kollegar okkar í Kína eru jafn óþreyjufullir og við varðandi það að finna þau svör,“ sagði Ryan. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
People‘s Daily, dagblað í eigu kínverska ríkisins, staðhæfði til að mynda á Facebook í síðustu viku að öll sönnunargögn bentu til þess að veiran ætti ekki uppruna í Kína. Vitnað var í fyrrverandi sérfræðing hjá Sóttvarnastofnun Kína sem staðhæfði þetta. Í umfjöllun Financial Times segir að ein kenningin snúi að því að veiran hafi borist til Kína í frosnum matvælum. Það ku vera talið mjög hæpið. Blaðamenn Guardian leituðu viðbragða hjá utanríkisráðuneyti Kína en talsmaður þess sagði að mikilvægt væri að gera greinarmun á því hvar veiran hefði greinst fyrst og hvar hún hefði fyrst stökkbreyst á þann veg að hún gæti borist í menn. Það væri enn óljóst. Þá segir Guardian að kínverskir vísindamenn hafi jafnvel sent vísindagrein til birtingar í Lancet. Hún hefur enn ekki verið yfirfarin en þar er því einnig haldið fram að fyrsta smitið milli manna hafi ekki átt sér stað í Wuhan heldur í Indlandi. Fjallað er um þessa grein í kínverska miðlinum Global Times í dag og er þar gefið í skyn að Michael Ryan, einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og aðrir sérfræðingar hafi tekið undir þessi sjónarmið. Vísað var til ummæla hans þar sem hann sagði að einhver upprunaleg tilfelli hefðu ekki verið tengd við markað í Wuhan, sem mörg tilfelli voru rakin til. Ummæli hans um að rannsókn WHO á uppruna veirunnar þyrfti þó að hefjast í Wuhan hafa þó sjaldan fylgt þeim fyrri í kínverskum fjölmiðlum, samkvæmt FT. Ryan sagði þar að auki á föstudaginn að það væru miklar tilgátur að uppruni veirunnar væri ekki í Kína. Það væri eðlilegast að hefja rannsókn á uppruna veiru á staðnum þar sem hún greinist fyrst í mönnum. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og eins og áður segir voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Í grein Guardian segir að yfirvöld í Kína hafi í raun staðið í vegi rannsókna á uppruna veirunnar. Rannsakendur WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári gátu ekki heimsótt markaðinn sem hefur verið tengdur við uppruna veirunnar og í rauninni var þeim ekki gert kleift að fara til Wuhan. Þá hafa þeir ekki fengið að fara aftur til Kína. Ryan sagði í síðustu viku að það væri gífurlega mikilvægt að vísindamenn gætu rannsakað uppruna veirunnar. Hann sagðist vonast til þess að rannsakendurnir gætu farið bráðlega til Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Augljóslega þurfum við öll að skilja upphafi veirunnar. Við þurfum að skilja hvaðan hún kemur og þá til að skilja hvar hún geti komið upp aftur í framtíðinni. Ég hef fulla trú á því að kollegar okkar í Kína eru jafn óþreyjufullir og við varðandi það að finna þau svör,“ sagði Ryan.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira