Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 12:23 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. Töluvert mikillar óánægju hefur gætt á meðal íþróttafólks undanfarið vegna þess að æfingar og keppnir fullorðinna eru með öllu bannaðar. Hefur til dæmis verið bent á það að íþróttir séu stundaðar í löndunum í kringum okkur og þá hefur frjálsíþróttafólk bent á að auðvelta sé að viðhafa ítrustu sóttvarnaráðstafanir í einstaklingsíþróttum. Þórólfur svaraði þessari gagnrýni á fundinum í dag. „Því er til að svara að þær aðgerðir sem hafa verið hér í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund- og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi telja. Það er því ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið eitthvað sérstaklega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi heldur en ofangreinda starfsemi og ég held að það sé hollt að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni og vonandi getur það gerst í náinni framtíð,“ sagði Þórólfur. Þá bætti hann við að það væri líka gott að hafa í huga að allar þessar íþyngjandi aðgerðir hefðu skilað því að tekist hefði að halda faraldrinum niðri. „Og erum núna með lægstu tíðni Covid-19 í Evrópu. En eins og áður hefur komið fram er alltaf verið að skoða hvort hægt sé að aflétta aðgerðum en vissulega eru skoðanir á því mismunandi en við munum reyna að feta þetta einstigi eins vel og við getum, að halda faraldrinum niðri og hafa eins lítið íþyngjandi aðgerðir í gangi eins og mögulegt er,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Töluvert mikillar óánægju hefur gætt á meðal íþróttafólks undanfarið vegna þess að æfingar og keppnir fullorðinna eru með öllu bannaðar. Hefur til dæmis verið bent á það að íþróttir séu stundaðar í löndunum í kringum okkur og þá hefur frjálsíþróttafólk bent á að auðvelta sé að viðhafa ítrustu sóttvarnaráðstafanir í einstaklingsíþróttum. Þórólfur svaraði þessari gagnrýni á fundinum í dag. „Því er til að svara að þær aðgerðir sem hafa verið hér í gangi undanfarið eru íþyngjandi fyrir nánast alla íbúa þessa lands. Þær hafa verið mjög íþyngjandi fyrir skólakerfið, aðila sem hafa atvinnu sína af ferðamennsku, alla listamenn landsins, einstaklinga í einyrkjastarfsemi, krár og skemmtistaði, verslanir, veitingastaði, sund- og líkamsræktarstaði og svo mætti lengi telja. Það er því ekki hægt að segja að aðgerðirnar hafi verið eitthvað sérstaklega meira íþyngjandi fyrir íþróttastarfsemi heldur en ofangreinda starfsemi og ég held að það sé hollt að hafa það í huga. Hins vegar hef ég fullan skilning á óþreyju íþróttamanna að hefja aftur æfingar og keppni og vonandi getur það gerst í náinni framtíð,“ sagði Þórólfur. Þá bætti hann við að það væri líka gott að hafa í huga að allar þessar íþyngjandi aðgerðir hefðu skilað því að tekist hefði að halda faraldrinum niðri. „Og erum núna með lægstu tíðni Covid-19 í Evrópu. En eins og áður hefur komið fram er alltaf verið að skoða hvort hægt sé að aflétta aðgerðum en vissulega eru skoðanir á því mismunandi en við munum reyna að feta þetta einstigi eins vel og við getum, að halda faraldrinum niðri og hafa eins lítið íþyngjandi aðgerðir í gangi eins og mögulegt er,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira