Steph Curry farinn að finna fyrir aldrinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 17:01 Steph Curry segir aldurinn farinn að segja til sín. vísir/getty Hinn 32 ára gamli Steph Curry segist vera farinn að finna fyrir aldrinum eftir að hitta nýliðana sem Golden State Warriors – lið hans í NBA-deildinni í körfubolta – valdi í nýliðavali deildarinnar á dögunum. Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Curry hefur verið einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár og verið einn mikilvægasti hlekkurinn í einkar sigursælu Warriors-liði. Þrívegis hefur liðið orðið meistari á síðustu fimm árum [ 2015, 2017 og 2018]. Curry missti hins vegar af síðasta tímabili vegna meiðsla og stefnir á að bæta það upp á komandi leiktíð. Þessi magnaði leikmaður finnur hins vegar svo sannarlega fyrir aldrinum þessa dagana en það er ekki meiðslunum að kenna. Ástæðan er nýliðar Golden State, þeir James Wiseman og Nico Mannion. Curry þekkir báða nokkuð vel en þeir mættu í æfingabúðir sem hann hélt sumarið 2018. Báru þeir höfuð og herðar yfir alla aðra í búðunum. pic.twitter.com/46vwTjcOh9— Dalton Johnson (@DaltonJ_Johnson) November 19, 2020 „Það er aðallega það sem lætur mig finna fyrir aldreinum. Wiseman og Mannion voru í búðunum hjá mér fyrir tveimur og þremur árum, síðan þá hafa þeir farið í gegnum menntaskóla og er nú orðnir samherjar mínir,“ sagði Curry í viðtali nýverið. Hann telur þó að það gæti hjálpað tvímenningunum að hafa verið í SC30 æfingabúðunum á sínum tíma. „Þessi kunnugleiki hjálpar til. Vonandi treysta þeir mér, Draymond Green og hinum reynsluboltunum í liðinu til að kenna þeim það sem við vitum og koma þeim í stöðu til að verða sigursælir í því sem þeir gera. Ég er mjög spenntur,“ bætti Curry við að lokum. NBA-deildin fer af stað að nýju þann 22. desember og eru liðin í óðaönn að hefja æfingar. Tíu dögum fyrr leika Warriors sinn fyrsta æfingaleik en þeir mæta þá Denver Nuggets á heimavelli.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00 Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Skipt þrisvar sinnum á milli liða á einni viku og á nú NBA metið NBA-leikmaðurinn Trevor Ariza átti stórfurðulega viku en í henni náði kappinn að vera leikmaður fjögurra liða í NBA-deildinni. 30. nóvember 2020 11:00
Fimm NBA leikmenn fóru og hittu páfann Frans páfi fékk óvenjulega heimsókn í Vatíkanið í gær. 24. nóvember 2020 11:31
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli