Viðskipti innlent

Þóra nýr dagskrárstjóri Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þóra Björg Clausen hefur gegnt starfi dagskrárstjóra síðan í febrúar.
Þóra Björg Clausen hefur gegnt starfi dagskrárstjóra síðan í febrúar.

Þóra Björg Clausen hefur verið ráðin dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún tekur við starfinu af Jóhönnu Margréti Gísladóttur sem lætur af störfum. Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, staðfestir þetta við fréttastofu. 

Hann segir ákvörðunina tekna í góðu samkomulagi við fyrirtækið.

„Við sem höfum starfað með Jóhönnu erum henni öll þakklát fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Þórhallur.

Þóra Björg hefur gegnt starfi rekstrarstjóra á dagskrárdeild sjónvarps hjá fyrirtækinu undanfarin ár og gegnt starfi dagskrárstjóra síðan í febrúar.

Jóhanna Margrét hefur starfað hjá Stöð 2 með hléum frá árinu 2011. Fyrst sem fréttamaður en að loknu háskólanámi í Bandaríkjunum hóf hún störf á sjónvarpssviði og hefur verið dagskrárstjóri Stöðvar 2 undanfarin ár.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×