Mótfallin hálendisþjóðgarði þrátt fyrir málamiðlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. desember 2020 11:54 Frá Vatnajökulsþjóðgarði sem fellur inn í nýjan hálendisþjóðgarð verði frumvarpið að lögum. visir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst enn gegn frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Nýtt frumvarp var lagt fram á Alþingi í gær en í því er reynt að koma til móts við athugasemdir sveitafélaga. Sautján stjórnarfrumvörp voru lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi. Rétt áður en frestur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól rann út. Meðal mála sem er nú í annað sinn komið á borð Alþingis er frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Áform um þjóðgarðinn má rekja til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en ekki er þó einhugur um málið innan stjórnarflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu fyrirvara við frumvarpið áður en það var afgreitt úr þingflokkunum. Verði það að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir miðhálendið, eða um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Tuttugu og fjögur sveitarfélög fara með skipulagsvald á miðhálendinu eða eiga þar réttindi. Lögðust sum þeirra mjög gegn málinu og töldu að verið væri að taka af þeim lögbundið skipulagsvald. Í nýju frumvarpi er reynt að koma til móts við sveitarfélögin og fellt brott ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.vísir/Egill Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þessa málamiðlun duga skammt. „Samt sem áður er það nú þannig að ákvörðun um svæðis- og verndaráætlun er tekin í umdæmisráði sem er skipað fulltrúum ýmissa annarra heldur en viðkomandi sveitarfélags. Þannig að það eru fleiri en fulltrúar þess sveitarfélags, þar sem svæðið er, sem eru að taka ákvarðanir um ýmislegt sem varðar viðkomandi sveitarfélag.“ Sveitarstjórnin sé því enn mótfallin málinu. Ásta segir allt frá upphafi hafa skort greiningu á kostum og göllum þess að stofna þjóðgarð á svæðinu. „Miðað við nýlega ályktun er sveitarstjórn Bláskógabyggðar enn á móti því að það verði stofnaður þjóðgarður á miðhálendinu.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Bláskógabyggð Hálendisþjóðgarður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sautján stjórnarfrumvörp voru lögð fram á vef Alþingis í gærkvöldi. Rétt áður en frestur til að leggja fram þingmál sem eiga að koma á dagskrá fyrir jól rann út. Meðal mála sem er nú í annað sinn komið á borð Alþingis er frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Áform um þjóðgarðinn má rekja til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en ekki er þó einhugur um málið innan stjórnarflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gerðu fyrirvara við frumvarpið áður en það var afgreitt úr þingflokkunum. Verði það að lögum verður til nýr þjóðgarður sem nær yfir miðhálendið, eða um þrjátíu prósent af flatarmáli Íslands. Tuttugu og fjögur sveitarfélög fara með skipulagsvald á miðhálendinu eða eiga þar réttindi. Lögðust sum þeirra mjög gegn málinu og töldu að verið væri að taka af þeim lögbundið skipulagsvald. Í nýju frumvarpi er reynt að koma til móts við sveitarfélögin og fellt brott ákvæði um að sveitastjórnir séu bundnar af stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins við gerð skipulagsáætlana. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.vísir/Egill Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir þessa málamiðlun duga skammt. „Samt sem áður er það nú þannig að ákvörðun um svæðis- og verndaráætlun er tekin í umdæmisráði sem er skipað fulltrúum ýmissa annarra heldur en viðkomandi sveitarfélags. Þannig að það eru fleiri en fulltrúar þess sveitarfélags, þar sem svæðið er, sem eru að taka ákvarðanir um ýmislegt sem varðar viðkomandi sveitarfélag.“ Sveitarstjórnin sé því enn mótfallin málinu. Ásta segir allt frá upphafi hafa skort greiningu á kostum og göllum þess að stofna þjóðgarð á svæðinu. „Miðað við nýlega ályktun er sveitarstjórn Bláskógabyggðar enn á móti því að það verði stofnaður þjóðgarður á miðhálendinu.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Alþingi Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Bláskógabyggð Hálendisþjóðgarður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira